Sex sóttu um embætti landlæknis

Umsóknarfrestur rann út 4. janúar síðastliðinn.

Birgir Jakobsson, fráfarandi landlæknir.
Birgir Jakobsson, fráfarandi landlæknir.
Auglýsing

Sex sóttu um emb­ætti land­læknis sem aug­lýst var laust til umsóknar á liðnu ári. Umsókn­ar­frestur rann út 4. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Þetta kemur fram í frétt vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í dag. 

Umsækj­endur eru Alma D. Möll­er, fram­kvæmda­stjóri aðgerða­sviðs Land­spít­ala, Arna Guð­munds­dótt­ir, læknir og for­maður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, Bogi Jóns­son, yfir­læknir við bækl­un­ar­deild Háskóla­sjúkra­húss­ins í Norður Nor­eg­i, Jón Ívar Ein­ars­son, pró­fessor við lækna­deild Harvardhá­skól­ans í Boston, Krist­inn Tóm­as­son, yfir­læknir Vinnu­eft­ir­lits­ins og Óskar Reyk­dals­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Auglýsing

Heil­brigð­is­ráð­herra skipar í emb­ætti land­læknis til fimm ára í senn að und­an­gengnu mati sér­stakrar nefndar sem starfar á grund­velli laga um heil­brigð­is­þjón­ustu um mat hæfni umsækj­enda. 

Skipað verður í emb­ættið frá 1. apríl 2018 þegar Birgir Jak­obs­­son lætur af störfum vegna ald­­urs, líkt og kveðið er á um í lögum um rétt­indi og skyldur starfs­­manna rík­­is­ins. 

Birgir Jak­obs­­son var skip­aður land­læknir frá 1. jan­úar 2015. Hann tók við emb­ætt­inu af Geir Gunn­laugs­­syni sem var land­læknir í fimm ár þar á und­­an. 

Birgir hafði um langt skeið sinnt stjórn­­un­­ar­­störfum við ýmis sjúkra­hús í Sví­­þjóð og í sjö ár var hann for­­stjóri Karol­inska sjúkra­hús­s­ins í Stokk­hólmi. Sér­­­grein hans er barna­lækn­ingar og árið 1988 lauk hann dokt­or­s­­prófi í sér­­­grein sinni við Karol­inska Instit­u­tet.

Með hraða snigilsins
Í febrúar 2008 undirrituðu samgönguráðherrar Danmerkur og Þýskalands samkomulag um brúargerð yfir Femern sundið milli Rødby í Danmörku og Puttgarden í Þýskalandi. Þá höfðu árum saman staðið yfir umræður um ,,akveg“ yfir sundið.
18. mars 2018
Leggja til miklar breytingar á menntastefnunni
Sjálfstæðismenn vilja breytingar á menntamálum þjóðarinnar.
17. mars 2018
Sjálfstæðismenn vilja RÚV af auglýsingamarkaði og afnema VSK á fjölmiðla
Í ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins, á 43. landsfundi flokksins, kemur fram að flokkurinn vilji meiri áherslu RÚV á innlent efni og að virðisaukaskattur verði afnuminn á fjölmiðla.
17. mars 2018
Helga Dögg Sverrisdóttir
Mæður beita börn sín oftar ofbeldi en feður
17. mars 2018
Fjármálakerfið að komast á þann stað að áhættusækni er að aukast
Már Guðmundsson segir að það sé mikilvægt að söluferli Arion banka gangi vel. Áhættusækni sé að vaxa í íslensku bankakerfi og eftirlitsaðilar þurfi að sjá til þess að hún gangi ekki of langt.
17. mars 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Unghugar
17. mars 2018
Stúlkur velja frekar spænsku en piltar þýsku
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni vilja framhaldsskólanemar helst læra þýsku og spænsku sem þriðja tungumál.
17. mars 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin og Ögmundur tókust harkalega á um umdeilt málþing um Sýrland
17. mars 2018
Meira úr sama flokkiInnlent