Nýherji, TM Software og Applicon verða Origo

Orðið Origo kemur úr latínu og merkir uppruni, upphaf eða uppspretta.

Origio
Auglýsing

Nýherji og dótt­ur­fé­lögin App­licon og TM Software hafa sam­ein­ast undir nafn­inu Origo. Mark­miðið með sam­ein­ing­unni er að nýta styrk­leika fyr­ir­tækj­anna þriggja til þess að skapa heild­stætt fram­boð lausna í upp­lýs­inga­tækni og efla þjón­ustu við við­skipta­vini enn frekar, að því er segir í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu.

Stærstu hluthafarnir eru Vogun og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Wellington vogunarsjóðurinn hefur verið að bæta við sig hlutum í félaginu að undanförnu. Mynd: Keldan.Mark­aðsvirði félags­ins, sem skráð er á mark­að, nemur 12,1 millj­arði króna, miðað við gengi hluta­bréfa félags­ins við lokun mark­aða í dag. 

Orðið Origo kemur úr lat­ínu og merkir upp­runi, upp­haf eða upp­spretta og er því við hæfi í upp­lýs­inga­tækni, þar sem þróun og nýsköpun eru for­sendur árang­urs. „Nafnið á sér stutta sögu innan sam­stæð­unn­ar, en Origo var eitt af dótt­ur­fyr­ir­tækjum TM Software þegar Nýherji keypti félagið í byrjun árs 2008,“ segir í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Auglýsing

Lausn­a­fram­boð Origo mun ná til flestra sviða upp­lýs­inga­tækni, svo sem hýs­ing­ar- og rekstr­ar­þjón­ustu, eigin hug­bún­að­ar­þró­unar og -lausna frá sam­starfs­að­il­um, við­skipta­lausna og inn­viða upp­lýs­inga­kerfa. Auk þess mun Origo selja búnað og lausnir til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga frá mörgum af fremstu fram­leið­endum heims.

„Þó að okkur hafi gengið vel með rekstur í aðskildum félögum teljum við mikla mögu­leika fel­ast í sam­ein­ingu; með því að stilla upp heild­stæð­ara lausn­a­fram­boði fyrir við­skipta­vini, með mark­vissu mark­aðs- og sölu­starfi, ein­fald­ara skipu­lagi og auknu hag­ræði í rekstri,“ segir Finnur Odds­son for­stjóri Origo. Við viljum vera fyrsta val við­skipta­vina í upp­lýs­inga­tækni, skilja við­fangs­efni þeirra, veita fram­úr­skar­andi þjón­ustu og bjóða snjallar lausnir, hvort sem þær eru okkar eigin eða frá öfl­ugum sam­starfs­að­il­um. Við höfum metnað fyrir því að við­skipta­vinir okkar upp­lifi ekki ein­göngu aukna breidd í starf­semi okk­ar, heldur einnig meira frum­kvæði, nýsköpun og snerpu í þjón­ust­unni, sem er nauð­syn­leg til að bregð­ast við þörfum atvinnu­lífs­ins í dag,“ segir Finn­ur.

Sam­runi Nýherja, App­licon og TM Software tók form­lega gildi 1. jan­úar en hjá Origo starfa 440 manns, lang­flestir í Reykja­vík en einnig á Akur­eyri, Egils­stöð­u­m,  Nes­kaup­stað og Ísa­firði.

Dótt­ur­fé­lög Origo eru App­licon Sví­þjóð og Tempo. Hluta­bréf Origo eru skráð í NAS­DAQ OMX Iceland hf. (Kaup­höll Íslands­). Tekjur Origo árið 2017 námu um 12,5 millj­örðum króna en tekjur sam­stæð­unn­ar, með dótt­ur­fé­lög­um, námu um 15 millj­örð­um.

Meira úr sama flokkiInnlent