Stjórnmálaflokkarnir vinna saman að aðgerðaáætlun vegna #metoo-byltingar

Markmið áætlunarinnar er að til séu verkferlar sem flokkarnir geta stuðst við, verði tilkynnt um kynferðisáreiti innan þeirra.

Metoo
Auglýsing

Stjórn­mála­flokk­arnir hafa boðað fund þar sem mark­miðið er að leggja fram drög að sam­eig­in­legri aðgerða­á­ætlun gegn kyn­ferð­is­legu áreiti, ofbeldi og mis­mun­un. Mark­miðið er að búa til verk­lags­reglur sem flokk­arnir geta farið eft­ir, komi upp til­kynn­ing um kyn­ferð­is­áreiti innan þeirra. Fund­ur­inn mun fara fram 22. jan­úar næst­kom­andi.

­Flokk­arnir sem um ræðir eru Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Pírat­ar, Vinstri græn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Mið­flokk­ur­inn, Björt fram­tíð, Við­reisn, Sam­fylk­ingin og Flokkur fólks­ins. Anna Lísa Björns­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri Vinstri grænna er einn skipu­leggj­enda við­burð­ar­ins. Hún segir að góð sam­staða sé innan flokk­anna til að taka höndum saman og að allir flokk­arnir sýni verk­efn­inu áhuga.

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra og for­seti Banda­lag íslenskra lista­manna, verður fund­ar­stjóri á fund­in­um. Hún segir að það sé merki­legt að allir stjórn­mála­flokk­arnir ætli að koma saman til að standa með #metoo-hreyf­ing­unni. Hún segir að stjórn­mála­flokk­arnir beri upp starf stjórn­kerf­is­ins á lands­vísu og því séu þeir í góðri stöðu til að sýna for­dæmi. Henni finnst frá­bært að flokk­arnir taki þessu svona alvar­lega með því að koma saman í þeim til­gangi að vald­efla konur og breyta kúlt­úrnum sem byggir á vald­boði og jað­ar­setn­ingu kvenna.

Auglýsing

#Metoo-­bylt­ing­in, sem byrj­aði í Hollywood, hefur farið eins og eldur um sinu um íslenskt sam­fé­lag. Nú þegar hafa 13 starfs­hópar kvenna stigið fram með sínar sögur af kyn­ferð­is­áreiti á vinnu­stöð­um. Kol­brún segir að ætla megi að fleiri stigi fram í kjöl­far­ið.Meira úr sama flokkiInnlent