Unnur Brá íhugar að taka slaginn í borginni

Margir hafa þrýst á Unni Brá Konráðsdóttur að bjóða sig fram til forystu Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi sveitarstjórnarkösningum.

7DM_0502_raw_2372.JPG
Auglýsing

Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, ­fyrr­ver­andi for­seti Alþing­is, í­hugar nú hvort hún ætli að bjóða ­sig fram í leið­toga­próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins ­fyrir kom­and­i ­borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. 

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

„Það er í skoð­un. Það hafa ansi margir heyrt í mér varð­andi þetta,“ ­segir Unnur Brá, í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Auglýsing

Unnur Brá var for­seti Alþingis á síð­asta þingi en féll af þingi í kosn­ing­unum í októ­ber, en hún skip­aði fjórða sæti lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í suð­ur­kjör­dæmi. Fyrir ofan hana á list­anum voru þing­menn­irnir Vil­hjálmur Árna­son, Ásmundur Frið­riks­son og Páll Magn­ús­son.

Leið­toga­kjör Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík fer fram hinn 27. jan­úar næst­kom­andi en opn­að verður á fram­boð mán­uði fyrr, 27. des­em­ber. 

Fram­boðs­frestur verð­ur­ t­vær vik­ur. ­Fyr­ir­komu­lagið verður á þann veg að kosið verður um odd­vita list­ans en upp­still­ing­ar­nefnd mun sjá um að raða í önnur sæti list­ans. Ás­laug Frið­riks­dóttir og Kjart­an ­Magn­ús­son, sitj­andi borg­ar­full­trú­ar, hafa gefið út að þau muni sækjast eftir því að fara fyrir list­an­um. 

Á meðal þeirra sem orð­aðir hafa verið við leið­toga­sætið eru Borgar Þór Ein­ars­son, aðstoð­ar­maður Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra, og Eyþór Arn­alds, sem er meðal eig­enda Morg­un­blaðs­ins.

Meira úr sama flokkiInnlent