Lagardère leggur fram beiðni um lögbann á Isavia

Lagardère Travel Retail fer þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt á afhendingu Isavia á trúnaðargögnum um fyrirtækið til Kaffitárs sem Isavia hefur í sinni vörslu.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Lag­ar­dère Tra­vel Retail hefur farið þess á leit við sýslu­manns­emb­ættið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að lög­bann verði lagt á afhend­ingu Isa­via á trún­að­ar­gögnum um fyr­ir­tækið til þriðja aðila sem Isa­via hefur í sinni vörslu í kjöl­far sam­keppni um leigu á aðstöðu undir versl­un­ar- og veit­inga­rekstur í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar árið 2014. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

Segir jafn­framt að um sé að ræða við­kvæmar fjár­hags­upp­lýs­ingar og við­skipta­skil­mála um starf­semi Lag­ar­dère. Afhend­ing gagn­anna væri brot á trún­að­ar­skyldu Isa­via við Lag­ar­dère en einnig á sam­keppn­is­lög­um.

Auglýsing

Lag­ar­dère tók þátt í útboði ásamt fleiri fyr­ir­tækj­um, inn­lendum og erlendum um leigu á aðstöðu undir versl­un­ar- og veit­inga­rekstur í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar vorið 2014. Aðrir þátt­tak­endur voru meðal ann­ars Icelanda­ir, Joe & the Juice, SSP frá Bret­landi auk fjölda ann­arra fyr­ir­tækja. Lag­ar­dère og fleiri aðilar voru valdir sem rekstr­ar­að­ilar í þeirri sam­keppni og hefur nú rekið veit­inga- og kaffi­hús á flug­stöð­inni í rúm­lega tvö ár.

Í útboð­inu fékk Kaffi­tár ekki að leigja áfram versl­un­ar­rými í Leifs­stöð. Aðal­heiður Héð­ins­dótt­ir, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Kaffi­társ, var ósátt við að fyr­ir­tækið hefði ekki fengið versl­un­ar­rými í kjöl­far útboðs­ins og skoð­aði hún rétt­ar­stöðu sína í kjöl­farið og krafð­ist gagna um útboðið frá Isa­via.

Kaffi­tár fær hluta af gögnum

Í úrskurði sem féll þann 2. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn var fall­ist á að Kaffi­tár fengi hluta af gögn­unum um útboðið óyf­ir­strikuð en að hluta var fall­ist á Isa­via þyrfti ekki að veita fyr­ir­tæk­inu aðgang að öllum gögn­unum í mál­in­u. 

Aðal­heiður sagði í við­tali við Stund­ina í nóv­em­ber síð­ast­liðnum að Isa­via hefði sótt um frestun rétt­ar­á­hrifa vegna úrskurð­ar­ins og að það þýddi að rík­is­fyr­ir­tækið muni ekki þurfa að veita Kaffi­tári aðgang að gögn­unum strax. „Isa­via hefur farið fram á frestun rétt­ar­á­hrifa, alveg eins og þeir hafa gert áður. Þetta er átt­undi úrskurð­ur­inn sem kemur og alltaf er þetta okkur í vil,“ sagði Aðal­heiður við Stund­ina.

Mót­mæla afhend­ingu frek­ari gagna

Í til­kynn­ingu frá Lag­ar­dère segir að öll hin fyr­ir­tæk­in, sem öll séu í sam­keppn­is­rekstri, hafi skrifað undir ákvæði um trún­að­ar­skyldu við Isa­via um með­ferð við­skipta- og fjár­hags­upp­lýs­inga. „Isa­via hefur þó engu að síður nú þegar afhent mikið magn við­kvæmra trún­að­ar­gagna um fyr­ir­tækin til keppi­nautar þeirra þar sem þó var, eftir til­mæli frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, strikað yfir við­kvæm­ustu upp­lýs­ing­arn­ar. Sam­keppn­is­eft­ir­litið ályktaði að afhend­ing þeirra kynni að fela í sér röskun á sam­keppn­i. 

Öll þau gögn, sem þegar er búið að afhenda, ættu að nægja til að varpa ljósi á hvað eina sem gerð­ist í aðdrag­anda og eftir for­valið árið 2014, en ekk­ert hefur komið fram um að eitt­hvað mis­jafnt, óeðli­legt eða ólög­legt hafi átt sér stað. Nú er svo komið að úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefur kveðið á um að Isa­via skuli ganga enn lengra og afhenda þriðja aðila trún­að­ar­gögn um fjár­hag og rekstur Lag­ar­dère í heild sinni, án yfir­strik­ana,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent