Utanríkisráðherra Þýskalands: Hlutverk Bandaríkjanna hefur varanlega breyst

Utanríkisráðherra Þýskalands segir Trump Bandaríkjaforseta hafa varanlega breytt stöðu Bandaríkjanna. Hann hafi stórskaðað alþjóðasamvinnu, og gefi út skilaboð um að þjóðir heimsins þurfi að bjarga sér sjálfar.

Donald Trump
Auglýsing

Sig­mar Gabriel, utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands, segir að breytt stefna í utan­rík­is­málum Banda­ríkj­anna muni hafa var­an­leg áhrif á alþjóða­stjórn­mál. Staðan muni ekki brey­ast eftir næstu kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um, hvort sem það verður Don­ald J. Trump sem verður end­ur­kjör­inn eða ekki. 

Staðan sé sú, að þjóðir heims­ins geti ekki lengur litið til Banda­ríkj­anna sem leið­toga í því að halda alþjóða­sam­starfi um varnir og önnur mik­il­væg mál á odd­in­um. 

Eftir að Trump varð for­seti Banda­ríkj­anna hefur hann öðru fremur horft til þess að Banda­ríkin hugsi fyrst og síð­ast um sína eigin hags­muni, en geri kröfu um að aðrir þjóðir borgi fyrir það þegar horft er til Banda­ríkj­anna til að gæta öryggis í heim­in­um. 

Auglýsing

Þá hefur Trump einnig beitt sér fyrir því að Banda­ríkin hugsi öðru fremur um eigin hags­muni þegar kemur að alþjóð­legum við­skipt­um, og hefur meðal ann­ars slitið Banda­ríkin út úr alþjóða­póli­tísku sam­starfi um við­skipta­samn­inga og umhverf­is­mál. Þannig er Banda­ríkin eina landið í heim­inum sem hefur slitið sig frá Par­ís­ar­sam­komu­lag­in­u. 

Gabriel segir að Þýska­land þurfi að horfa til Banda­ríkj­anna sem banda­manns þegar kemur að alþjóð­legum við­skipt­um. En eins og mál hafi verið að þróast, þá sé sýnin á málin gjör­ó­lík því sem nú sé ofan hjá Banda­ríkj­un­um. Sam­kvæmt umfjöllun Reuters nefndi hann sem dæmi aðgerðir sem grafa undan kjarn­orku­á­ætlun Íran, sér­tækar við­skipta­hindr­anir gagn­vart Rússum sem í reynd ógni orku­ör­yggi Þýska­lands, ógn­andi yfir­lýs­ingar vegna spennu á Kóreu­skaga, ummæli sem draga úr sam­stöðu NATO ríkja og þá tal­aði hann alfarið gegn yfir­lýs­ingum um að Jer­úsalem verði höf­uð­borg Ísra­els. 

Slíkt geti grafið undan frið­ar­ferli, á við­kvæmum tím­um, og leitt til meiri erf­ið­leika. Eins og kunn­ugt er hefur Trump þegar stigið það skref, að við­ur­kenna Jer­úsalem sem höf­uð­borg Ísra­els, og verður sendi­ráð lands­ins flutt þangað í nán­ustu fram­tíð. Þessi ákvörðun hefur mætt mik­illi and­stöðu víða um heim, og fer neyð­ar­fundur fram í örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna vegna hennar á morg­un.

Bára Huld Beck
#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?
Kjarninn 24. júní 2018
Rut Guðnadóttir
Viltu vera memm?
Kjarninn 24. júní 2018
Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi
Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.
Kjarninn 24. júní 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Fjórflokkur Dags
Kjarninn 24. júní 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
Kjarninn 24. júní 2018
Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Meira úr sama flokkiErlent