Markaðsvirði skráðra félaga tæplega tvöfalt eigið fé þeirra

Markaðsvirði Marel er nú um 30 prósent af heildarvirði skráðra félaga á aðallista kauphallarinnar.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Eins og staða mála er nú hjá skráðum félög­um, á aðal­l­ista kaup­hallar Íslands, nemur mark­aðsvirði þeirra 770,3 millj­örðum króna og eigið fé (mis­munur eigna og skulda) þeirra er 432,8 millj­arðar króna.

Virði félag­anna - sam­an­lagt - nemur því 1,7 sinnum eigið fé.

Mestur munur á mark­aðsvirði og eigin fé er hjá Nýherja (Origo) en þar er mark­aðsvirðið 12,1 millj­arð­ur, eða sem nemur rúm­lega fjór­földu eigin fé, sem er 2,7 millj­arð­ar.

Auglýsing

Sé litið til þessa mæli­kvarða er staða félag­anna mis­mun­andi, ekki síst eftir geir­um. Trygg­ing­ar­fé­lögin eru með svip­aða stöðu, það er að mark­aðsvirði þeirra er 1,6 til 1,7 sinnum eigið féð.

Hér má sjá hvernig verðþróun var á hlutabréfum á árinu.Mark­aðsvirði VÍS er 25,4 millj­arðar (eigið fé 16,1), mark­aðsvirði TM 22,5 millj­arðar (eigið fé 13) og mark­aðsvirði Sjóvá 23,7 millj­arðar (eigið fé 14,8).

Mik­ill munu er á fjar­skipta­fé­lög­un­um, en mark­aðsvirði Voda­fone nemur nú tæp­lega 20 millj­örð­um, en hjá Sím­anum er virðið 37,7 millj­arð­ar. Í til­felli Voda­fone er virðið 2,5 sinnum eigið féð, sem nemur 7,7 millj­örð­um. Hjá Sím­anum er eigið féð svipað og mark­aðsvirð­ið, eða 35,9 millj­arð­ar.

Fast­eigna­fé­lög­in, Eik, Reitir og Reg­inn, eru svipuð á þennan mæli­kvarða, með verð­miða sem nemur 1,2 til 1,3 sinnum eigið fé. Mark­aðsvirði Eik er 34,9 millj­arðar (eigið fé 27,8 millj­arð­ar), virði Reita er 61,3 millj­arðar (eigið fé 47,8 millj­arð­ar) og virði Reg­ins er 39,9 millj­arðar (eigið fé 33,7 millj­arð­ar).

Eitt félag á mark­aðnum er lang­sam­lega verð­mætast, Mar­el. Virði þess nemur 230 millj­örðum króna eða um 30 pró­sent af öllum mark­aðsvirð­in­u. 

Mark­aðsvirði þess er 3,4 sinnum eigið fé, sem nemur 67 millj­örðum í dag.

Krónan styrkist og Icelandair rýkur upp
Markaðsvirði Icelandair hefur sveiflast mikið eftir því hvernig því sem tíðindi hafa borist af fjármögnunarviðræðum WOW air.
Kjarninn 17. desember 2018
Forseti og varaforsetar Alþingis segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið
Varaforsetar Alþingis eru sex. Eftir að hafa metið athugasemdir, var ákveðið að segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið.
Kjarninn 17. desember 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Brexit: Hvers vegna eru allir á taugum vegna Írlands?
Kjarninn 17. desember 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Hann hefur farið fram á að Már Guðmundsson seðlabankastjóri segi af sér vegna Samherjamálsins.
Bankaráð Seðlabanka Íslands biður aftur um frest vegna Samherjamáls
Bankaráð Seðlabanka Íslands vonast til þess að geta svarað erindi forsætisráðherra um hið svokallaða Samherjamál „í upphafi nýs árs“. Upphaflega fékk ráðið frest til 7. desember til að svara erindinu.
Kjarninn 17. desember 2018
Ríkisendurskoðun segir „óheppilegt“ að greining á vanda Íslandspósts liggi ekki fyrir
Íslenska ríkið ætlar að lána Íslandspósti stórfé þrátt fyrir að ekki liggi fyrir greining á því hvað valdi miklum rekstrarvanda. Ríkisendurskoðun telur það óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig eigi að taka á vandanum áður en fjármagn sé sett í það.
Kjarninn 17. desember 2018
Alvotech
Fuji Pharma fjár­festir í Al­votech fyr­ir 6,2 milljarða
Japanska lyfjafyrirtækið Fuji pharma hefur keypt 4,6 prósent eignarhlut í íslenska lyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir 6,2 milljarða króna.
Kjarninn 17. desember 2018
Vextir óverðtryggðra lána hækkað um allt að 1,25 prósentustig á árinu
Hjá bönkum landsins hafa fastir vextir óverðtryggðra lána hækkað mest allra vaxta. Frá janúar 2018 hafa fastir vextir óverðtryggðra lána hækkað um 1,25 prósentustig hjá Íslandsbanka og eru nú hæstir vaxta eða 7,40 prósent í desember.
Kjarninn 17. desember 2018
Freyja Haraldsdóttir
Freyja: Orðræðan sársaukafull fyrir þolendur og viðheldur ofbeldismenningu
Orðræðan um að ekki allir þingmenn eða karlar séu blindfullir á bar að tala með ofbeldisfullum hætti um konur og jaðarsetta hópa getur verið afar sársaukafull fyrir þolendur, að mati Freyju Haraldsdóttur.
Kjarninn 17. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent