Lára Björg nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið sér upplýsingafulltrúa.

Lára Björg Björnsdóttir
Auglýsing

Lára Björg Björns­dóttir hefur verið ráðin upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ákvörðun þess efnis var tekin á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Lára hefur starfað við almanna­tengsl og skipu­lagn­ingu við­burða und­an­farin ár. Hún sat í 15. sæti á fram­boðs­lista Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­um.

Lára Björg hefur starfað við blaða­mennsku og frétta­skrif um ára­bil, meðal ann­ars fyrir Frétta­blað­ið, Við­skipta­blaðið og Nýtt Líf. Þá skrif­aði hún lengi pistla á Kjarn­ann.

Auglýsing

Lára Björg starf­aði einnig sem sér­fræð­ingur hjá Lands­bank­anum og í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, þar á meðal hjá fasta­nefnd Íslands hjá NATO í Brus­sel. Hún skrif­aði bók­ina Takk Útrás­ar­vík­ing­ar.

Lára Björg er með BA gráðu í sagn­fræði frá Háskóla Íslands.

Þarf ekki að aug­lýsa

Starf upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar var búið til árið 2012 í for­­sæt­is­ráð­herra­­tíð Jóhönnu Sig­­urð­­ar­dóttur þegar hún leiddi rík­­is­­stjórn Sam­­fylk­ing­­ar­innar og Vinstri grænna. Jóhann Hauks­­son, fjöl­miðla­­mað­­ur, var fyrstur til þess að gegna þessu starfi en honum var sagt upp af rík­­is­­stjórn Sig­­mundar Dav­­íðs og Sig­­urður Már Jóns­son var ráð­inn í hans stað. Sig­urður Már var svo end­ur­ráðin af Bjarna Bene­dikts­syni þegar síð­asta rík­is­stjórn tók við í jan­úar en sagði starfi sínu lausu sama dag og ný rík­is­stjórn tók til starfa.

Ráðn­­ing upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar er gerð með sömu heim­ild í lögum um Stjórn­­­ar­ráð Íslands sem gerir ráð­herrum kleift að ráða til sín aðstoð­­ar­­menn og rík­­is­­stjórn að ráða þrjá til við­­bótar ef þörf kref­­ur. Ráðn­­ing upp­­lýs­inga­­full­­trú­ans fellur undir seinni lið þess­­arar máls­­greinar og er þess vegna einn af þessum þremur sem rík­­is­­stjórnin getur ráðið handa hverjum ráð­herra „ef þörf kref­­ur“.

Katrín Jak­obs­dóttir hefur þegar ráðið sér tvo aðstoð­­ar­­menn, Lísu Krist­jáns­dóttur og Berg­þóru Bene­dikts­dótt­ur.

Sam­­kvæmt skipu­­riti for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins heyra aðstoð­­ar­­menn beint undir for­­sæt­is­ráð­herra. Upp­­lýs­inga­­full­­trúar ann­­arra ráðu­­neyta heyra undir skrif­­stofu­­stjóra ráðu­­neyt­anna en ekki beint undir ráð­herra hverju sinni. Upp­­lýs­inga­­full­­trúar ráðu­­neyta þurfa þess vegna að vera ráðnir sam­­kvæmt reglum um opin­ber störf.

Það gildir ekki um upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent