Utanríkisráðherra Þýskalands: Hlutverk Bandaríkjanna hefur varanlega breyst

Utanríkisráðherra Þýskalands segir Trump Bandaríkjaforseta hafa varanlega breytt stöðu Bandaríkjanna. Hann hafi stórskaðað alþjóðasamvinnu, og gefi út skilaboð um að þjóðir heimsins þurfi að bjarga sér sjálfar.

Donald Trump
Auglýsing

Sig­mar Gabriel, utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands, segir að breytt stefna í utan­rík­is­málum Banda­ríkj­anna muni hafa var­an­leg áhrif á alþjóða­stjórn­mál. Staðan muni ekki brey­ast eftir næstu kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um, hvort sem það verður Don­ald J. Trump sem verður end­ur­kjör­inn eða ekki. 

Staðan sé sú, að þjóðir heims­ins geti ekki lengur litið til Banda­ríkj­anna sem leið­toga í því að halda alþjóða­sam­starfi um varnir og önnur mik­il­væg mál á odd­in­um. 

Eftir að Trump varð for­seti Banda­ríkj­anna hefur hann öðru fremur horft til þess að Banda­ríkin hugsi fyrst og síð­ast um sína eigin hags­muni, en geri kröfu um að aðrir þjóðir borgi fyrir það þegar horft er til Banda­ríkj­anna til að gæta öryggis í heim­in­um. 

Auglýsing

Þá hefur Trump einnig beitt sér fyrir því að Banda­ríkin hugsi öðru fremur um eigin hags­muni þegar kemur að alþjóð­legum við­skipt­um, og hefur meðal ann­ars slitið Banda­ríkin út úr alþjóða­póli­tísku sam­starfi um við­skipta­samn­inga og umhverf­is­mál. Þannig er Banda­ríkin eina landið í heim­inum sem hefur slitið sig frá Par­ís­ar­sam­komu­lag­in­u. 

Gabriel segir að Þýska­land þurfi að horfa til Banda­ríkj­anna sem banda­manns þegar kemur að alþjóð­legum við­skipt­um. En eins og mál hafi verið að þróast, þá sé sýnin á málin gjör­ó­lík því sem nú sé ofan hjá Banda­ríkj­un­um. Sam­kvæmt umfjöllun Reuters nefndi hann sem dæmi aðgerðir sem grafa undan kjarn­orku­á­ætlun Íran, sér­tækar við­skipta­hindr­anir gagn­vart Rússum sem í reynd ógni orku­ör­yggi Þýska­lands, ógn­andi yfir­lýs­ingar vegna spennu á Kóreu­skaga, ummæli sem draga úr sam­stöðu NATO ríkja og þá tal­aði hann alfarið gegn yfir­lýs­ingum um að Jer­úsalem verði höf­uð­borg Ísra­els. 

Slíkt geti grafið undan frið­ar­ferli, á við­kvæmum tím­um, og leitt til meiri erf­ið­leika. Eins og kunn­ugt er hefur Trump þegar stigið það skref, að við­ur­kenna Jer­úsalem sem höf­uð­borg Ísra­els, og verður sendi­ráð lands­ins flutt þangað í nán­ustu fram­tíð. Þessi ákvörðun hefur mætt mik­illi and­stöðu víða um heim, og fer neyð­ar­fundur fram í örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna vegna hennar á morg­un.

Konurnar sem saka Trump um áreitni eiga skilið að fá áheyrn
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að allar konur sem telja á sér brotið eigi skilið að fá áheyrn, og það eigi líka við um þær sem hafa sakað Trump Bandaríkjaforseta um áreitni.
11. desember 2017
Fimmtán milljarða innviðainnspýting
Stjórnarflokkarnir ætla sér að auka verulega við fjármagn til heilbrigðis- og menntakerfisins, samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins í dag.
11. desember 2017
Í þá tíð… Dauði fjölmiðlamógúlsins
Blaðaútgefandinn Robert Maxwell var einn fyrirferðarmesti útgefandi Bretlands um árabil. Hann fór með himinskautum á hátindi veldis síns, en fallið var hátt og endalokin voveifleg.
10. desember 2017
Fjölmenni og samstaða á #Metoo viðburðum
Fjölmenni er nú á #Metoo viðburði í Borgarleikhúsinu. Viðburðir eru haldir um allt land þar sem minnst er á mikilvægi byltingarinnar.
10. desember 2017
Nær Ive að blása lífi í nýsköpunina hjá Apple?
Bretinn Jonathan Ive hefur tekið við stjórnun hönnunar og notendaupplifunar hjá Apple á nýjan leik. Þetta verðmætasta fyrirtæki heimsins hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ekki fram með nægilega miklar nýjungar.
10. desember 2017
Starfsemi Tencent er marghliða en þróun fyrirtækisins tengist mjög náið vexti millistéttarinnar og snjallsímavæðingarinnar í Kína.
Tencent tekur fram úr Facebook
Kínverska tæknifyrirtækið Tencent hefur tekið fram úr Facebook í markaðsvirði og er nú meðal fimm stærstu fyrirtækja í heimi. Ör vöxtur Tencent og Alibaba á síðustu árum sýnir að kínverski tækniiðnaðurinn hefur tekið stakkaskiptum.
10. desember 2017
Lars Lökke Rasmussen
Á bláþræði
Danska ríkisstjórn hefur átt í vök að verjast að undanförnu. Danski Þjóðarflokkurinn er í lykilstöðu á hinu kvika pólitíska sviði í Danmörku.
10. desember 2017
Þriðji dagur Katrínar í stjórnarráðinu
Katrín Jakobsdóttir fékk lyklana að stjórnarráðinu á föstudegi, á þriðjudeginum fékk Auður Jónsdóttir rithöfundur að elta hana í nýju starfi og spyrja spurninga; annan dag fyrstu vikunnar í stjórnarráðinu.
9. desember 2017
Meira úr sama flokkiErlent