Birgir Jakobsson verður aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ráðið Birgi Jakobsson, fráfarandi landlækni, sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu.

Birgir Jakobsson, fráfarandi landlæknir.
Birgir Jakobsson, fráfarandi landlæknir.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ráðið Birgi Jak­obs­son aðstoð­ar­mann sinn í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu. Birgir tekur til starfa 1. apríl næst­kom­andi þegar hann lætur af emb­ætti land­lækn­is.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­in­u. 

Birgir hefur gegnt emb­ætti land­læknis frá 1. jan­úar 2015. Fyrir þann tíma starf­aði hann í Sví­þjóð um langt ára­bil þar sem hann gegndi ýmsum stjórn­un­ar­stöðum við sjúkra­hús þar í landi. Sér­grein Birgis er barna­lækn­ingar og árið 1988 lauk hann dokt­ors­prófi frá Karol­inska Institu­tet. Hann gegndi um ára­bil yfir­lækn­is­stöðu á barna­deild Hudd­inge sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi, árið 2003 tók hann við starfi sjúkra­hús­stjóra við Capio St. Görans sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi og frá árinu 2007 var hann for­stjóri Karol­inska sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi þar til hann var skip­aður land­lækn­ir.

Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir segir mik­inn feng í Birgi sér til aðstoðar við þau stóru og flóknu verk­efni sem heyra undir emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra. Hann hafi viða­mikla þekk­ingu á heil­brigð­is­kerf­inu, bæði á sviði stjórn­unar og stefnu­mót­unar og fag­þekk­ing hans sem læknis sé einnig mik­il­væg. Sem land­læknir hafi hann öðl­ast mik­il­væga yfir­sýn yfir íslenska heil­brigð­is­kerf­ið 

„Í Emb­ætti land­læknis hefur Birgir komið fram með skýra sýn á ýmsa þætti sem hann telur mega betur fara í heil­brigð­is­kerf­inu og um mótun heil­brigð­is­stefnu til fram­tíðar sem bygg­ist á sam­fé­lags­legri sátt. Áherslur hans falla vel að þeim verk­efnum sem ég mun setja á odd­inn á kom­andi miss­erum og ég hlakka til að vinna með hon­um,“ segir Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra.

Birgir verður annar tveggja aðstoð­ar­manna Svan­dís­ar. Hinn aðstoð­ar­maður hennar er Iðunn Garð­ars­dóttir lög­fræð­ingur sem tók til starfa í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu í byrjun des­em­ber.

Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög
Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
21. janúar 2018
Hákon Hákonarson
Nýtt lyf við ADHD væntanlegt innan fárra ára
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfi við athyglisbrest með ofvirkni komu vel út og búist er við að lyfið komist í almenna notkun eftir 2 til 3 ár.
21. janúar 2018
Bára Huld Beck
Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)
21. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent