2017 hefur verið vont fyrir Facebook en 2018 verður verra

Í umfjöllun Bloomberg segir að Facebook sé nú að glíma við miklar breytingar á regluverki sem gætu hert að þessum áhrifamikla risa á internetinu.

FAcebook
Auglýsing

Þrátt fyrir að Face­book sé sífellt stækk­andi veldi og efna­hagur fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið að styrkj­ast á árinu, þá hefur árið 2017 verið slæmt fyrir Face­book. En næsta ár verður verra.

Þetta segir Leonid Bers­hid­sky, blaða­maður Bloomberg, en mark­aðsvirði félags­ins nemur nú 523 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 55 þús­und millj­örðum króna. 

Á einu ári hefur virði Face­book hækkað um meira en 60 pró­sent. En það sem Bers­hid­sky hefur áhyggjur af, er að Face­book verði mið­punkt­ur­inn í miklum breyt­ingum á reglu­verki sem komi til með að þrengja að mögu­leikum Face­book til að verða efna­hags­legt stór­veldi. Þetta á meðal ann­ars við um lög og reglur ríkja um hvernig fara eigi með per­sónu­legar upp­lýs­ing­ar.

AuglýsingFace­book hefur verið mikið í umræð­unni á und­an­förnum árum ekki síst vegna þeirra áhrifa sem sam­fé­lags­mið­ill­inn hefur haft á sam­fé­lags­lega umræðu og stjórn­mál. 

Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, hefur sagt að fyr­ir­tækið sé með­við­tað um sam­fé­lags­legt mik­il­vægi sitt og hvað það hefur mikil áhrif á fjöl­miðla og stjórn­mál, en not­endur eru nú áætl­aðir meira en tveir millj­arð­ar, eða tæp­lega 30 pró­sent af öllum íbúum jarð­ar.

Jafnt og þétt hefur fyr­ir­tækið verið auka umsvif á aug­lýs­inga­mark­aði og sér ekki fyrir end­ann á þeirri þró­un.

Meira úr sama flokkiInnlent