Ríkur vilji til að fá Völu í forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Skorað hefur verið á Völu Pálsdóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, um að fara fram í leiðtogaprófkjöri í Reykjavík.

Valapáls
Auglýsing

Vala Páls­dótt­ir, for­maður Lands­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna, hefur fengið margar áskor­anir um að bjóða sig fram í leið­toga­próf­kjöri Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, sem fram fer 27. jan­úar næst­kom­andi.

Hún mun til­kynna um hvort hún fer fram á morg­un, en í sam­tali við Kjarn­ann nú undir kvöld, sagð­ist hún finna fyrir miklum áhuga flokks­manna, kvenna jafnt sem karla.

Hún sagð­ist enn fremur spennt fyrir borg­ar­mál­un­um. „Ég neita því ekki, að ég finn fyrir miklum áhuga og hef fengið áskor­anir um að fara fram,“ sagði Vala.

Auglýsing

Fyrr í dag lýsti Eyþór Arn­alds, athafna­maður og fyrr­ver­andi odd­viti sjálf­­stæð­is­manna í Árborg, því yfir á Face­book síðu sinni að hann gæfi kost á sér til að leiða lista Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Reykja­vík í borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­un­um í vor.

Í færslu sinni segir hann meðal ann­ars að mikil þétt­ing byggðar í Reykja­vík hafi í reynd skilað sér í hærra verði á fast­eigna­mark­aði og dreifð­ari byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Raun­­fjölg­un íbúða er lít­il sem eng­in þegar tekið er til­­liti til út­­leigu til ferða­manna,“ seg­ir Eyþór.

Þá segir hann einnig að lestri barna í reyk­vískum grunn­skólum hafi hrak­að, og að börn í borg­inni eigi betra skil­ið. 

Áður höfðu borg­ar­full­trú­arnir Kjartan Magn­ús­son og Áslaug Frið­riks­dótt­ir, borg­ar­full­trúar í Reykja­vík, til­kynnt um að þau sæk­ist eftir leið­toga­hlut­verki í Reykja­vík.

Meira úr sama flokkiInnlent