Markaðsvirði skráðra félaga tæplega tvöfalt eigið fé þeirra

Markaðsvirði Marel er nú um 30 prósent af heildarvirði skráðra félaga á aðallista kauphallarinnar.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Eins og staða mála er nú hjá skráðum félög­um, á aðal­l­ista kaup­hallar Íslands, nemur mark­aðsvirði þeirra 770,3 millj­örðum króna og eigið fé (mis­munur eigna og skulda) þeirra er 432,8 millj­arðar króna.

Virði félag­anna - sam­an­lagt - nemur því 1,7 sinnum eigið fé.

Mestur munur á mark­aðsvirði og eigin fé er hjá Nýherja (Origo) en þar er mark­aðsvirðið 12,1 millj­arð­ur, eða sem nemur rúm­lega fjór­földu eigin fé, sem er 2,7 millj­arð­ar.

Auglýsing

Sé litið til þessa mæli­kvarða er staða félag­anna mis­mun­andi, ekki síst eftir geir­um. Trygg­ing­ar­fé­lögin eru með svip­aða stöðu, það er að mark­aðsvirði þeirra er 1,6 til 1,7 sinnum eigið féð.

Hér má sjá hvernig verðþróun var á hlutabréfum á árinu.Mark­aðsvirði VÍS er 25,4 millj­arðar (eigið fé 16,1), mark­aðsvirði TM 22,5 millj­arðar (eigið fé 13) og mark­aðsvirði Sjóvá 23,7 millj­arðar (eigið fé 14,8).

Mik­ill munu er á fjar­skipta­fé­lög­un­um, en mark­aðsvirði Voda­fone nemur nú tæp­lega 20 millj­örð­um, en hjá Sím­anum er virðið 37,7 millj­arð­ar. Í til­felli Voda­fone er virðið 2,5 sinnum eigið féð, sem nemur 7,7 millj­örð­um. Hjá Sím­anum er eigið féð svipað og mark­aðsvirð­ið, eða 35,9 millj­arð­ar.

Fast­eigna­fé­lög­in, Eik, Reitir og Reg­inn, eru svipuð á þennan mæli­kvarða, með verð­miða sem nemur 1,2 til 1,3 sinnum eigið fé. Mark­aðsvirði Eik er 34,9 millj­arðar (eigið fé 27,8 millj­arð­ar), virði Reita er 61,3 millj­arðar (eigið fé 47,8 millj­arð­ar) og virði Reg­ins er 39,9 millj­arðar (eigið fé 33,7 millj­arð­ar).

Eitt félag á mark­aðnum er lang­sam­lega verð­mætast, Mar­el. Virði þess nemur 230 millj­örðum króna eða um 30 pró­sent af öllum mark­aðsvirð­in­u. 

Mark­aðsvirði þess er 3,4 sinnum eigið fé, sem nemur 67 millj­örðum í dag.

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent