Markaðsvirði skráðra félaga tæplega tvöfalt eigið fé þeirra

Markaðsvirði Marel er nú um 30 prósent af heildarvirði skráðra félaga á aðallista kauphallarinnar.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Eins og staða mála er nú hjá skráðum félög­um, á aðal­l­ista kaup­hallar Íslands, nemur mark­aðsvirði þeirra 770,3 millj­örðum króna og eigið fé (mis­munur eigna og skulda) þeirra er 432,8 millj­arðar króna.

Virði félag­anna - sam­an­lagt - nemur því 1,7 sinnum eigið fé.

Mestur munur á mark­aðsvirði og eigin fé er hjá Nýherja (Origo) en þar er mark­aðsvirðið 12,1 millj­arð­ur, eða sem nemur rúm­lega fjór­földu eigin fé, sem er 2,7 millj­arð­ar.

Auglýsing

Sé litið til þessa mæli­kvarða er staða félag­anna mis­mun­andi, ekki síst eftir geir­um. Trygg­ing­ar­fé­lögin eru með svip­aða stöðu, það er að mark­aðsvirði þeirra er 1,6 til 1,7 sinnum eigið féð.

Hér má sjá hvernig verðþróun var á hlutabréfum á árinu.Mark­aðsvirði VÍS er 25,4 millj­arðar (eigið fé 16,1), mark­aðsvirði TM 22,5 millj­arðar (eigið fé 13) og mark­aðsvirði Sjóvá 23,7 millj­arðar (eigið fé 14,8).

Mik­ill munu er á fjar­skipta­fé­lög­un­um, en mark­aðsvirði Voda­fone nemur nú tæp­lega 20 millj­örð­um, en hjá Sím­anum er virðið 37,7 millj­arð­ar. Í til­felli Voda­fone er virðið 2,5 sinnum eigið féð, sem nemur 7,7 millj­örð­um. Hjá Sím­anum er eigið féð svipað og mark­aðsvirð­ið, eða 35,9 millj­arð­ar.

Fast­eigna­fé­lög­in, Eik, Reitir og Reg­inn, eru svipuð á þennan mæli­kvarða, með verð­miða sem nemur 1,2 til 1,3 sinnum eigið fé. Mark­aðsvirði Eik er 34,9 millj­arðar (eigið fé 27,8 millj­arð­ar), virði Reita er 61,3 millj­arðar (eigið fé 47,8 millj­arð­ar) og virði Reg­ins er 39,9 millj­arðar (eigið fé 33,7 millj­arð­ar).

Eitt félag á mark­aðnum er lang­sam­lega verð­mætast, Mar­el. Virði þess nemur 230 millj­örðum króna eða um 30 pró­sent af öllum mark­aðsvirð­in­u. 

Mark­aðsvirði þess er 3,4 sinnum eigið fé, sem nemur 67 millj­örðum í dag.

Með hraða snigilsins
Í febrúar 2008 undirrituðu samgönguráðherrar Danmerkur og Þýskalands samkomulag um brúargerð yfir Femern sundið milli Rødby í Danmörku og Puttgarden í Þýskalandi. Þá höfðu árum saman staðið yfir umræður um ,,akveg“ yfir sundið.
18. mars 2018
Leggja til miklar breytingar á menntastefnunni
Sjálfstæðismenn vilja breytingar á menntamálum þjóðarinnar.
17. mars 2018
Sjálfstæðismenn vilja RÚV af auglýsingamarkaði og afnema VSK á fjölmiðla
Í ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins, á 43. landsfundi flokksins, kemur fram að flokkurinn vilji meiri áherslu RÚV á innlent efni og að virðisaukaskattur verði afnuminn á fjölmiðla.
17. mars 2018
Helga Dögg Sverrisdóttir
Mæður beita börn sín oftar ofbeldi en feður
17. mars 2018
Fjármálakerfið að komast á þann stað að áhættusækni er að aukast
Már Guðmundsson segir að það sé mikilvægt að söluferli Arion banka gangi vel. Áhættusækni sé að vaxa í íslensku bankakerfi og eftirlitsaðilar þurfi að sjá til þess að hún gangi ekki of langt.
17. mars 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Unghugar
17. mars 2018
Stúlkur velja frekar spænsku en piltar þýsku
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni vilja framhaldsskólanemar helst læra þýsku og spænsku sem þriðja tungumál.
17. mars 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin og Ögmundur tókust harkalega á um umdeilt málþing um Sýrland
17. mars 2018
Meira úr sama flokkiInnlent