150 mál á þingmálaskrá komandi þings

Á þingmálaskrá ríkisstjórnar eru 110 frumvörp, 32 þingsályktunartillögur og átta skýrslur. Bjarni Benediktsson er með flest frumvörp á skránni.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 2017
Auglýsing

Alls eru 150 mál á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar á kom­andi þingi sem sett verður 22. jan­úar næst­kom­andi og á, sam­kvæmt starfs­á­ætl­un, að starfa til 7. júní. Um er að ræða 110 frum­vörp til laga, 32 þings­á­lykt­un­ar­til­lögur og átta skýrsl­ur. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fór yfir stöðu mála á þing­mála­skránni á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær­morg­un.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, er með 27 frum­vörp á þing­mála­skrá. Þar af hafa fimm þegar verið sam­þykkt sem lög frá Alþingi, eitt er til með­ferðar þar, eitt hefur verið afgreitt úr rík­is­stjórn en ekki lagt fram á þingi og eitt hefur verið lesið yfir hjá ráðu­neyt­inu en ekki afgreitt úr rík­is­stjórn. Þá eru alls 19 frum­vörp í vinnslu í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, er með 15 frum­vörp á þing­mála­skrá. Ekk­ert þeirra hefur verið lagt fram á þingi enn sem komið er en eitt er til með­ferðar á Alþingi. Fjögur frum­vörp hafa verið sam­þykkt í rík­is­stjórn og tíu eru enn í vinnslu.

Auglýsing

Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra er með 14 frum­vörp á þing­mála­skrá. Tvö þeirra hafa þegar verið sam­þykkt sem lög frá Alþingi en tólf eru í vinnslu í ráðu­neyt­inu.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra er með ell­efu frum­vörp á skránni líkt og Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra. Þá er Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, með tíu frum­vörp á henni en aðrir ráð­herra með færri.Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög
Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
21. janúar 2018
Hákon Hákonarson
Nýtt lyf við ADHD væntanlegt innan fárra ára
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfi við athyglisbrest með ofvirkni komu vel út og búist er við að lyfið komist í almenna notkun eftir 2 til 3 ár.
21. janúar 2018
Bára Huld Beck
Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)
21. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent