Katrín ætlar ekki að gera kröfu um afsögn Sigríðar

Forsætisráðherra segist taka niðurstöðu Hæstaréttar í Landsréttarmálinu mjög alvarlega. Í málinu komst dómstóllinn að því að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum. Katrín mun þó ekki gera kröfu um að Sigríður Á. Andersen víki úr ríkisstjórn.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar ekki að gera kröfu um að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttarmálsins. Hún segist ekki hafa gert kröfu um afsögn Sigríðar í umræðum um málið á þingi í vor og það geri hún heldur ekki núna. Katrín segist hins vegar taka niðurstöðu Hæstaréttar mjög alvarlega.

Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn Kjarnans um málið.

Hæsti­réttur birti í gær nið­ur­stöðu sína í máli sem tveir umsækj­endur um stöðu Lands­rétt­ar­dóm­ara höfðu höfðað gegn íslenska rík­inu. Í dómnum kemur fram að Sigríður hafi brotið gegn ­stjórnsýslulögum þegar hún vék frá hæfn­is­mati dóm­nefndar um skipun 15 dóm­ara í Lands­rétt.

Í dómi hans segir enn fremur að Sig­ríður hafi að lág­marki átt að gera sam­an­burð á hæfni ann­ars vegar fjög­urra umsækj­enda sem dóm­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­ustu en Sig­ríður ákvað að gera ekki til­lögu um að yrðu skip­að­ir, og þeirra fjög­urra sem hún ákvað frekar að skipa. Það hafi hún ekki gert og gögn máls­ins bentu ekki til þess að nein slík rann­sókn hefði farið fram af hálfu Sig­ríð­ar.

Í dómnum seg­ir: „Sam­kvæmt því hefði máls­með­ferð hans verið and­stæð 10. gr. stjórnsýslulaga og af því leiddi að það sama ætti við um með­ferð Alþingis á til­lögu ráð­herra þar sem ekki hefði verið bætt úr þeim ann­mörkum sem máls­með­ferð ráð­herra var hald­in.“

Aðstoðarmaður Sigríðar sagði í gær í svari við fyrirspurn Kjarnans að dómsmálaráðherra myndi ekki segja af sér embætti í kjölfar dóms Hæstaréttar.

Katrín, sem þá sat í stjórnarandstöðu, gagnrýndi málsmeðferðina mjög í vor þegar hún var til umræðu á Alþingi. Þá flutti hún meðal annars álit minni hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í málinu.

Í dag er hún forsætisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þar sem Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherra. 

Auglýsing
Katrín segir að hún hafi ekki gert kröfu um afsögn Sigríðar í vor og það geri hún heldur ekki nú, þótt hún taki niðurstöðu Hæstaréttar mjög alvarlega. „Niðurstaða Hæstaréttar staðfestir það sem kom fram í nefndaráliti minnihlutans, sem ég stóð að ásamt fleirum, við meðferð málsins á Alþingi. Það er að ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu með eðlilegum hætti og því hafi málsmeðferð ekki verið hafin yfir vafa. Þrátt fyrir þessar athugasemdir ákvað meirihluti Alþingis að staðfesta tillögu ráðherra. Í þessu sambandi má þó líta til þess, óháð niðurstöðu Hæstaréttar, að þau sjónarmið sem ráðherra lagði til grundvallar voru annars vegar jafnréttissjónarmið sem var í takt við fyrri umræðu á Alþingi og hins vegar dómarareynsla sem í forsendum Héraðsdóms kemur fram að hafi verið málefnalegt í sjálfu sér. Meðal annars á þessum grundvelli staðfesti meirihluti Alþingis á sínum tíma tillögu ráðherra en um aðkomu Alþingis er einnig fjallað í dómi Hæstaréttar.

Hún telur að það verði að gaumgæfa niðurstöðuna. „Það er fullt tilefni til þess að Alþingi endurskoði gildandi ákvæði laga um skipan dómara og skýri málsmeðferðarreglur og heimildir ráðherra til að víkja frá áliti dómnefndar sem eru í gildandi lögum. Við eigum að læra af þessari niðurstöðu til að svona mál endurtaki sig ekki.“

Kjarn­inn birti ítar­lega frétta­skýr­ingu um málið í gær. Hana má lesa hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent