150 mál á þingmálaskrá komandi þings

Á þingmálaskrá ríkisstjórnar eru 110 frumvörp, 32 þingsályktunartillögur og átta skýrslur. Bjarni Benediktsson er með flest frumvörp á skránni.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 2017
Auglýsing

Alls eru 150 mál á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar á kom­andi þingi sem sett verður 22. jan­úar næst­kom­andi og á, sam­kvæmt starfs­á­ætl­un, að starfa til 7. júní. Um er að ræða 110 frum­vörp til laga, 32 þings­á­lykt­un­ar­til­lögur og átta skýrsl­ur. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fór yfir stöðu mála á þing­mála­skránni á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær­morg­un.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, er með 27 frum­vörp á þing­mála­skrá. Þar af hafa fimm þegar verið sam­þykkt sem lög frá Alþingi, eitt er til með­ferðar þar, eitt hefur verið afgreitt úr rík­is­stjórn en ekki lagt fram á þingi og eitt hefur verið lesið yfir hjá ráðu­neyt­inu en ekki afgreitt úr rík­is­stjórn. Þá eru alls 19 frum­vörp í vinnslu í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, er með 15 frum­vörp á þing­mála­skrá. Ekk­ert þeirra hefur verið lagt fram á þingi enn sem komið er en eitt er til með­ferðar á Alþingi. Fjögur frum­vörp hafa verið sam­þykkt í rík­is­stjórn og tíu eru enn í vinnslu.

Auglýsing

Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra er með 14 frum­vörp á þing­mála­skrá. Tvö þeirra hafa þegar verið sam­þykkt sem lög frá Alþingi en tólf eru í vinnslu í ráðu­neyt­inu.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra er með ell­efu frum­vörp á skránni líkt og Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra. Þá er Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, með tíu frum­vörp á henni en aðrir ráð­herra með færri.Meira úr sama flokkiInnlent