Hildur Sverrisdóttir ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar

Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur ráðið sér annan aðstoðarmann. Sú er fyrrverandi þingmaður og borgarfullltrúi Sjálfstæðisflokksins.

7DM_5595_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. Hildur Sverrisdóttir
Auglýsing

Hildur Sverr­is­dótt­ir, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi þing­maður  og borg­ar­full­trúi hans, hefur verið ráðin aðstoð­ar­maður Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra. Hildur verður annar aðstoð­ar­maður hennar en áður var Ólafur Teitur Guðna­son í aðstoð­ar­mannateymi ráð­herr­ans. Hildur mun hefja störf í lok mán­að­ar.

Hildur er fædd árið 1978. Hún er með meist­ara­próf í lög­fræði frá Háskól­anum í Reykja­vík og lög­manns­rétt­indi. Hún hefur meðal ann­ars starfað sem lög­fræð­ingur hjá fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 og sem fram­kvæmda­stjóri V-dags gegn kyn­ferð­is­brot­um. Hildur skrif­aði um ára­bil bak­þanka í Frétta­blaðið og rit­stýrði jafn­framt bók­inni Fantasí­ur.

Alls eru ell­efu ráð­herrar í rík­­is­­stjórn Íslands. Hver og einn þeirra má vera með tvo aðstoð­­ar­­menn auk þess sem heim­ild er til staðar sam­­kvæmt ákvörðun rík­­is­­stjórnar að ráða þrjá til við­­bótar ef þörf kref­­ur.

Auglýsing
Einn þeirra er sér­­stakur upp­­lýs­inga­­full­­trúi rík­­is­­stjórn­­­ar­innar sem starfar innan for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins. Ekki þarf að aug­lýsa aðstoð­­ar­­manna­­stöður heldur eru þeir sem sinna þeim störfum valdir af hverjum ráð­herra fyrir sig, enda oft­­ast um að ræða nán­­ustu sam­­starfs­­menn ráð­herra á meðan að hann gegnir emb­ætti.

Aðstoð­ar­menn ráð­herra fengu dug­­lega launa­hækkun sum­­­arið 2016, þegar laun skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum voru hækkuð um allt að 35 pró­­sent. Laun aðstoð­­ar­­manna mið­­ast við laun skrif­­stofu­­stjór­anna. Eftir þá hækkun eru laun aðstoð­­ar­­manna um 1,2 millj­­ónir króna á mán­uði. Aðstoð­­ar­­menn ráð­herra eru með Hildi 16 tals­ins, að með­­­töldum upp­­lýs­inga full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar. Enn er svig­­rúm til að ráða allt að níu aðstoð­­ar­­menn til við­­bót­­ar.

Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög
Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
21. janúar 2018
Hákon Hákonarson
Nýtt lyf við ADHD væntanlegt innan fárra ára
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfi við athyglisbrest með ofvirkni komu vel út og búist er við að lyfið komist í almenna notkun eftir 2 til 3 ár.
21. janúar 2018
Bára Huld Beck
Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)
21. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent