Vísbendingar um að konur séu betri læknar en karlar

Elsa B. Valsdóttir skurðlæknir segir að læknirinn sem einstaklingur sé mikilvæg breyta í því flókna umhverfi sem nútíma heilbrigðiskerfi er.

Hlustunarpípa
Auglýsing

Á þessu ári hafa birst tvær greinar í virtum vís­inda­tíma­ritum sem gefa til kynna að mögu­lega séu konur betri læknar en karl­ar. Í febr­úar birti JAMA grein þar sem skoð­aðar voru útkomur sjúk­linga úr Med­icare-­kerf­inu í Banda­ríkj­unum (65 ára og eldri) eftir því hvort lyf­lækn­ir­inn þeirra var kona eða karl. Rúm­lega ein og hálf milljón inn­lagna voru skoð­aðar í handa­hófs­kenndu úrtaki og dán­ar­tíðni og tíðni end­ur­inn­lagna var sér­stak­lega skráð. Í ljós kom að dán­ar­tíðni sjúk­linga kven­kyns lækna var mark­tækt lægri en þeirra sjúk­linga sem höfðu karl­kyns lækni, 11,07 pró­sent á móti 11,49 pró­sent­um, eða hlut­falls­leg áhættu­minnkun upp á 4 pró­sent. Það sama gilti um end­ur­inn­lagn­ir, 15,02 pró­sent á móti 15,57 pró­sent.

Í októ­ber birt­ist grein í Brit­ish Med­ical Journal frá háskól­anum í Toronto, Kana­da, þar sem skoð­aðar voru útkomur 104.630 sjúk­linga eftir skurð­að­gerð­ir. Þegar búið var að leið­rétta fyrir þáttum tengdum sjúk­ling­um, skurð­læknum og spít­ölum stóð eftir að dán­ar­tíðni sjúk­linga í val­að­gerð sem höfðu konu sem skurð­lækni var mark­tækt lægri en þeirra sem höfðu karl sem skurð­lækni, 11,1 pró­sent á móti 11,6 pró­sent­um, hlut­falls­leg áhættu­minnkun 12 pró­sent.

Þetta skrifar Elsa B. Vals­dótt­ir, skurð­læknir á Land­spít­al­an­um‚ í rit­stjórn­ar­grein Lækna­blaðs­ins í síð­ast­lið­inni viku. 

Auglýsing

Konur og karlar hegða sér ekki eins

Elsa B. Valsdóttir Mynd: LæknablaðiðElsa spyr sig í leið­ar­anum af hverju verið sé að rann­saka þetta? Hún svarar því til að atferl­is­fræði­legar rann­sóknir hafi sýnt með vís­inda­legum hætti að konur og karlar hegða sér ekki eins – þó það megi að sjálf­sögðu deila um hver ástæðan fyrir því sé. „Í sam­tali almenns eðlis eru konur lík­legri til að segja meira frá sjálfum sér, hafa hlýrra við­mót, hvetja aðra til að tjá sig og draga mark­visst úr eigin stöðu til að ná jafn­ræði við þann sem þær tala við.“

Hún veltir einnig fyrir sér hvort þessi munur skili sér í því hvernig konur og karlar stunda lækn­is­fræði eða hverfi þessi munur í þeirri myllu­kvörn sem lækna­námið er? Hún segir að svarið við því sé að mun­ur­inn heldur sér. Árið 2002 hafi komið út safn­grein­ing sem skoð­aði 29 greinar þar sem þetta var rann­sakað og nið­ur­staðan var sú að kven­kyns læknar not­uðu fleiri sam­skipta­leiðir sem ýttu undir sjúk­linga­mið­aða með­ferð en karl­kyns læknar og eyddu meiri tíma með sjúk­ling­unum sín­um. Konur séu einnig lík­legri til að fylgja klínískum leið­bein­ingum og sinna for­vörn­um.

Ættum að með­taka þessar nið­ur­stöður

Elsa spyr sig einnig hvort þetta hafi ein­hverja klíníska þýð­ingu. „Nú virð­ist svarið við þeirri spurn­ingu vera já. Mun­ur­inn er kannski ekki mik­ill en óneit­an­lega til stað­ar. En hvað eigum við að gera við þessar nið­ur­stöð­ur? Eftir ára­tuga inn­ræt­ingu á því að konur og karlar séu jafn­hæf til allra verka erum við sem sam­fé­lag til­búin til að ræða það að kannski sé annað kynið hæf­ara til sumra starfa en hitt eða að minnsta kosti þurfi annað kynið mögu­lega að til­einka sér eig­in­leika í fari hins til að ná sem bestum árangri? Og hvað myndum við gera ef nið­ur­stöð­urnar hefðu verið á hinn veg­inn, að sjúk­lingum kven­kyns lækna farn­að­ist almennt verr en karl­kyns lækna? Hvers konar umræðu myndi það koma af stað?“ 

Hún seg­ist sjálf ekki hafa svörin við þessum spurn­ingum þó hún þyk­ist vita að allir séu sam­mála um að ekki sé ástæða til að úti­loka karl­kynið frá því að stunda lækn­is­fræð­i. 

Hún telur hins vegar að með­taka ætti þessar nið­ur­stöður og ættu læknar að leyfa sér að segja að þeir séu mik­il­væg breyta í því flókna umhverfi sem nútíma heil­brigð­is­kerfi er. „Við höfum rann­sakað enda­laust hvaða þættir sem snerta sjúk­ling­inn skipta máli varð­andi útkomur, þættir sem snerta heil­brigð­is­stofn­an­ir, svo ekki sé talað um rann­sóknir á lyfjum og tækj­um. Nið­ur­stöður þess­ara tveggja rann­sókna ættu að hvetja okkur til að beina sjónum að okkur sjálf­um, því hvernig við vinnum og ekki síst hvernig við ölum upp unga fólkið sem eru læknar fram­tíð­ar­inn­ar. Engir af þeim þáttum sem taldir voru upp hér að ofan, sem greina kven­kyns lækna frá karl­kyns lækn­um, eru í raun bundnir kyni heldur ein­hverju sem hægt er að læra, meðal ann­ars í sam­skipta­fræði. Ef við gerum sömu vís­inda­legu kröfur til fram­komu okkar sjálfra og við gerum til með­ferð­ar­úr­ræð­anna sem við ráð­leggj­um, mun sjúk­lingum okkar allra farn­ast betur,“ segir Elsa í grein­inn­i. 

Blockchain mun breyta fjölmiðlum
Blockchain býður upp á mikla möguleika fyrir fjölmiðla, segir Matt Coolidge í viðtali við Frey Eyjólfsson.
Kjarninn 19. júní 2018
Aðalgeir Þorgrímsson
Hlaupandi forstjóri og 6.596 bankar
Kjarninn 19. júní 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Velferðarráðuneytinu skipt upp í tvennt
Forsætisráðuneytið mun leggja fram þingsályktunartillögu í haust um skiptingu velferðarráðuneytisins í tvö ráðuneyti.
Kjarninn 19. júní 2018
Viðar Halldórsson
Ísland 1 – Argentína 0 – Tölfræðin sem við viljum alltaf vinna
Kjarninn 19. júní 2018
Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní 2018.
Friðurinn úti í borgarstjórn eftir innan við klukkustund
Borgarstjórnarfulltrúar minnihlutans kalla eftir óháðri rannsókn vegna trúnaðarbrests og leka í Ráðhúsinu í upphafi fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Málið sé prófraun.
Kjarninn 19. júní 2018
Róhingjar á flótta.
Aldrei verið fleiri á flótta í heiminum
Tæpar 70 milljónir manna voru hrakin frá heimilum sínum og rúmar 25 milljónir þeirra teljast flóttamenn. Báðar tölur eru þær hæstu sem mælst hafa í mörg ár.
Kjarninn 19. júní 2018
Dagur B. Eggertsson.
Fyrsti borgarstjórnarfundurinn á nýju kjörtímabili í dag
Kosið verður í ráð og nefndir og tillögur flokkanna teknar fyrir á fyrsta fundi borgarstjórnar sem haldinn er í dag. Sósíalistaflokkurinn leggur fram sjö tillögur á fundinum.
Kjarninn 19. júní 2018
Elisabeth Moss í hlutverki Hjáfreð í Handmaid's Tale
Ágúst Ólafur líkir stefnu Trump við Handmaid's Tale
Þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar fordæma innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar flóttamannabarna frá foreldrum sínum.
Kjarninn 19. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent