Hildur Sverrisdóttir ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar

Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur ráðið sér annan aðstoðarmann. Sú er fyrrverandi þingmaður og borgarfullltrúi Sjálfstæðisflokksins.

7DM_5595_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. Hildur Sverrisdóttir
Auglýsing

Hildur Sverr­is­dótt­ir, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi þing­maður  og borg­ar­full­trúi hans, hefur verið ráðin aðstoð­ar­maður Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra. Hildur verður annar aðstoð­ar­maður hennar en áður var Ólafur Teitur Guðna­son í aðstoð­ar­mannateymi ráð­herr­ans. Hildur mun hefja störf í lok mán­að­ar.

Hildur er fædd árið 1978. Hún er með meist­ara­próf í lög­fræði frá Háskól­anum í Reykja­vík og lög­manns­rétt­indi. Hún hefur meðal ann­ars starfað sem lög­fræð­ingur hjá fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 og sem fram­kvæmda­stjóri V-dags gegn kyn­ferð­is­brot­um. Hildur skrif­aði um ára­bil bak­þanka í Frétta­blaðið og rit­stýrði jafn­framt bók­inni Fantasí­ur.

Alls eru ell­efu ráð­herrar í rík­­is­­stjórn Íslands. Hver og einn þeirra má vera með tvo aðstoð­­ar­­menn auk þess sem heim­ild er til staðar sam­­kvæmt ákvörðun rík­­is­­stjórnar að ráða þrjá til við­­bótar ef þörf kref­­ur.

Auglýsing
Einn þeirra er sér­­stakur upp­­lýs­inga­­full­­trúi rík­­is­­stjórn­­­ar­innar sem starfar innan for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins. Ekki þarf að aug­lýsa aðstoð­­ar­­manna­­stöður heldur eru þeir sem sinna þeim störfum valdir af hverjum ráð­herra fyrir sig, enda oft­­ast um að ræða nán­­ustu sam­­starfs­­menn ráð­herra á meðan að hann gegnir emb­ætti.

Aðstoð­ar­menn ráð­herra fengu dug­­lega launa­hækkun sum­­­arið 2016, þegar laun skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum voru hækkuð um allt að 35 pró­­sent. Laun aðstoð­­ar­­manna mið­­ast við laun skrif­­stofu­­stjór­anna. Eftir þá hækkun eru laun aðstoð­­ar­­manna um 1,2 millj­­ónir króna á mán­uði. Aðstoð­­ar­­menn ráð­herra eru með Hildi 16 tals­ins, að með­­­töldum upp­­lýs­inga full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar. Enn er svig­­rúm til að ráða allt að níu aðstoð­­ar­­menn til við­­bót­­ar.

Meira úr sama flokkiInnlent