Markaðsvirði skráðra félaga tæplega tvöfalt eigið fé þeirra

Markaðsvirði Marel er nú um 30 prósent af heildarvirði skráðra félaga á aðallista kauphallarinnar.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Eins og staða mála er nú hjá skráðum félög­um, á aðal­l­ista kaup­hallar Íslands, nemur mark­aðsvirði þeirra 770,3 millj­örðum króna og eigið fé (mis­munur eigna og skulda) þeirra er 432,8 millj­arðar króna.

Virði félag­anna - sam­an­lagt - nemur því 1,7 sinnum eigið fé.

Mestur munur á mark­aðsvirði og eigin fé er hjá Nýherja (Origo) en þar er mark­aðsvirðið 12,1 millj­arð­ur, eða sem nemur rúm­lega fjór­földu eigin fé, sem er 2,7 millj­arð­ar.

Auglýsing

Sé litið til þessa mæli­kvarða er staða félag­anna mis­mun­andi, ekki síst eftir geir­um. Trygg­ing­ar­fé­lögin eru með svip­aða stöðu, það er að mark­aðsvirði þeirra er 1,6 til 1,7 sinnum eigið féð.

Hér má sjá hvernig verðþróun var á hlutabréfum á árinu.Mark­aðsvirði VÍS er 25,4 millj­arðar (eigið fé 16,1), mark­aðsvirði TM 22,5 millj­arðar (eigið fé 13) og mark­aðsvirði Sjóvá 23,7 millj­arðar (eigið fé 14,8).

Mik­ill munu er á fjar­skipta­fé­lög­un­um, en mark­aðsvirði Voda­fone nemur nú tæp­lega 20 millj­örð­um, en hjá Sím­anum er virðið 37,7 millj­arð­ar. Í til­felli Voda­fone er virðið 2,5 sinnum eigið féð, sem nemur 7,7 millj­örð­um. Hjá Sím­anum er eigið féð svipað og mark­aðsvirð­ið, eða 35,9 millj­arð­ar.

Fast­eigna­fé­lög­in, Eik, Reitir og Reg­inn, eru svipuð á þennan mæli­kvarða, með verð­miða sem nemur 1,2 til 1,3 sinnum eigið fé. Mark­aðsvirði Eik er 34,9 millj­arðar (eigið fé 27,8 millj­arð­ar), virði Reita er 61,3 millj­arðar (eigið fé 47,8 millj­arð­ar) og virði Reg­ins er 39,9 millj­arðar (eigið fé 33,7 millj­arð­ar).

Eitt félag á mark­aðnum er lang­sam­lega verð­mætast, Mar­el. Virði þess nemur 230 millj­örðum króna eða um 30 pró­sent af öllum mark­aðsvirð­in­u. 

Mark­aðsvirði þess er 3,4 sinnum eigið fé, sem nemur 67 millj­örðum í dag.

Blockchain mun breyta fjölmiðlum
Blockchain býður upp á mikla möguleika fyrir fjölmiðla, segir Matt Coolidge í viðtali við Frey Eyjólfsson.
Kjarninn 19. júní 2018
Aðalgeir Þorgrímsson
Hlaupandi forstjóri og 6.596 bankar
Kjarninn 19. júní 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Velferðarráðuneytinu skipt upp í tvennt
Forsætisráðuneytið mun leggja fram þingsályktunartillögu í haust um skiptingu velferðarráðuneytisins í tvö ráðuneyti.
Kjarninn 19. júní 2018
Viðar Halldórsson
Ísland 1 – Argentína 0 – Tölfræðin sem við viljum alltaf vinna
Kjarninn 19. júní 2018
Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní 2018.
Friðurinn úti í borgarstjórn eftir innan við klukkustund
Borgarstjórnarfulltrúar minnihlutans kalla eftir óháðri rannsókn vegna trúnaðarbrests og leka í Ráðhúsinu í upphafi fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Málið sé prófraun.
Kjarninn 19. júní 2018
Róhingjar á flótta.
Aldrei verið fleiri á flótta í heiminum
Tæpar 70 milljónir manna voru hrakin frá heimilum sínum og rúmar 25 milljónir þeirra teljast flóttamenn. Báðar tölur eru þær hæstu sem mælst hafa í mörg ár.
Kjarninn 19. júní 2018
Dagur B. Eggertsson.
Fyrsti borgarstjórnarfundurinn á nýju kjörtímabili í dag
Kosið verður í ráð og nefndir og tillögur flokkanna teknar fyrir á fyrsta fundi borgarstjórnar sem haldinn er í dag. Sósíalistaflokkurinn leggur fram sjö tillögur á fundinum.
Kjarninn 19. júní 2018
Elisabeth Moss í hlutverki Hjáfreð í Handmaid's Tale
Ágúst Ólafur líkir stefnu Trump við Handmaid's Tale
Þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar fordæma innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar flóttamannabarna frá foreldrum sínum.
Kjarninn 19. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent