Á þriðja hundrað mál bíða nýrra héraðsdómara

Töf hefur orðið á skipun nýrra héraðsdómara. Gæti tafist enn frekar. Dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur segir bagalegt ef skipunin tefst mikið lengur.

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Auglýsing

Þeir sjö dóm­arar sem færðu sig frá Hér­aðs­dómi Reykja­víkur yfir í Lands­rétt nú um ára­mótin hafa á höndum sínum 220-230 mál. Dóm­stjóri við dóm­stól­inn segir það baga­legt ef skipun dóm­ar­anna dregst langt fram í jan­ú­ar, hvað þá leng­ur.

Hér­aðs­dóm­stóla lands­ins vantar nú átta dóm­ara eftir að hluti þeirra færð­ist yfir til Lands­réttar sem tók form­lega til starfa þann 1. jan­úar á þessu ári. Þá mun einn dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur láta af störfum þann 23. jan­úar næst­kom­andi vegna ald­urs.

Töf hefur orðið á ráðn­ingum nýrra dóm­ara. Til stóð að þeir átta dóm­arar sem aug­lýst hafði verið eftir yrðu skip­aðir þann 1. jan­ú­ar. Ljóst var í júní á síðsta ári að tölu­verðan fjölda nýrra hér­aðs­dóm­ara þyrfti að fá til starfa, þegar ákveðið var hverjir myndu færa sig yfir í hinn nýja Lands­rétt. Stöð­urnar voru aug­lýstar í sept­em­ber. Í byrjun októ­ber kom í ljós að Sig­ríður Á. And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra, er van­hæf til að fara með mál­ið, þar sem hluti umsækj­enda var meðal þeirra sem höfðu stefnt henni vegna þess að hún hafði ákveðið að ganga fram hjá þeim við skipun dóm­ara í Lands­rétt, þvert á nið­ur­stöðu hæf­is­nefndar um hæfi umsækj­enda um emb­ætt­in. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra var því settur ráð­herra dóms­mála í þessu ein­staka máli, að fara með skip­anir í emb­ætti hér­aðs­dóm­ara.

Auglýsing

Símon Sig­valda­son dóm­stjóri við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur sagði í sam­tali við Kjarn­ann fyrir helgi að í þeim málum sem þeir sjö dóm­arar sem hafa hætt skilja eftir sig, og nýir dóm­arar eiga að taka við, sé í sumum til­fellum búið að ákveða aðal­með­ferð í jan­ú­ar. Öðrum í febr­úar eða mars. Í rest­inni af málum þess­ara dóm­ara hefur slíku verið frestað eða ekki komið að því að halda aðal­með­ferð. Hann segir að ef skipun í þessi emb­ætti kemur þá í vik­unni eða stuttu eftir nýliðna helgi verði ekki of mikil röskun á störfum dóm­stóls­ins. Drag­ist hún eitt­hvað lengur muni þurfa að fresta málum sem sé alltaf slæmt. Þeir dóm­arar sem nú starfa við dóm­stólin eru með þétta dag­skrá og ekki sé hægt að færa málin yfir á þá. Símon mun sjálfur hlaupa undir bagga í stuttum fyr­ir­tökum mála nú næstu daga. Hann segir þó að hjá hér­aðs­dómi líkt og víða ann­ars staðar sé minna um að vera fyrstu daga árs­ins en aðra daga en von­ast eftir því að fá nýja dóm­ara til starfa sem allra fyrst.

Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar gerði stuttu fyrir jól athuga­semdir á Alþingi við að hér­aðs­dóm­stólar á Íslandi muni „tæm­ast“ um ára­mót og kall­aði eftir svörum bæði dóms­mála­ráð­herra sjálfs og setts ráð­herra um hvort sú staða væri ásætt­an­leg. Guð­laugur Þór settur dóms­mála­ráð­herra svar­aði henni til að dóm­stólar lands­ins myndu ekki tæm­ast þrátt fyrir að ekki verði búið að skipa þessa átta dóm­ara og taldi ekki til­efni til að vera með miklar svart­sýn­is­spár.

Ljóst er að skipun dóm­ar­anna mun tefj­ast enn frekar þar sem utan­rík­is­ráð­herra sendi dóm­nefnd um hæfni dóm­ara bréf þann 29. des­em­ber þar sem tölu­verðar aðfinnslur voru gerðar um nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar. Nefndin skil­aði nið­ur­stöðu sinni til ráðu­neyt­is­ins þann 21. des­em­ber. Taldi ráð­herra rök­stuðn­ingi nefnd­ar­innar ábóta­vant og því ekki for­sendur til að taka afstöðu til efn­is­legs mats hennar og þannig leggja mat á hvort hann tekur undir það mat eða hvort til­efni sé til að gera til­lögu um skipun ann­arra umsækj­enda. Ráð­herra sendi nefnd­inni bréf þar sem þess var farið á leit að hún útskýrði betur með hvaða hætti matið var fram­kvæmt og hvers vegna þessir átta umsækj­endur voru metnir hæf­ari en aðrir umsækj­end­ur.

Nefndin skil­aði ráð­herra svari við bréf­inu þann 3. jan­ú­ar. Þar var það meðal ann­ars tekið fram að nefndin lúti ekki boð­valdi ráð­herra og nokkrum aðfinnslum svar­að. Ráð­herra hefur ekki brugð­ist við svar­bréfi nefnd­ar­inn­ar.

Fyrir liggur að sam­kvæmt nýföllnum dómi Hæsta­réttar í máli umsækj­enda um dóm­ara­stöður við Lands­rétt að ráð­herra ber, ákveði við­kom­andi að fylgja ekki nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar, að fram­kvæma sjálf­stæða rann­sókn á hæfni þeirra umsækj­enda sem ráð­herra vill skipa í emb­ætti en dóm­nefndin telur ekki meðal þeirra hæf­ustu. Slík rann­sókn myndi að öllum lík­indum taka ein­hverjar vik­ur, jafn­vel mán­uði og þannig tefja skipun dóm­ar­anna enn frek­ar.

Krónan styrkist og Icelandair rýkur upp
Markaðsvirði Icelandair hefur sveiflast mikið eftir því hvernig því sem tíðindi hafa borist af fjármögnunarviðræðum WOW air.
Kjarninn 17. desember 2018
Forseti og varaforsetar Alþingis segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið
Varaforsetar Alþingis eru sex. Eftir að hafa metið athugasemdir, var ákveðið að segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið.
Kjarninn 17. desember 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Brexit: Hvers vegna eru allir á taugum vegna Írlands?
Kjarninn 17. desember 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Hann hefur farið fram á að Már Guðmundsson seðlabankastjóri segi af sér vegna Samherjamálsins.
Bankaráð Seðlabanka Íslands biður aftur um frest vegna Samherjamáls
Bankaráð Seðlabanka Íslands vonast til þess að geta svarað erindi forsætisráðherra um hið svokallaða Samherjamál „í upphafi nýs árs“. Upphaflega fékk ráðið frest til 7. desember til að svara erindinu.
Kjarninn 17. desember 2018
Ríkisendurskoðun segir „óheppilegt“ að greining á vanda Íslandspósts liggi ekki fyrir
Íslenska ríkið ætlar að lána Íslandspósti stórfé þrátt fyrir að ekki liggi fyrir greining á því hvað valdi miklum rekstrarvanda. Ríkisendurskoðun telur það óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig eigi að taka á vandanum áður en fjármagn sé sett í það.
Kjarninn 17. desember 2018
Alvotech
Fuji Pharma fjár­festir í Al­votech fyr­ir 6,2 milljarða
Japanska lyfjafyrirtækið Fuji pharma hefur keypt 4,6 prósent eignarhlut í íslenska lyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir 6,2 milljarða króna.
Kjarninn 17. desember 2018
Vextir óverðtryggðra lána hækkað um allt að 1,25 prósentustig á árinu
Hjá bönkum landsins hafa fastir vextir óverðtryggðra lána hækkað mest allra vaxta. Frá janúar 2018 hafa fastir vextir óverðtryggðra lána hækkað um 1,25 prósentustig hjá Íslandsbanka og eru nú hæstir vaxta eða 7,40 prósent í desember.
Kjarninn 17. desember 2018
Freyja Haraldsdóttir
Freyja: Orðræðan sársaukafull fyrir þolendur og viðheldur ofbeldismenningu
Orðræðan um að ekki allir þingmenn eða karlar séu blindfullir á bar að tala með ofbeldisfullum hætti um konur og jaðarsetta hópa getur verið afar sársaukafull fyrir þolendur, að mati Freyju Haraldsdóttur.
Kjarninn 17. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent