Dómsátt gerð í máli gegn Seðlabanka - Kjarninn fær endurrit neyðarlánasímtals

Seðlabanki Íslands og Kjarninn hafa gert með sér dómsátt sem felur í sér að bankinn afhendir endurrit af símtali Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde sem fór fram 6. október 2008. Seðlabankinn hafði áður tekið til varnar í málinu.

Símtalið var á milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.
Símtalið var á milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.
Auglýsing

Sam­komu­lag hefur náðst milli Kjarn­ans miðla, móð­ur­fé­lags Kjarn­ans, og Seðla­banka Íslands um dómsátt í máli sem Kjarn­inn höfð­aði á hendur bank­anum í lok októ­ber. Í því fór Kjarn­inn fram á að ógild yrði með dómi sú ákvörðun bank­ans að hafna kröfu Kjarn­ans um aðgang að hljóð­­ritun og afritum af sím­tali milli þáver­andi for­­manns Seðla­­banka Íslands, Dav­­íðs Odds­­son­­ar, og þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, Geirs H. Haarde, sem átti sér stað 6. októ­ber 2008.

Enn fremur gerði Kjarn­inn kröfu um að við­­ur­­kenndur sé réttur Kjarn­ans til aðgangs að hljóð­­ritun og afritum af sím­tal­inu. Í því er rætt um veit­ingu 500 milljón evra neyð­­ar­láns til Kaup­­þings sem kost­aði skatt­greið­endur á end­­anum 35 millj­­arða króna.

Í dómsátt­inni, sem lögð verður fram við næstu fyr­ir­töku máls­ins, segir að fyrir liggi „að end­ur­rit af sím­tali því sem stefn­andi krefst aðgangs að í máli þessu frá stefna birt­ist í Morg­un­blað­inu eftir þing­setn­ingu máls­ins þ.e. 18. nóv­em­ber sl. Eru því ekki efni til þess lengur að synja stefn­anda um afhend­ingu þess. Stefndi mun því afhenda það til stefn­anda. Í þeirri athöfn felst engin við­ur­kenn­ing á rétt­mæti mála­til­bún­aðar stefn­anda í mál­in­u.“

Hvor máls­að­ili ber sinn máls­kostnað vegna rekst­urs máls­ins sam­kvæmt sátt­inni. Hljóð­ritun af sím­tal­inu verður ekki afhent.

Kjarn­inn mun fá end­ur­ritið afhent í næstu viku og mun í kjöl­farið birta það sam­dæg­urs.

Réttur fjöl­miðla til að upp­lýsa

Kjarn­inn óskaði eftir því með tölvu­­pósti þann 6. sept­­em­ber 2017 að fá aðgang að hljóð­­rit­un­inni. Til­­­gang­­ur­inn var að upp­­lýsa almenn­ing um liðna atburði og vegna þess að framundan var birt­ing á tveimur skýrsl­um, þar af önnur sem unnin er af Seðla­­bank­an­um, þar sem atburðir tengdir sím­tal­inu verða til umfjöll­un­­ar. Beiðnin var rök­studd með því að um væri að ræða einn þýð­ing­­ar­­mesta atburð í nútíma hag­­sögu sem hefði haft í för með sér afdrifa­­ríkar afleið­ingar fyrir íslenskan almenn­ing. Seðla­­bank­inn hafn­aði beiðn­­inni þann 14. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn og byggði þá ákvörðun ein­vörð­ungu á því að þagn­­ar­­skylda hvíldi yfir umræddum upp­­lýs­ing­­um.

Auglýsing
Kjarninn ákvað í kjöl­farið að stefna Seðla­­banka Íslands fyrir dóm­stóla til að reyna að fá ákvörðun Seðla­­bank­ans hnekkt og rétt sinn til að nálg­­ast ofan­­greindar upp­­lýs­ingar við­­ur­­kenndan á grund­velli upp­­lýs­inga­laga. Í stefnu Kjarn­ans sagði m.a.: „Þá telur stefn­andi að við mat á beiðni hans á afhend­ingu gagn­anna þurfi að líta til stöðu og skyldna stefn­anda sem fjöl­mið­ils í lýð­ræð­is­­sam­­fé­lagi. Réttur fjöl­miðla til þess að taka við og skila áfram upp­­lýs­ingum og hug­­myndum skiptir meg­in­­máli fyrir almenn­ing. Beiðni stefn­anda lýtur að umræðum vald­hafa um umfangs­­miklar efna­hags­að­­gerðir sem snertu allan almenn­ing. Það er horn­­steinn lýð­ræðis og for­­senda rétt­­ar­­ríkis að fjöl­miðlar fjalli um brýn mál­efni með sjálf­­stæðum rann­­sóknum á upp­­lýsandi hátt. Svo hægt sé að fjalla um þessi mál­efni er nauð­­syn­legt að réttur til upp­­lýs­inga sé tryggður með full­nægj­andi hætti og að tak­­mark­­anir á þeim rétti séu ekki túlk­aðar með rýmk­andi hætt­i.“

Hægt er að lesa stefn­una í heild sinni hér.

Tók til varna en sím­talið svo birt

Seðla­banki Íslands ákvað að taka til varna í mál­inu og var það þing­fest. Áður en kom að fyr­ir­töku þess gerð­ist það hins vegar að Morg­un­blaðið birti afrit af sím­tal­inu. Davíð Odds­­son er í dag rit­­stjóri Morg­un­­blaðs­ins og þar er sím­talið birt í heild sinni. Um málið er einnig fjallað í for­­síð­u­frétt og þar er því haldið fram að hvorki Davíð né Geir hafi vitað að sím­talið var tekið upp.

Hægt er að lesa frétt um þá birt­ingu hér.

Seðla­bank­inn hefur ekki svarað því hvort það verði rann­sakað hvernig sím­talið rataði til Morg­un­blaðs­ins.

Konurnar sem saka Trump um áreitni eiga skilið að fá áheyrn
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að allar konur sem telja á sér brotið eigi skilið að fá áheyrn, og það eigi líka við um þær sem hafa sakað Trump Bandaríkjaforseta um áreitni.
11. desember 2017
Fimmtán milljarða innviðainnspýting
Stjórnarflokkarnir ætla sér að auka verulega við fjármagn til heilbrigðis- og menntakerfisins, samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins í dag.
11. desember 2017
Í þá tíð… Dauði fjölmiðlamógúlsins
Blaðaútgefandinn Robert Maxwell var einn fyrirferðarmesti útgefandi Bretlands um árabil. Hann fór með himinskautum á hátindi veldis síns, en fallið var hátt og endalokin voveifleg.
10. desember 2017
Fjölmenni og samstaða á #Metoo viðburðum
Fjölmenni er nú á #Metoo viðburði í Borgarleikhúsinu. Viðburðir eru haldir um allt land þar sem minnst er á mikilvægi byltingarinnar.
10. desember 2017
Nær Ive að blása lífi í nýsköpunina hjá Apple?
Bretinn Jonathan Ive hefur tekið við stjórnun hönnunar og notendaupplifunar hjá Apple á nýjan leik. Þetta verðmætasta fyrirtæki heimsins hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ekki fram með nægilega miklar nýjungar.
10. desember 2017
Starfsemi Tencent er marghliða en þróun fyrirtækisins tengist mjög náið vexti millistéttarinnar og snjallsímavæðingarinnar í Kína.
Tencent tekur fram úr Facebook
Kínverska tæknifyrirtækið Tencent hefur tekið fram úr Facebook í markaðsvirði og er nú meðal fimm stærstu fyrirtækja í heimi. Ör vöxtur Tencent og Alibaba á síðustu árum sýnir að kínverski tækniiðnaðurinn hefur tekið stakkaskiptum.
10. desember 2017
Lars Lökke Rasmussen
Á bláþræði
Danska ríkisstjórn hefur átt í vök að verjast að undanförnu. Danski Þjóðarflokkurinn er í lykilstöðu á hinu kvika pólitíska sviði í Danmörku.
10. desember 2017
Þriðji dagur Katrínar í stjórnarráðinu
Katrín Jakobsdóttir fékk lyklana að stjórnarráðinu á föstudegi, á þriðjudeginum fékk Auður Jónsdóttir rithöfundur að elta hana í nýju starfi og spyrja spurninga; annan dag fyrstu vikunnar í stjórnarráðinu.
9. desember 2017
Meira úr sama flokkiInnlent