Ríkur vilji til að fá Völu í forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Skorað hefur verið á Völu Pálsdóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, um að fara fram í leiðtogaprófkjöri í Reykjavík.

Valapáls
Auglýsing

Vala Páls­dótt­ir, for­maður Lands­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna, hefur fengið margar áskor­anir um að bjóða sig fram í leið­toga­próf­kjöri Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, sem fram fer 27. jan­úar næst­kom­andi.

Hún mun til­kynna um hvort hún fer fram á morg­un, en í sam­tali við Kjarn­ann nú undir kvöld, sagð­ist hún finna fyrir miklum áhuga flokks­manna, kvenna jafnt sem karla.

Hún sagð­ist enn fremur spennt fyrir borg­ar­mál­un­um. „Ég neita því ekki, að ég finn fyrir miklum áhuga og hef fengið áskor­anir um að fara fram,“ sagði Vala.

Auglýsing

Fyrr í dag lýsti Eyþór Arn­alds, athafna­maður og fyrr­ver­andi odd­viti sjálf­­stæð­is­manna í Árborg, því yfir á Face­book síðu sinni að hann gæfi kost á sér til að leiða lista Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Reykja­vík í borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­un­um í vor.

Í færslu sinni segir hann meðal ann­ars að mikil þétt­ing byggðar í Reykja­vík hafi í reynd skilað sér í hærra verði á fast­eigna­mark­aði og dreifð­ari byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Raun­­fjölg­un íbúða er lít­il sem eng­in þegar tekið er til­­liti til út­­leigu til ferða­manna,“ seg­ir Eyþór.

Þá segir hann einnig að lestri barna í reyk­vískum grunn­skólum hafi hrak­að, og að börn í borg­inni eigi betra skil­ið. 

Áður höfðu borg­ar­full­trú­arnir Kjartan Magn­ús­son og Áslaug Frið­riks­dótt­ir, borg­ar­full­trúar í Reykja­vík, til­kynnt um að þau sæk­ist eftir leið­toga­hlut­verki í Reykja­vík.

Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög
Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
21. janúar 2018
Hákon Hákonarson
Nýtt lyf við ADHD væntanlegt innan fárra ára
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfi við athyglisbrest með ofvirkni komu vel út og búist er við að lyfið komist í almenna notkun eftir 2 til 3 ár.
21. janúar 2018
Bára Huld Beck
Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)
21. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent