Obama varar við því að styrjaldartíminn geti komið aftur

Forsetinn fyrrverandi segir að fólk megi ekki búast við því að hlutirnir verði alltaf eins og þeir hafa verið. Allt í einu geti glundroði myndast í heiminum.

Barack Obama
Auglýsing

Barack Obama, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, segir að fólk geti ekki gengið að því vísu að hlut­irnir muni ekki breyt­ast til hins verra og jafn­vel stríðs­tímar, líkir þeim sem sáust á tímum heim­styrj­ald­anna, brjót­ist út á nýjan leik. 

Á ráð­stefnu í Chicago sagði hann að fólk ætti að hugsa til þess að þróuð sam­fé­lög geti breyst skyndi­lega, ef aðstæður til þess skap­ast. 

Hann brýndi fyrir gestum að það þyrfti að vernda lýð­ræð­ið, og fólk yrði að muna að taka þátt og kjósa. Þegar kæru­leysi gerði vart um sig í sam­fé­lögum þá geti það leitt til óstöð­ug­leika sem grafi hratt undan sam­fé­lög­um, jafn­vel þeim sem telj­ast sterk fyr­ir.

Auglýsing

Hann bað fólk um að hugsa til þess sem hefði gerst í Þýska­landi þar sem upp­gangur nas­ism­ans hefði endað með skelf­ingu, og 60 millj­ónir manna hefðu látið líf­ið, í glund­roða átökum víða um heim­inn. Allt hefði þetta gerst á til­tölu­lega skömmum tíma, og sprottið upp í sam­fé­lögum sem voru þróuð og fram­farir aug­ljós­ar.

Aðstæður eins og þessar geti komið upp, og að hlut­irnir geti breyst hratt til hins verra ef fólk hugs­aði ekki um að vernda lýð­ræðið og taka þátt í því að bæta sam­fé­lag­ið. Obama hefur að mestu haldið sig til hlés eftir að hann hætti sem for­seti og Trump tók við, en hefur þó gagn­rýnt áherslur hans í inn­flytj­enda­málum og einnig fleiri stefnu­mál, meðal ann­ars áherslur í utan­rík­is­málum og einkum áherslu hans á að slíta Banda­ríkin frá alþjóð­sam­starfi eins og Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Hann hefur lagt mesta áherslu á að virkja fólk til þátt­töku í stjórn­mál­um, og sagt því að taka lýð­ræðið alvar­lega. Ekk­ert komi af sjálfu sér og kæru­leysi geti leitt til mik­illa erf­ið­leika.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent