Unnur Brá íhugar að taka slaginn í borginni

Margir hafa þrýst á Unni Brá Konráðsdóttur að bjóða sig fram til forystu Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi sveitarstjórnarkösningum.

7DM_0502_raw_2372.JPG
Auglýsing

Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, ­fyrr­ver­andi for­seti Alþing­is, í­hugar nú hvort hún ætli að bjóða ­sig fram í leið­toga­próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins ­fyrir kom­and­i ­borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. 

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

„Það er í skoð­un. Það hafa ansi margir heyrt í mér varð­andi þetta,“ ­segir Unnur Brá, í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Auglýsing

Unnur Brá var for­seti Alþingis á síð­asta þingi en féll af þingi í kosn­ing­unum í októ­ber, en hún skip­aði fjórða sæti lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í suð­ur­kjör­dæmi. Fyrir ofan hana á list­anum voru þing­menn­irnir Vil­hjálmur Árna­son, Ásmundur Frið­riks­son og Páll Magn­ús­son.

Leið­toga­kjör Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík fer fram hinn 27. jan­úar næst­kom­andi en opn­að verður á fram­boð mán­uði fyrr, 27. des­em­ber. 

Fram­boðs­frestur verð­ur­ t­vær vik­ur. ­Fyr­ir­komu­lagið verður á þann veg að kosið verður um odd­vita list­ans en upp­still­ing­ar­nefnd mun sjá um að raða í önnur sæti list­ans. Ás­laug Frið­riks­dóttir og Kjart­an ­Magn­ús­son, sitj­andi borg­ar­full­trú­ar, hafa gefið út að þau muni sækjast eftir því að fara fyrir list­an­um. 

Á meðal þeirra sem orð­aðir hafa verið við leið­toga­sætið eru Borgar Þór Ein­ars­son, aðstoð­ar­maður Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra, og Eyþór Arn­alds, sem er meðal eig­enda Morg­un­blaðs­ins.

Konurnar sem saka Trump um áreitni eiga skilið að fá áheyrn
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að allar konur sem telja á sér brotið eigi skilið að fá áheyrn, og það eigi líka við um þær sem hafa sakað Trump Bandaríkjaforseta um áreitni.
11. desember 2017
Fimmtán milljarða innviðainnspýting
Stjórnarflokkarnir ætla sér að auka verulega við fjármagn til heilbrigðis- og menntakerfisins, samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins í dag.
11. desember 2017
Í þá tíð… Dauði fjölmiðlamógúlsins
Blaðaútgefandinn Robert Maxwell var einn fyrirferðarmesti útgefandi Bretlands um árabil. Hann fór með himinskautum á hátindi veldis síns, en fallið var hátt og endalokin voveifleg.
10. desember 2017
Fjölmenni og samstaða á #Metoo viðburðum
Fjölmenni er nú á #Metoo viðburði í Borgarleikhúsinu. Viðburðir eru haldir um allt land þar sem minnst er á mikilvægi byltingarinnar.
10. desember 2017
Nær Ive að blása lífi í nýsköpunina hjá Apple?
Bretinn Jonathan Ive hefur tekið við stjórnun hönnunar og notendaupplifunar hjá Apple á nýjan leik. Þetta verðmætasta fyrirtæki heimsins hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ekki fram með nægilega miklar nýjungar.
10. desember 2017
Starfsemi Tencent er marghliða en þróun fyrirtækisins tengist mjög náið vexti millistéttarinnar og snjallsímavæðingarinnar í Kína.
Tencent tekur fram úr Facebook
Kínverska tæknifyrirtækið Tencent hefur tekið fram úr Facebook í markaðsvirði og er nú meðal fimm stærstu fyrirtækja í heimi. Ör vöxtur Tencent og Alibaba á síðustu árum sýnir að kínverski tækniiðnaðurinn hefur tekið stakkaskiptum.
10. desember 2017
Lars Lökke Rasmussen
Á bláþræði
Danska ríkisstjórn hefur átt í vök að verjast að undanförnu. Danski Þjóðarflokkurinn er í lykilstöðu á hinu kvika pólitíska sviði í Danmörku.
10. desember 2017
Þriðji dagur Katrínar í stjórnarráðinu
Katrín Jakobsdóttir fékk lyklana að stjórnarráðinu á föstudegi, á þriðjudeginum fékk Auður Jónsdóttir rithöfundur að elta hana í nýju starfi og spyrja spurninga; annan dag fyrstu vikunnar í stjórnarráðinu.
9. desember 2017
Meira úr sama flokkiInnlent