Telja að útgjöld ríkisins hækki um 87,9 milljarða króna á ári

tök atvinnulífsins telja að framkvæmd þess sem stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kosti tæplega 90 milljarða á ári. Auk þess muni tekjur dragast saman. Forsætisráðherra segir að fjárlagafrumvarpið muni gera ráð fyrir „myndarlegum afgangi“.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Úttekt Sam­taka atvinnu­lífs­ins á stjórn­ar­sátt­mál­anum sýnir að gróf­lega megi áætla að árleg útgjöld rík­is­ins og rík­is­fyr­ir­tækja muni vaxa um 87,9 millj­arða króna kom­ist allt til fram­kvæmda sem lofað er í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Á sama tíma muni tekjur drag­ast saman um 15 millj­arða króna.

Í frétt á vef sam­tak­anna segir að þá aukn­ingu verði að „ meta í því ljósi að útgjöld rík­is­sjóðs eru nú þegar með því sem hæsta sem ger­ist meðal ríkja OECD, eða 40% af lands­fram­leiðslu. Það blasir því við að aldrei verður hægt að hrinda öllu því í fram­kvæmd sem lofað er í sátt­mál­an­um.“

Fjár­laga­frum­varp síð­ustu rík­is­stjórn­ar, sem lagt var fram í sept­em­ber, gerði ráð fyrir að fjár­lög næsta árs myndu skila rík­is­sjóði 44 millj­arða króna afgangi sem gæti nýst til að greiða niður skuld­ir. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði nýverið að tekjur rík­is­sjóðs á næsta ári verði að öllum lík­indum að minnsta kosti tíu millj­örðum króna hærri en það frum­varp reikn­aði með. Svig­rúm rík­is­stjórn­ar­innar til að setja við­bót­arfé í ýmsa mála­flokka ætti sam­kvæmt því að hafa auk­ist um sömu upp­hæð.

Auglýsing
Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra stað­festi það í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í gær að til stæði að auka útgjöld sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu sem lagt verður fram í næstu viku. Hún sagði að það yrði samt sem áður mynd­ar­legur afgangur af fjár­lögum þrátt fyrir aukna inn­spýt­ingu í þessa sam­fé­lags­legu inn­við­i.·“ Aðspurð um hvort að sá afgangur sem stefnt yrði að væri svip­aður og sá sem síð­asta fram­lagða frum­varp reikn­aði með, 44 millj­arða króna, sagði Katrín: „„Hann gæti orðið eitt­hvað minni, en hann verður samt mynd­ar­leg­ur.“

Katrín sagði einnig að ljóst væri að fjár­laga­frum­varpið myndi ekki ná að end­ur­spegla allar póli­tísku línur rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þær línur myndu koma fram í fjár­mála­á­ætlun til fimm ára sem lögð verður fram í vor.

Gagn­rýna skort á skulda­nið­ur­greiðslu

Sam­tök atvinnu­lífs­ins segja að stjórn­ar­sátt­mál­inn geri ráð fyrir að ein lengsta upp­sveifla Íslands­sög­unnar muni teygja sig áfram yfir kjör­tíma­bilið án mik­illa áfalla og skerð­inga á tekjum rík­is­sjóðs. „Flokk­arnir virð­ast sam­stíga um að auka útgjöld tals­vert á tíma­bil­inu. Ekki er hugað að hag­ræð­ingu í rík­is­rekstri eða nið­ur­greiðslu skulda. Það er áhyggju­efni að ekki hafi verið dreg­inn meiri lær­dómur af sög­unni við gerð þessa sátta­mála. Í rík­is­fjár­málum höfum við reglu­lega farið fram úr okkur í upp­sveiflu og tekið það út með meiri sam­drætti en ann­ars þegar slaki mynd­ast í hag­kerf­in­u.“Úr úttekt Samtaka atvinnulífsins.

Stjórn­völdum er síðan hrósað fyrir að ætla að lækka tekju­skatt og trygg­inga­gjald sem inn­legg í kom­andi kjara­við­ræður en gagn­rýnd fyrir að ætla ekki að sýna aðhald í rekstri rík­is­ins á næstu árum.

Sér­stak­lega er gagn­rýnt hversu lítil áhersla sé lögð á nið­ur­greiðslu skulda, sem hvergi er minnst á í sátt­mál­an­um. „Vaxta­kostn­aður rík­is­ins er nú þegar sá þriðji hæsti meðal iðn­ríkja. Ísland greiðir 4% af lands­fram­leiðslu í vexti á meðan Grikkir greiða ekki nema 3,2% og Svíar greiða 0,4% í vaxta­greiðsl­ur. Verði ein­skiptis­tekjur nýttar til nið­ur­greiðslu skulda þá gæti árlegur vaxta­sparn­aður rík­is­ins numið um 10 millj­örð­um. Huga verður að þessum stað­reyndum í fjár­laga­frum­varp­in­u.“

Meira úr sama flokkiInnlent