Mánaðarlegum launagreiðslum til stórmeistara verður hætt

Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp í voru sem mun gera það að verkum að stórmeistarar í skák fá ekki lengur mánaðarlegar launagreiðslur úr launasjóði. Þess í stað munu þeir fá greiðslur að fyrirmynd listamannalauna.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, mun í mars leggja fram frum­varp sem felur í sér breyt­ingar á lögum um launa­sjóðs stór­meist­ara í skák. Breyt­ingin gerir ráð fyrir því að í stað launa­greiðslna til stór­meist­ara í skák komi til greiðslur að fyr­ir­mynd lista­manna­launa. Þetta kemur fram á þing­mála­skrárík­is­stjórn­ar­innar sem gerð var opin­ber í dag.

Íslenska ríkið hefur greitt stór­meist­urum í skák mán­að­ar­leg laun frá því að sér­stök lög þess efnis voru sam­þykkt árið 1989. Svavar Gests­son, þáver­andi mennta­mála­ráð­herra, lagði frum­varpið fram.

Sam­kvæmt reglu­gerð greið­ast laun stór­meist­ara mán­að­ar­lega og taka mið af launum lekt­ora við Háskóla Íslands. Sam­kvæmt launa­töflum akademískra starfs­manna frá því í júní 2017 eru lág­marks­laun lekt­ora 489.779 krónur á mán­uði og hámarks­laun þeirra geta numið 876.592 krónum á mán­uði.

Auglýsing

Í reglu­gerð mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að þeir sem njóti launa úr sjóðnum „skulu ekki vera fast­ráðnir til þess að gegna öðru starfi sem telst meira en þriðj­ungur úr stöðu­gildi meðan þeir fá greidd laun. Stór­meist­ari skal gera stjórn sjóðs­ins grein fyrir starfs­hlut­falli í öðrum störf­um.“

Þurfa að skila af sér 70 tíma vinnu­skyldu

Rétt til úthlut­unar úr Launa­sjóði stór­meist­ara eiga skák­menn sem öðl­ast hafa stór­­meist­ara­­titil alþjóða­skák­sam­bands­ins FIDE og „helga sig skák­list­inn­i“. Stór­meist­ar­arnir sem hafa þegið laun úr þurfa þó að inna af hendi kennslu við fram­halds­deild Skák­skóla Íslands eða sinna öðrum verk­efnum á vegum skól­ans eftir því sem stjórn Skák­skól­ans ákveð­ur.

Í reglu­gerð ráðu­neyt­is­ins seg­ir: „Vinnu­skylda stór­meist­ara við kennslu og fræðslu­störf, skal ákvarð­ast af stjórn Skák­­­skól­ans í sam­ráði við við­kom­andi stór­meist­ara. Hún skal vera að lág­marki 70 tímar árlega auk und­ir­bún­ings og getur verið fólgin í öðrum þáttum en beinni kennslu svo sem nám­skeiða­haldi, fjöltefli, fyr­ir­lestrum og aðstoð við und­ir­bún­ing full­trúa Íslands fyrir keppni. Stór­meist­ara ber að hafa sam­ráð við stjórn Skák­skól­ans ef þátt­taka í móti kemur í veg fyrir að kennslu­skyldu sé sinnt. Skipu­leggja aðilar þá hvernig bætt sé úr því. Stór­­meist­ara sem nýtur launa úr sjóðnum ber að tefla fyrir Íslands hönd þegar Skák­­­sam­band Íslands velur hann til keppni og á Skák­þingi Íslands nema lög­mæt for­föll hamli.“Meira úr sama flokkiInnlent