Sex sóttu um embætti landlæknis

Umsóknarfrestur rann út 4. janúar síðastliðinn.

Birgir Jakobsson, fráfarandi landlæknir.
Birgir Jakobsson, fráfarandi landlæknir.
Auglýsing

Sex sóttu um emb­ætti land­læknis sem aug­lýst var laust til umsóknar á liðnu ári. Umsókn­ar­frestur rann út 4. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Þetta kemur fram í frétt vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í dag. 

Umsækj­endur eru Alma D. Möll­er, fram­kvæmda­stjóri aðgerða­sviðs Land­spít­ala, Arna Guð­munds­dótt­ir, læknir og for­maður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, Bogi Jóns­son, yfir­læknir við bækl­un­ar­deild Háskóla­sjúkra­húss­ins í Norður Nor­eg­i, Jón Ívar Ein­ars­son, pró­fessor við lækna­deild Harvardhá­skól­ans í Boston, Krist­inn Tóm­as­son, yfir­læknir Vinnu­eft­ir­lits­ins og Óskar Reyk­dals­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Auglýsing

Heil­brigð­is­ráð­herra skipar í emb­ætti land­læknis til fimm ára í senn að und­an­gengnu mati sér­stakrar nefndar sem starfar á grund­velli laga um heil­brigð­is­þjón­ustu um mat hæfni umsækj­enda. 

Skipað verður í emb­ættið frá 1. apríl 2018 þegar Birgir Jak­obs­­son lætur af störfum vegna ald­­urs, líkt og kveðið er á um í lögum um rétt­indi og skyldur starfs­­manna rík­­is­ins. 

Birgir Jak­obs­­son var skip­aður land­læknir frá 1. jan­úar 2015. Hann tók við emb­ætt­inu af Geir Gunn­laugs­­syni sem var land­læknir í fimm ár þar á und­­an. 

Birgir hafði um langt skeið sinnt stjórn­­un­­ar­­störfum við ýmis sjúkra­hús í Sví­­þjóð og í sjö ár var hann for­­stjóri Karol­inska sjúkra­hús­s­ins í Stokk­hólmi. Sér­­­grein hans er barna­lækn­ingar og árið 1988 lauk hann dokt­or­s­­prófi í sér­­­grein sinni við Karol­inska Instit­u­tet.

Blockchain mun breyta fjölmiðlum
Blockchain býður upp á mikla möguleika fyrir fjölmiðla, segir Matt Coolidge í viðtali við Frey Eyjólfsson.
Kjarninn 19. júní 2018
Aðalgeir Þorgrímsson
Hlaupandi forstjóri og 6.596 bankar
Kjarninn 19. júní 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Velferðarráðuneytinu skipt upp í tvennt
Forsætisráðuneytið mun leggja fram þingsályktunartillögu í haust um skiptingu velferðarráðuneytisins í tvö ráðuneyti.
Kjarninn 19. júní 2018
Viðar Halldórsson
Ísland 1 – Argentína 0 – Tölfræðin sem við viljum alltaf vinna
Kjarninn 19. júní 2018
Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní 2018.
Friðurinn úti í borgarstjórn eftir innan við klukkustund
Borgarstjórnarfulltrúar minnihlutans kalla eftir óháðri rannsókn vegna trúnaðarbrests og leka í Ráðhúsinu í upphafi fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Málið sé prófraun.
Kjarninn 19. júní 2018
Róhingjar á flótta.
Aldrei verið fleiri á flótta í heiminum
Tæpar 70 milljónir manna voru hrakin frá heimilum sínum og rúmar 25 milljónir þeirra teljast flóttamenn. Báðar tölur eru þær hæstu sem mælst hafa í mörg ár.
Kjarninn 19. júní 2018
Dagur B. Eggertsson.
Fyrsti borgarstjórnarfundurinn á nýju kjörtímabili í dag
Kosið verður í ráð og nefndir og tillögur flokkanna teknar fyrir á fyrsta fundi borgarstjórnar sem haldinn er í dag. Sósíalistaflokkurinn leggur fram sjö tillögur á fundinum.
Kjarninn 19. júní 2018
Elisabeth Moss í hlutverki Hjáfreð í Handmaid's Tale
Ágúst Ólafur líkir stefnu Trump við Handmaid's Tale
Þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar fordæma innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar flóttamannabarna frá foreldrum sínum.
Kjarninn 19. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent