Fá 16 og 17 ára að kjósa í vor?

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs.

7DM_5744_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. Andrés Ingi Jónsson
Auglýsing

Gangi það eft­ir, að kosn­inga­réttur verði færður niður að 16 ára aldri, þá munu lík­lega um átta þús­und nýir kjós­endur bæt­ast við kjör­skrá fyrir sveit­ar­stjórna­kosn­ing­arnar í vor.

Samtals eru 42 þúsund einstaklingar undir 25 ára aldri, séu árin 2001 og 2002 tekin með í reikninginn. Mynd: Hagstofan.Í Morg­un­blað­inu í dag er haft eftir Andr­ési Inga Jóns­syni, þing­manni Vinstri grænna, að hann sé nokkuð bjart­sýnn á að það tak­ist að ljúka þessu máli fyrir kosn­ing­arnar í vor­u. 

Andrés Ingi er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins en að því standa 15 þing­menn úr öllum flokk­um. 

Auglýsing


­Sam­kvæmt vef Hag­stofu Íslands eru ríf­lega fjögur þús­und í hvorum árgangi, 2001 og 2002, sem fengju kosn­inga­rétt ef frum­varpið yrði að lög­um.

Sé horft til allra árganga, 25 ára og und­ir, eru það ríf­lega 42 þús­und ein­stak­ling­ar.

Meira úr sama flokkiInnlent