Birgir Jakobsson verður aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ráðið Birgi Jakobsson, fráfarandi landlækni, sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu.

Birgir Jakobsson, fráfarandi landlæknir.
Birgir Jakobsson, fráfarandi landlæknir.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ráðið Birgi Jak­obs­son aðstoð­ar­mann sinn í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu. Birgir tekur til starfa 1. apríl næst­kom­andi þegar hann lætur af emb­ætti land­lækn­is.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­in­u. 

Birgir hefur gegnt emb­ætti land­læknis frá 1. jan­úar 2015. Fyrir þann tíma starf­aði hann í Sví­þjóð um langt ára­bil þar sem hann gegndi ýmsum stjórn­un­ar­stöðum við sjúkra­hús þar í landi. Sér­grein Birgis er barna­lækn­ingar og árið 1988 lauk hann dokt­ors­prófi frá Karol­inska Institu­tet. Hann gegndi um ára­bil yfir­lækn­is­stöðu á barna­deild Hudd­inge sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi, árið 2003 tók hann við starfi sjúkra­hús­stjóra við Capio St. Görans sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi og frá árinu 2007 var hann for­stjóri Karol­inska sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi þar til hann var skip­aður land­lækn­ir.

Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir segir mik­inn feng í Birgi sér til aðstoðar við þau stóru og flóknu verk­efni sem heyra undir emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra. Hann hafi viða­mikla þekk­ingu á heil­brigð­is­kerf­inu, bæði á sviði stjórn­unar og stefnu­mót­unar og fag­þekk­ing hans sem læknis sé einnig mik­il­væg. Sem land­læknir hafi hann öðl­ast mik­il­væga yfir­sýn yfir íslenska heil­brigð­is­kerf­ið 

„Í Emb­ætti land­læknis hefur Birgir komið fram með skýra sýn á ýmsa þætti sem hann telur mega betur fara í heil­brigð­is­kerf­inu og um mótun heil­brigð­is­stefnu til fram­tíðar sem bygg­ist á sam­fé­lags­legri sátt. Áherslur hans falla vel að þeim verk­efnum sem ég mun setja á odd­inn á kom­andi miss­erum og ég hlakka til að vinna með hon­um,“ segir Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra.

Birgir verður annar tveggja aðstoð­ar­manna Svan­dís­ar. Hinn aðstoð­ar­maður hennar er Iðunn Garð­ars­dóttir lög­fræð­ingur sem tók til starfa í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu í byrjun des­em­ber.

Meira úr sama flokkiInnlent