Lára Björg nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið sér upplýsingafulltrúa.

Lára Björg Björnsdóttir
Auglýsing

Lára Björg Björns­dóttir hefur verið ráðin upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ákvörðun þess efnis var tekin á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Lára hefur starfað við almanna­tengsl og skipu­lagn­ingu við­burða und­an­farin ár. Hún sat í 15. sæti á fram­boðs­lista Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­um.

Lára Björg hefur starfað við blaða­mennsku og frétta­skrif um ára­bil, meðal ann­ars fyrir Frétta­blað­ið, Við­skipta­blaðið og Nýtt Líf. Þá skrif­aði hún lengi pistla á Kjarn­ann.

Auglýsing

Lára Björg starf­aði einnig sem sér­fræð­ingur hjá Lands­bank­anum og í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, þar á meðal hjá fasta­nefnd Íslands hjá NATO í Brus­sel. Hún skrif­aði bók­ina Takk Útrás­ar­vík­ing­ar.

Lára Björg er með BA gráðu í sagn­fræði frá Háskóla Íslands.

Þarf ekki að aug­lýsa

Starf upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar var búið til árið 2012 í for­­sæt­is­ráð­herra­­tíð Jóhönnu Sig­­urð­­ar­dóttur þegar hún leiddi rík­­is­­stjórn Sam­­fylk­ing­­ar­innar og Vinstri grænna. Jóhann Hauks­­son, fjöl­miðla­­mað­­ur, var fyrstur til þess að gegna þessu starfi en honum var sagt upp af rík­­is­­stjórn Sig­­mundar Dav­­íðs og Sig­­urður Már Jóns­son var ráð­inn í hans stað. Sig­urður Már var svo end­ur­ráðin af Bjarna Bene­dikts­syni þegar síð­asta rík­is­stjórn tók við í jan­úar en sagði starfi sínu lausu sama dag og ný rík­is­stjórn tók til starfa.

Ráðn­­ing upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar er gerð með sömu heim­ild í lögum um Stjórn­­­ar­ráð Íslands sem gerir ráð­herrum kleift að ráða til sín aðstoð­­ar­­menn og rík­­is­­stjórn að ráða þrjá til við­­bótar ef þörf kref­­ur. Ráðn­­ing upp­­lýs­inga­­full­­trú­ans fellur undir seinni lið þess­­arar máls­­greinar og er þess vegna einn af þessum þremur sem rík­­is­­stjórnin getur ráðið handa hverjum ráð­herra „ef þörf kref­­ur“.

Katrín Jak­obs­dóttir hefur þegar ráðið sér tvo aðstoð­­ar­­menn, Lísu Krist­jáns­dóttur og Berg­þóru Bene­dikts­dótt­ur.

Sam­­kvæmt skipu­­riti for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins heyra aðstoð­­ar­­menn beint undir for­­sæt­is­ráð­herra. Upp­­lýs­inga­­full­­trúar ann­­arra ráðu­­neyta heyra undir skrif­­stofu­­stjóra ráðu­­neyt­anna en ekki beint undir ráð­herra hverju sinni. Upp­­lýs­inga­­full­­trúar ráðu­­neyta þurfa þess vegna að vera ráðnir sam­­kvæmt reglum um opin­ber störf.

Það gildir ekki um upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent