Lára Björg nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið sér upplýsingafulltrúa.

Lára Björg Björnsdóttir
Auglýsing

Lára Björg Björns­dóttir hefur verið ráðin upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ákvörðun þess efnis var tekin á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Lára hefur starfað við almanna­tengsl og skipu­lagn­ingu við­burða und­an­farin ár. Hún sat í 15. sæti á fram­boðs­lista Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­um.

Lára Björg hefur starfað við blaða­mennsku og frétta­skrif um ára­bil, meðal ann­ars fyrir Frétta­blað­ið, Við­skipta­blaðið og Nýtt Líf. Þá skrif­aði hún lengi pistla á Kjarn­ann.

Auglýsing

Lára Björg starf­aði einnig sem sér­fræð­ingur hjá Lands­bank­anum og í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, þar á meðal hjá fasta­nefnd Íslands hjá NATO í Brus­sel. Hún skrif­aði bók­ina Takk Útrás­ar­vík­ing­ar.

Lára Björg er með BA gráðu í sagn­fræði frá Háskóla Íslands.

Þarf ekki að aug­lýsa

Starf upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar var búið til árið 2012 í for­­sæt­is­ráð­herra­­tíð Jóhönnu Sig­­urð­­ar­dóttur þegar hún leiddi rík­­is­­stjórn Sam­­fylk­ing­­ar­innar og Vinstri grænna. Jóhann Hauks­­son, fjöl­miðla­­mað­­ur, var fyrstur til þess að gegna þessu starfi en honum var sagt upp af rík­­is­­stjórn Sig­­mundar Dav­­íðs og Sig­­urður Már Jóns­son var ráð­inn í hans stað. Sig­urður Már var svo end­ur­ráðin af Bjarna Bene­dikts­syni þegar síð­asta rík­is­stjórn tók við í jan­úar en sagði starfi sínu lausu sama dag og ný rík­is­stjórn tók til starfa.

Ráðn­­ing upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar er gerð með sömu heim­ild í lögum um Stjórn­­­ar­ráð Íslands sem gerir ráð­herrum kleift að ráða til sín aðstoð­­ar­­menn og rík­­is­­stjórn að ráða þrjá til við­­bótar ef þörf kref­­ur. Ráðn­­ing upp­­lýs­inga­­full­­trú­ans fellur undir seinni lið þess­­arar máls­­greinar og er þess vegna einn af þessum þremur sem rík­­is­­stjórnin getur ráðið handa hverjum ráð­herra „ef þörf kref­­ur“.

Katrín Jak­obs­dóttir hefur þegar ráðið sér tvo aðstoð­­ar­­menn, Lísu Krist­jáns­dóttur og Berg­þóru Bene­dikts­dótt­ur.

Sam­­kvæmt skipu­­riti for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins heyra aðstoð­­ar­­menn beint undir for­­sæt­is­ráð­herra. Upp­­lýs­inga­­full­­trúar ann­­arra ráðu­­neyta heyra undir skrif­­stofu­­stjóra ráðu­­neyt­anna en ekki beint undir ráð­herra hverju sinni. Upp­­lýs­inga­­full­­trúar ráðu­­neyta þurfa þess vegna að vera ráðnir sam­­kvæmt reglum um opin­ber störf.

Það gildir ekki um upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent