Vísbendingar um að konur séu betri læknar en karlar

Elsa B. Valsdóttir skurðlæknir segir að læknirinn sem einstaklingur sé mikilvæg breyta í því flókna umhverfi sem nútíma heilbrigðiskerfi er.

Hlustunarpípa
Auglýsing

Á þessu ári hafa birst tvær greinar í virtum vís­inda­tíma­ritum sem gefa til kynna að mögu­lega séu konur betri læknar en karl­ar. Í febr­úar birti JAMA grein þar sem skoð­aðar voru útkomur sjúk­linga úr Med­icare-­kerf­inu í Banda­ríkj­unum (65 ára og eldri) eftir því hvort lyf­lækn­ir­inn þeirra var kona eða karl. Rúm­lega ein og hálf milljón inn­lagna voru skoð­aðar í handa­hófs­kenndu úrtaki og dán­ar­tíðni og tíðni end­ur­inn­lagna var sér­stak­lega skráð. Í ljós kom að dán­ar­tíðni sjúk­linga kven­kyns lækna var mark­tækt lægri en þeirra sjúk­linga sem höfðu karl­kyns lækni, 11,07 pró­sent á móti 11,49 pró­sent­um, eða hlut­falls­leg áhættu­minnkun upp á 4 pró­sent. Það sama gilti um end­ur­inn­lagn­ir, 15,02 pró­sent á móti 15,57 pró­sent.

Í októ­ber birt­ist grein í Brit­ish Med­ical Journal frá háskól­anum í Toronto, Kana­da, þar sem skoð­aðar voru útkomur 104.630 sjúk­linga eftir skurð­að­gerð­ir. Þegar búið var að leið­rétta fyrir þáttum tengdum sjúk­ling­um, skurð­læknum og spít­ölum stóð eftir að dán­ar­tíðni sjúk­linga í val­að­gerð sem höfðu konu sem skurð­lækni var mark­tækt lægri en þeirra sem höfðu karl sem skurð­lækni, 11,1 pró­sent á móti 11,6 pró­sent­um, hlut­falls­leg áhættu­minnkun 12 pró­sent.

Þetta skrifar Elsa B. Vals­dótt­ir, skurð­læknir á Land­spít­al­an­um‚ í rit­stjórn­ar­grein Lækna­blaðs­ins í síð­ast­lið­inni viku. 

Auglýsing

Konur og karlar hegða sér ekki eins

Elsa B. Valsdóttir Mynd: LæknablaðiðElsa spyr sig í leið­ar­anum af hverju verið sé að rann­saka þetta? Hún svarar því til að atferl­is­fræði­legar rann­sóknir hafi sýnt með vís­inda­legum hætti að konur og karlar hegða sér ekki eins – þó það megi að sjálf­sögðu deila um hver ástæðan fyrir því sé. „Í sam­tali almenns eðlis eru konur lík­legri til að segja meira frá sjálfum sér, hafa hlýrra við­mót, hvetja aðra til að tjá sig og draga mark­visst úr eigin stöðu til að ná jafn­ræði við þann sem þær tala við.“

Hún veltir einnig fyrir sér hvort þessi munur skili sér í því hvernig konur og karlar stunda lækn­is­fræði eða hverfi þessi munur í þeirri myllu­kvörn sem lækna­námið er? Hún segir að svarið við því sé að mun­ur­inn heldur sér. Árið 2002 hafi komið út safn­grein­ing sem skoð­aði 29 greinar þar sem þetta var rann­sakað og nið­ur­staðan var sú að kven­kyns læknar not­uðu fleiri sam­skipta­leiðir sem ýttu undir sjúk­linga­mið­aða með­ferð en karl­kyns læknar og eyddu meiri tíma með sjúk­ling­unum sín­um. Konur séu einnig lík­legri til að fylgja klínískum leið­bein­ingum og sinna for­vörn­um.

Ættum að með­taka þessar nið­ur­stöður

Elsa spyr sig einnig hvort þetta hafi ein­hverja klíníska þýð­ingu. „Nú virð­ist svarið við þeirri spurn­ingu vera já. Mun­ur­inn er kannski ekki mik­ill en óneit­an­lega til stað­ar. En hvað eigum við að gera við þessar nið­ur­stöð­ur? Eftir ára­tuga inn­ræt­ingu á því að konur og karlar séu jafn­hæf til allra verka erum við sem sam­fé­lag til­búin til að ræða það að kannski sé annað kynið hæf­ara til sumra starfa en hitt eða að minnsta kosti þurfi annað kynið mögu­lega að til­einka sér eig­in­leika í fari hins til að ná sem bestum árangri? Og hvað myndum við gera ef nið­ur­stöð­urnar hefðu verið á hinn veg­inn, að sjúk­lingum kven­kyns lækna farn­að­ist almennt verr en karl­kyns lækna? Hvers konar umræðu myndi það koma af stað?“ 

Hún seg­ist sjálf ekki hafa svörin við þessum spurn­ingum þó hún þyk­ist vita að allir séu sam­mála um að ekki sé ástæða til að úti­loka karl­kynið frá því að stunda lækn­is­fræð­i. 

Hún telur hins vegar að með­taka ætti þessar nið­ur­stöður og ættu læknar að leyfa sér að segja að þeir séu mik­il­væg breyta í því flókna umhverfi sem nútíma heil­brigð­is­kerfi er. „Við höfum rann­sakað enda­laust hvaða þættir sem snerta sjúk­ling­inn skipta máli varð­andi útkomur, þættir sem snerta heil­brigð­is­stofn­an­ir, svo ekki sé talað um rann­sóknir á lyfjum og tækj­um. Nið­ur­stöður þess­ara tveggja rann­sókna ættu að hvetja okkur til að beina sjónum að okkur sjálf­um, því hvernig við vinnum og ekki síst hvernig við ölum upp unga fólkið sem eru læknar fram­tíð­ar­inn­ar. Engir af þeim þáttum sem taldir voru upp hér að ofan, sem greina kven­kyns lækna frá karl­kyns lækn­um, eru í raun bundnir kyni heldur ein­hverju sem hægt er að læra, meðal ann­ars í sam­skipta­fræði. Ef við gerum sömu vís­inda­legu kröfur til fram­komu okkar sjálfra og við gerum til með­ferð­ar­úr­ræð­anna sem við ráð­leggj­um, mun sjúk­lingum okkar allra farn­ast betur,“ segir Elsa í grein­inn­i. 

Magnús Halldórsson
Svindlararnir mega ekki vinna
17. janúar 2018
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
Lægstu leikskólagjöldin í borginni en mest óánægja
Reykvíkingar greiða lægstu leikskólagjöldin en eru óánægðastir með þjónustuna. Í Garðabæ eru gjöldin hæst en íbúarnir ánægðastir allra með leikskólaþjónustu.
17. janúar 2018
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins gagnrýna Bjarna fyrir að vilja ekki lækka skatta
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það „dapurlegt“ að Bjarni Benediktsson telji skattalækkanir ekki brýnar. Bjarni sagði á opnum fundi í gær að skattalækkanir væru ekki í kortunum.
17. janúar 2018
Skúli vill þriðja sætið hjá Samfylkingunni
Skúli Helgason sækist eftir þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara í maí. Hjálmar Sveinsson sat í því sæti listans árið 2014.
17. janúar 2018
Akureyri
Fólki af erlendum uppruna fjölgar mikið á Akureyri
Fólki með erlent ríkisfang á Akureyri fjölgaði um 23 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 eða úr 600 í 740 manns.
17. janúar 2018
Vilja selja lífeyrissjóðum í Arion innan mánaðar – bónusar greiddir út í apríl
Ráðgjafar Kaupþings reyna nú að fá íslenska lífeyrissjóði til að kaupa hlut í Arion banka. Reynt verður að skrá bankann á markað í vor. Starfsmenn Kaupþings fá á næstu mánuðum háa bónusa greidda fyrir hámörkun á virði eigna félagsins.
17. janúar 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – AB mjólk og hrossaskítur
17. janúar 2018
Reykjavík neðst í þjónustukönnun Gallup
Reykjavíkurborg mælist langneðst í þjónustukönnun Gallup í samanburði við önnur sveitarfélög þegar kemur að þjónustu bæði leikskóla og grunnskóla, þjónustu við eldri borgara og þjónustu við fatlaða.
17. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent