Lára Björg nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið sér upplýsingafulltrúa.

Lára Björg Björnsdóttir
Auglýsing

Lára Björg Björns­dóttir hefur verið ráðin upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ákvörðun þess efnis var tekin á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Lára hefur starfað við almanna­tengsl og skipu­lagn­ingu við­burða und­an­farin ár. Hún sat í 15. sæti á fram­boðs­lista Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­um.

Lára Björg hefur starfað við blaða­mennsku og frétta­skrif um ára­bil, meðal ann­ars fyrir Frétta­blað­ið, Við­skipta­blaðið og Nýtt Líf. Þá skrif­aði hún lengi pistla á Kjarn­ann.

Auglýsing

Lára Björg starf­aði einnig sem sér­fræð­ingur hjá Lands­bank­anum og í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, þar á meðal hjá fasta­nefnd Íslands hjá NATO í Brus­sel. Hún skrif­aði bók­ina Takk Útrás­ar­vík­ing­ar.

Lára Björg er með BA gráðu í sagn­fræði frá Háskóla Íslands.

Þarf ekki að aug­lýsa

Starf upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar var búið til árið 2012 í for­­sæt­is­ráð­herra­­tíð Jóhönnu Sig­­urð­­ar­dóttur þegar hún leiddi rík­­is­­stjórn Sam­­fylk­ing­­ar­innar og Vinstri grænna. Jóhann Hauks­­son, fjöl­miðla­­mað­­ur, var fyrstur til þess að gegna þessu starfi en honum var sagt upp af rík­­is­­stjórn Sig­­mundar Dav­­íðs og Sig­­urður Már Jóns­son var ráð­inn í hans stað. Sig­urður Már var svo end­ur­ráðin af Bjarna Bene­dikts­syni þegar síð­asta rík­is­stjórn tók við í jan­úar en sagði starfi sínu lausu sama dag og ný rík­is­stjórn tók til starfa.

Ráðn­­ing upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar er gerð með sömu heim­ild í lögum um Stjórn­­­ar­ráð Íslands sem gerir ráð­herrum kleift að ráða til sín aðstoð­­ar­­menn og rík­­is­­stjórn að ráða þrjá til við­­bótar ef þörf kref­­ur. Ráðn­­ing upp­­lýs­inga­­full­­trú­ans fellur undir seinni lið þess­­arar máls­­greinar og er þess vegna einn af þessum þremur sem rík­­is­­stjórnin getur ráðið handa hverjum ráð­herra „ef þörf kref­­ur“.

Katrín Jak­obs­dóttir hefur þegar ráðið sér tvo aðstoð­­ar­­menn, Lísu Krist­jáns­dóttur og Berg­þóru Bene­dikts­dótt­ur.

Sam­­kvæmt skipu­­riti for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins heyra aðstoð­­ar­­menn beint undir for­­sæt­is­ráð­herra. Upp­­lýs­inga­­full­­trúar ann­­arra ráðu­­neyta heyra undir skrif­­stofu­­stjóra ráðu­­neyt­anna en ekki beint undir ráð­herra hverju sinni. Upp­­lýs­inga­­full­­trúar ráðu­­neyta þurfa þess vegna að vera ráðnir sam­­kvæmt reglum um opin­ber störf.

Það gildir ekki um upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent