Helga Arnardóttir ráðin yfirritstjóri Birtíngs

Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna.

Helga Arnardóttir
Auglýsing

Sjón­varps­konan Helga Arn­ar­dóttir hefur verið ráðin yfir­rit­stjóri útgáfu­fé­lags­ins Birtíngs, sem gefur út frí­blaðið Mann­líf og tíma­ritin Gest­gjafann, Hús og híbýli og Vik­una.

Helga mun rit­stýra Mann­lífi og hafa yfir­um­sjón með áfram­hald­andi staf­rænni upp­bygg­ingu en Birtíngur opn­aði nýverið lífstílsvef­inn mann­lif.is, sem er sam­eig­in­legur vefur allra miðla félags­ins. Hún hefur störf 2. jan­úar næst­kom­and­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Birtíng­i. 

Auglýsing

Hún mun starfa náið með núver­andi rit­stjórum tíma­rita Birtíngs, leiða aukið sam­starf rit­stjórna og marka rit­stjórn­ar­stefnu Mann­lífs og mann­lif.­is. Frí­blað­inu er dreift inn á öll heim­ili á höfu­borg­ar­svæð­inu og er aðgengi­legt til nið­ur­hals á vefn­um, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

„Ég hlakka til að hefja störf hjá Birtíngi og lít á það sem mikla áskorun að takast á við prent­miðla á þessum tímum og finna þeim tryggan far­veg í síbreyti­legu fjöl­miðlaum­hverf­i,” segir Helga. „Það verður spenn­andi verk­efni að leiða nokkur af vin­sæl­ustu tíma­ritum lands­ins inn á nýjar brautir í hinum staf­ræna heimi og koma með ferskt frí­blað mán­að­ar­lega um brýn sam­fé­lags­mál, sem varða okkur öll og mál­efni líð­andi stund­ar.“

Helga hefur starfað í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kast­ljósi hjá Rík­is­út­varp­inu frá árinu 2014, og auk þess hefur hún fram­leitt og haft umsjón með heim­ild­ar­þætt­inum Mein­særið um rangar sak­ar­giftir í Geir­finns­mál­inu og fjög­urra þátta­röð um leik­feril Eddu Björg­vins­dóttur leikkon­u. 

Hún starf­aði í 7 ár á Stöð 2 sem frétta­maður í sjón­varpi og útvarpi, vakt­stjóri, frétta­þulur og dag­skrár­gerð­ar­maður í Íslandi í dag. Á Stöð 2 hafði hún umsjón með þátt­unum um Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­ið, Manns­hvörf á Íslandi og Óupp­lýst lög­reglu­mál.  

Hún hefur starfað við blaða­mennsku allt frá árinu 2002 og hóf störf sem frétta­maður hjá Rík­is­út­varp­inu 2004, þar til hún gekk til liðs við Stöð 2. Hún hlaut MA gráðu í International Journa­l­ism frá City Uni­versity of London árið 2010 með áherslu á sjón­varps­-og rann­sókn­ar­blaða­mennsku. Hún er með BA gráðu í stjórn­mála­fræði og frönsku frá Háskóla Íslands og stúd­ents­próf frá Mennta­skól­anum í Reykja­vík. 

Gunn­laugur Árna­son, stjórn­ar­for­maður Birtíngs, segir að Helga búi yfir mik­il­vægri reynslu á mörgum sviðum fjöl­miðl­un­ar. Hjá Birtíngi starfi hæfi­leik­a­ríkt fólk og muni Helga enn frekar styrkja rit­stjórn­arslag­kraft félags­ins.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent