Unnur Brá íhugar að taka slaginn í borginni

Margir hafa þrýst á Unni Brá Konráðsdóttur að bjóða sig fram til forystu Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi sveitarstjórnarkösningum.

7DM_0502_raw_2372.JPG
Auglýsing

Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, ­fyrr­ver­andi for­seti Alþing­is, í­hugar nú hvort hún ætli að bjóða ­sig fram í leið­toga­próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins ­fyrir kom­and­i ­borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. 

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

„Það er í skoð­un. Það hafa ansi margir heyrt í mér varð­andi þetta,“ ­segir Unnur Brá, í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Auglýsing

Unnur Brá var for­seti Alþingis á síð­asta þingi en féll af þingi í kosn­ing­unum í októ­ber, en hún skip­aði fjórða sæti lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í suð­ur­kjör­dæmi. Fyrir ofan hana á list­anum voru þing­menn­irnir Vil­hjálmur Árna­son, Ásmundur Frið­riks­son og Páll Magn­ús­son.

Leið­toga­kjör Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík fer fram hinn 27. jan­úar næst­kom­andi en opn­að verður á fram­boð mán­uði fyrr, 27. des­em­ber. 

Fram­boðs­frestur verð­ur­ t­vær vik­ur. ­Fyr­ir­komu­lagið verður á þann veg að kosið verður um odd­vita list­ans en upp­still­ing­ar­nefnd mun sjá um að raða í önnur sæti list­ans. Ás­laug Frið­riks­dóttir og Kjart­an ­Magn­ús­son, sitj­andi borg­ar­full­trú­ar, hafa gefið út að þau muni sækjast eftir því að fara fyrir list­an­um. 

Á meðal þeirra sem orð­aðir hafa verið við leið­toga­sætið eru Borgar Þór Ein­ars­son, aðstoð­ar­maður Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra, og Eyþór Arn­alds, sem er meðal eig­enda Morg­un­blaðs­ins.

Íbúðalánasjóður vill endurskilgreina viðmið um hvað sé hæfilegt leiguverð
Þau leigufélög sem eru með lán frá Íbúðalánasjóði eru að rukka leigu í samræmi við markaðsleigu eða aðeins undir henni. Íbúðalánasjóður segir markaðsleigu hins vegar ekki vera réttmætt viðmið og vill endurskilgreina hvað sé hæfilegt leiguverð.
Kjarninn 24. september 2018
ESB krefst rannsóknar á Danske Bank
Stærsti banki Danmerkur er nú í vondum málum vegna ásakana um peningaþvætti.
Kjarninn 24. september 2018
Niðurgreiðslur á póstsendingum milli landa að sliga Íslandspóst
Alþjóðasamningar um kostnaðarþátttöku í póstsendingum eru Íslandspósti og ríkisjóði dýrir.
Kjarninn 24. september 2018
Jákvæð áhrif staðla á norrænt efnahagslíf
Samkvæmt nýrri rannsókn hefur aukin notkun staðla jákvæð áhrif á efnahagslega þróun á Norðurlöndum.
Kjarninn 23. september 2018
Jáeindaskanni
Jáeindaskanninn stórt og tímafrekt verkefni
Forstjóri Landspítalans segir ákveðins misskilnings hafa gætt varðandi uppsetningu jáeindaskannans sem nú er kominn í notkun.
Kjarninn 23. september 2018
Ísland stendur sig ekki vel í meðhöndlun fráveitu
Ísland er í 2. sæti af 146 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk félagslegra framfara samkvæmt nýjum lista Social Progress Imperative stofnunarinnar. Það sem dregur einkunn landsins niður er m.a. meðhöndlun fráveitu.
Kjarninn 23. september 2018
Úr mestu hækkun í heimi í snögga kólnun
Verulega hefur hægt á verðhækkunum á húsnæði að undanförnu. Verðlækkun mældist í ágúst. Þrátt fyrir það vantar ennþá þúsundir íbúa inn á markað til að mæta framboði, einkum litlar og meðalstórar íbúðir.
Kjarninn 23. september 2018
Af handaböndum og faðmlögum
Stundum er haft á orði að ekkert sé svo einfalt að ekki sé hægt að gera úr því stórmál. Fram til þessa hefur handaband og einfalt faðmlag ekki talist til stórmála en umræða um slíkt hefur nú ratað inn í sveitastjórnir í Danmörku, og danska þingið.
Kjarninn 23. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent