Mánaðarlegum launagreiðslum til stórmeistara verður hætt

Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp í voru sem mun gera það að verkum að stórmeistarar í skák fá ekki lengur mánaðarlegar launagreiðslur úr launasjóði. Þess í stað munu þeir fá greiðslur að fyrirmynd listamannalauna.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, mun í mars leggja fram frum­varp sem felur í sér breyt­ingar á lögum um launa­sjóðs stór­meist­ara í skák. Breyt­ingin gerir ráð fyrir því að í stað launa­greiðslna til stór­meist­ara í skák komi til greiðslur að fyr­ir­mynd lista­manna­launa. Þetta kemur fram á þing­mála­skrárík­is­stjórn­ar­innar sem gerð var opin­ber í dag.

Íslenska ríkið hefur greitt stór­meist­urum í skák mán­að­ar­leg laun frá því að sér­stök lög þess efnis voru sam­þykkt árið 1989. Svavar Gests­son, þáver­andi mennta­mála­ráð­herra, lagði frum­varpið fram.

Sam­kvæmt reglu­gerð greið­ast laun stór­meist­ara mán­að­ar­lega og taka mið af launum lekt­ora við Háskóla Íslands. Sam­kvæmt launa­töflum akademískra starfs­manna frá því í júní 2017 eru lág­marks­laun lekt­ora 489.779 krónur á mán­uði og hámarks­laun þeirra geta numið 876.592 krónum á mán­uði.

Auglýsing

Í reglu­gerð mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að þeir sem njóti launa úr sjóðnum „skulu ekki vera fast­ráðnir til þess að gegna öðru starfi sem telst meira en þriðj­ungur úr stöðu­gildi meðan þeir fá greidd laun. Stór­meist­ari skal gera stjórn sjóðs­ins grein fyrir starfs­hlut­falli í öðrum störf­um.“

Þurfa að skila af sér 70 tíma vinnu­skyldu

Rétt til úthlut­unar úr Launa­sjóði stór­meist­ara eiga skák­menn sem öðl­ast hafa stór­­meist­ara­­titil alþjóða­skák­sam­bands­ins FIDE og „helga sig skák­list­inn­i“. Stór­meist­ar­arnir sem hafa þegið laun úr þurfa þó að inna af hendi kennslu við fram­halds­deild Skák­skóla Íslands eða sinna öðrum verk­efnum á vegum skól­ans eftir því sem stjórn Skák­skól­ans ákveð­ur.

Í reglu­gerð ráðu­neyt­is­ins seg­ir: „Vinnu­skylda stór­meist­ara við kennslu og fræðslu­störf, skal ákvarð­ast af stjórn Skák­­­skól­ans í sam­ráði við við­kom­andi stór­meist­ara. Hún skal vera að lág­marki 70 tímar árlega auk und­ir­bún­ings og getur verið fólgin í öðrum þáttum en beinni kennslu svo sem nám­skeiða­haldi, fjöltefli, fyr­ir­lestrum og aðstoð við und­ir­bún­ing full­trúa Íslands fyrir keppni. Stór­meist­ara ber að hafa sam­ráð við stjórn Skák­skól­ans ef þátt­taka í móti kemur í veg fyrir að kennslu­skyldu sé sinnt. Skipu­leggja aðilar þá hvernig bætt sé úr því. Stór­­meist­ara sem nýtur launa úr sjóðnum ber að tefla fyrir Íslands hönd þegar Skák­­­sam­band Íslands velur hann til keppni og á Skák­þingi Íslands nema lög­mæt for­föll hamli.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent