Sex sóttu um embætti landlæknis

Umsóknarfrestur rann út 4. janúar síðastliðinn.

Birgir Jakobsson, fráfarandi landlæknir.
Birgir Jakobsson, fráfarandi landlæknir.
Auglýsing

Sex sóttu um emb­ætti land­læknis sem aug­lýst var laust til umsóknar á liðnu ári. Umsókn­ar­frestur rann út 4. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Þetta kemur fram í frétt vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í dag. 

Umsækj­endur eru Alma D. Möll­er, fram­kvæmda­stjóri aðgerða­sviðs Land­spít­ala, Arna Guð­munds­dótt­ir, læknir og for­maður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, Bogi Jóns­son, yfir­læknir við bækl­un­ar­deild Háskóla­sjúkra­húss­ins í Norður Nor­eg­i, Jón Ívar Ein­ars­son, pró­fessor við lækna­deild Harvardhá­skól­ans í Boston, Krist­inn Tóm­as­son, yfir­læknir Vinnu­eft­ir­lits­ins og Óskar Reyk­dals­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Auglýsing

Heil­brigð­is­ráð­herra skipar í emb­ætti land­læknis til fimm ára í senn að und­an­gengnu mati sér­stakrar nefndar sem starfar á grund­velli laga um heil­brigð­is­þjón­ustu um mat hæfni umsækj­enda. 

Skipað verður í emb­ættið frá 1. apríl 2018 þegar Birgir Jak­obs­­son lætur af störfum vegna ald­­urs, líkt og kveðið er á um í lögum um rétt­indi og skyldur starfs­­manna rík­­is­ins. 

Birgir Jak­obs­­son var skip­aður land­læknir frá 1. jan­úar 2015. Hann tók við emb­ætt­inu af Geir Gunn­laugs­­syni sem var land­læknir í fimm ár þar á und­­an. 

Birgir hafði um langt skeið sinnt stjórn­­un­­ar­­störfum við ýmis sjúkra­hús í Sví­­þjóð og í sjö ár var hann for­­stjóri Karol­inska sjúkra­hús­s­ins í Stokk­hólmi. Sér­­­grein hans er barna­lækn­ingar og árið 1988 lauk hann dokt­or­s­­prófi í sér­­­grein sinni við Karol­inska Instit­u­tet.

Magnús Halldórsson
Svindlararnir mega ekki vinna
17. janúar 2018
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
Lægstu leikskólagjöldin í borginni en mest óánægja
Reykvíkingar greiða lægstu leikskólagjöldin en eru óánægðastir með þjónustuna. Í Garðabæ eru gjöldin hæst en íbúarnir ánægðastir allra með leikskólaþjónustu.
17. janúar 2018
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins gagnrýna Bjarna fyrir að vilja ekki lækka skatta
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það „dapurlegt“ að Bjarni Benediktsson telji skattalækkanir ekki brýnar. Bjarni sagði á opnum fundi í gær að skattalækkanir væru ekki í kortunum.
17. janúar 2018
Skúli vill þriðja sætið hjá Samfylkingunni
Skúli Helgason sækist eftir þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara í maí. Hjálmar Sveinsson sat í því sæti listans árið 2014.
17. janúar 2018
Akureyri
Fólki af erlendum uppruna fjölgar mikið á Akureyri
Fólki með erlent ríkisfang á Akureyri fjölgaði um 23 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 eða úr 600 í 740 manns.
17. janúar 2018
Vilja selja lífeyrissjóðum í Arion innan mánaðar – bónusar greiddir út í apríl
Ráðgjafar Kaupþings reyna nú að fá íslenska lífeyrissjóði til að kaupa hlut í Arion banka. Reynt verður að skrá bankann á markað í vor. Starfsmenn Kaupþings fá á næstu mánuðum háa bónusa greidda fyrir hámörkun á virði eigna félagsins.
17. janúar 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – AB mjólk og hrossaskítur
17. janúar 2018
Reykjavík neðst í þjónustukönnun Gallup
Reykjavíkurborg mælist langneðst í þjónustukönnun Gallup í samanburði við önnur sveitarfélög þegar kemur að þjónustu bæði leikskóla og grunnskóla, þjónustu við eldri borgara og þjónustu við fatlaða.
17. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent