Lagardère leggur fram beiðni um lögbann á Isavia

Lagardère Travel Retail fer þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt á afhendingu Isavia á trúnaðargögnum um fyrirtækið til Kaffitárs sem Isavia hefur í sinni vörslu.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Lag­ar­dère Tra­vel Retail hefur farið þess á leit við sýslu­manns­emb­ættið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að lög­bann verði lagt á afhend­ingu Isa­via á trún­að­ar­gögnum um fyr­ir­tækið til þriðja aðila sem Isa­via hefur í sinni vörslu í kjöl­far sam­keppni um leigu á aðstöðu undir versl­un­ar- og veit­inga­rekstur í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar árið 2014. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

Segir jafn­framt að um sé að ræða við­kvæmar fjár­hags­upp­lýs­ingar og við­skipta­skil­mála um starf­semi Lag­ar­dère. Afhend­ing gagn­anna væri brot á trún­að­ar­skyldu Isa­via við Lag­ar­dère en einnig á sam­keppn­is­lög­um.

Auglýsing

Lag­ar­dère tók þátt í útboði ásamt fleiri fyr­ir­tækj­um, inn­lendum og erlendum um leigu á aðstöðu undir versl­un­ar- og veit­inga­rekstur í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar vorið 2014. Aðrir þátt­tak­endur voru meðal ann­ars Icelanda­ir, Joe & the Juice, SSP frá Bret­landi auk fjölda ann­arra fyr­ir­tækja. Lag­ar­dère og fleiri aðilar voru valdir sem rekstr­ar­að­ilar í þeirri sam­keppni og hefur nú rekið veit­inga- og kaffi­hús á flug­stöð­inni í rúm­lega tvö ár.

Í útboð­inu fékk Kaffi­tár ekki að leigja áfram versl­un­ar­rými í Leifs­stöð. Aðal­heiður Héð­ins­dótt­ir, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Kaffi­társ, var ósátt við að fyr­ir­tækið hefði ekki fengið versl­un­ar­rými í kjöl­far útboðs­ins og skoð­aði hún rétt­ar­stöðu sína í kjöl­farið og krafð­ist gagna um útboðið frá Isa­via.

Kaffi­tár fær hluta af gögnum

Í úrskurði sem féll þann 2. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn var fall­ist á að Kaffi­tár fengi hluta af gögn­unum um útboðið óyf­ir­strikuð en að hluta var fall­ist á Isa­via þyrfti ekki að veita fyr­ir­tæk­inu aðgang að öllum gögn­unum í mál­in­u. 

Aðal­heiður sagði í við­tali við Stund­ina í nóv­em­ber síð­ast­liðnum að Isa­via hefði sótt um frestun rétt­ar­á­hrifa vegna úrskurð­ar­ins og að það þýddi að rík­is­fyr­ir­tækið muni ekki þurfa að veita Kaffi­tári aðgang að gögn­unum strax. „Isa­via hefur farið fram á frestun rétt­ar­á­hrifa, alveg eins og þeir hafa gert áður. Þetta er átt­undi úrskurð­ur­inn sem kemur og alltaf er þetta okkur í vil,“ sagði Aðal­heiður við Stund­ina.

Mót­mæla afhend­ingu frek­ari gagna

Í til­kynn­ingu frá Lag­ar­dère segir að öll hin fyr­ir­tæk­in, sem öll séu í sam­keppn­is­rekstri, hafi skrifað undir ákvæði um trún­að­ar­skyldu við Isa­via um með­ferð við­skipta- og fjár­hags­upp­lýs­inga. „Isa­via hefur þó engu að síður nú þegar afhent mikið magn við­kvæmra trún­að­ar­gagna um fyr­ir­tækin til keppi­nautar þeirra þar sem þó var, eftir til­mæli frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, strikað yfir við­kvæm­ustu upp­lýs­ing­arn­ar. Sam­keppn­is­eft­ir­litið ályktaði að afhend­ing þeirra kynni að fela í sér röskun á sam­keppn­i. 

Öll þau gögn, sem þegar er búið að afhenda, ættu að nægja til að varpa ljósi á hvað eina sem gerð­ist í aðdrag­anda og eftir for­valið árið 2014, en ekk­ert hefur komið fram um að eitt­hvað mis­jafnt, óeðli­legt eða ólög­legt hafi átt sér stað. Nú er svo komið að úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefur kveðið á um að Isa­via skuli ganga enn lengra og afhenda þriðja aðila trún­að­ar­gögn um fjár­hag og rekstur Lag­ar­dère í heild sinni, án yfir­strik­ana,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent