Dómsátt gerð í máli gegn Seðlabanka - Kjarninn fær endurrit neyðarlánasímtals

Seðlabanki Íslands og Kjarninn hafa gert með sér dómsátt sem felur í sér að bankinn afhendir endurrit af símtali Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde sem fór fram 6. október 2008. Seðlabankinn hafði áður tekið til varnar í málinu.

Símtalið var á milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.
Símtalið var á milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.
Auglýsing

Sam­komu­lag hefur náðst milli Kjarn­ans miðla, móð­ur­fé­lags Kjarn­ans, og Seðla­banka Íslands um dómsátt í máli sem Kjarn­inn höfð­aði á hendur bank­anum í lok októ­ber. Í því fór Kjarn­inn fram á að ógild yrði með dómi sú ákvörðun bank­ans að hafna kröfu Kjarn­ans um aðgang að hljóð­­ritun og afritum af sím­tali milli þáver­andi for­­manns Seðla­­banka Íslands, Dav­­íðs Odds­­son­­ar, og þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, Geirs H. Haarde, sem átti sér stað 6. októ­ber 2008.

Enn fremur gerði Kjarn­inn kröfu um að við­­ur­­kenndur sé réttur Kjarn­ans til aðgangs að hljóð­­ritun og afritum af sím­tal­inu. Í því er rætt um veit­ingu 500 milljón evra neyð­­ar­láns til Kaup­­þings sem kost­aði skatt­greið­endur á end­­anum 35 millj­­arða króna.

Í dómsátt­inni, sem lögð verður fram við næstu fyr­ir­töku máls­ins, segir að fyrir liggi „að end­ur­rit af sím­tali því sem stefn­andi krefst aðgangs að í máli þessu frá stefna birt­ist í Morg­un­blað­inu eftir þing­setn­ingu máls­ins þ.e. 18. nóv­em­ber sl. Eru því ekki efni til þess lengur að synja stefn­anda um afhend­ingu þess. Stefndi mun því afhenda það til stefn­anda. Í þeirri athöfn felst engin við­ur­kenn­ing á rétt­mæti mála­til­bún­aðar stefn­anda í mál­in­u.“

Hvor máls­að­ili ber sinn máls­kostnað vegna rekst­urs máls­ins sam­kvæmt sátt­inni. Hljóð­ritun af sím­tal­inu verður ekki afhent.

Kjarn­inn mun fá end­ur­ritið afhent í næstu viku og mun í kjöl­farið birta það sam­dæg­urs.

Réttur fjöl­miðla til að upp­lýsa

Kjarn­inn óskaði eftir því með tölvu­­pósti þann 6. sept­­em­ber 2017 að fá aðgang að hljóð­­rit­un­inni. Til­­­gang­­ur­inn var að upp­­lýsa almenn­ing um liðna atburði og vegna þess að framundan var birt­ing á tveimur skýrsl­um, þar af önnur sem unnin er af Seðla­­bank­an­um, þar sem atburðir tengdir sím­tal­inu verða til umfjöll­un­­ar. Beiðnin var rök­studd með því að um væri að ræða einn þýð­ing­­ar­­mesta atburð í nútíma hag­­sögu sem hefði haft í för með sér afdrifa­­ríkar afleið­ingar fyrir íslenskan almenn­ing. Seðla­­bank­inn hafn­aði beiðn­­inni þann 14. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn og byggði þá ákvörðun ein­vörð­ungu á því að þagn­­ar­­skylda hvíldi yfir umræddum upp­­lýs­ing­­um.

Auglýsing
Kjarninn ákvað í kjöl­farið að stefna Seðla­­banka Íslands fyrir dóm­stóla til að reyna að fá ákvörðun Seðla­­bank­ans hnekkt og rétt sinn til að nálg­­ast ofan­­greindar upp­­lýs­ingar við­­ur­­kenndan á grund­velli upp­­lýs­inga­laga. Í stefnu Kjarn­ans sagði m.a.: „Þá telur stefn­andi að við mat á beiðni hans á afhend­ingu gagn­anna þurfi að líta til stöðu og skyldna stefn­anda sem fjöl­mið­ils í lýð­ræð­is­­sam­­fé­lagi. Réttur fjöl­miðla til þess að taka við og skila áfram upp­­lýs­ingum og hug­­myndum skiptir meg­in­­máli fyrir almenn­ing. Beiðni stefn­anda lýtur að umræðum vald­hafa um umfangs­­miklar efna­hags­að­­gerðir sem snertu allan almenn­ing. Það er horn­­steinn lýð­ræðis og for­­senda rétt­­ar­­ríkis að fjöl­miðlar fjalli um brýn mál­efni með sjálf­­stæðum rann­­sóknum á upp­­lýsandi hátt. Svo hægt sé að fjalla um þessi mál­efni er nauð­­syn­legt að réttur til upp­­lýs­inga sé tryggður með full­nægj­andi hætti og að tak­­mark­­anir á þeim rétti séu ekki túlk­aðar með rýmk­andi hætt­i.“

Hægt er að lesa stefn­una í heild sinni hér.

Tók til varna en sím­talið svo birt

Seðla­banki Íslands ákvað að taka til varna í mál­inu og var það þing­fest. Áður en kom að fyr­ir­töku þess gerð­ist það hins vegar að Morg­un­blaðið birti afrit af sím­tal­inu. Davíð Odds­­son er í dag rit­­stjóri Morg­un­­blaðs­ins og þar er sím­talið birt í heild sinni. Um málið er einnig fjallað í for­­síð­u­frétt og þar er því haldið fram að hvorki Davíð né Geir hafi vitað að sím­talið var tekið upp.

Hægt er að lesa frétt um þá birt­ingu hér.

Seðla­bank­inn hefur ekki svarað því hvort það verði rann­sakað hvernig sím­talið rataði til Morg­un­blaðs­ins.

WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna
Indigo Partners kemur inn í hluthafahóp WOW air og gefur mögulega út breytilegt skuldabréf til að fjármagna endurreisn félagsins.
Kjarninn 14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
Kjarninn 14. desember 2018
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent vegna viðskiptaþvingana
Rúm þrjú ár eru síðan Rússland svaraði viðskiptaþvingunum íslenska ríkisins með innflutningsbanni á nær öll matvæli frá Íslandi. Í kjölfar innflutningsbannsins hefur útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent og tugi milljarða króna.
Kjarninn 14. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór pantar sér gult vesti
Formaður VR segir að ekkert sé að marka kosningaloforð stjórnmálamanna því þeir virðist eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á fjögurra ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga.
Kjarninn 14. desember 2018
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.
Kjarninn 14. desember 2018
Græðgi og spilling kemur enn upp í huga almennings - Bankasala framundan
Kannanir sem gerðar voru fyrir starfshóp stjórnvalda sem skilaði af sér Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið benda til þess að hrun fjármálakerfisins sé enn ferskt í minni almennings.
Kjarninn 14. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent