Vilhjálmur Bjarnason fer fram í borginni

Fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að bjóða sig fram í leiðtogakjör hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir næstkomandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason
Auglýsing

Vil­hjálmur Bjarna­son, fyrr­ver­andi alþing­is­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur ákveðið að bjóða sig fram í leið­toga­kjör hjá Sjálf­stæð­is­flokknum fyrir næst­kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í Reykja­vík í vor. 

Þetta kem­ur fram í frétt RÚ­V. 

Vil­hjálmur var alþing­is­maður fyrir Suð­vest­ur­kjör­dæmi frá 2013 til 2017. Vil­hjálmur starf­aði einnig við kennslu frá 1989 til 2013, meðal ann­ars í Iðn­skól­anum í Reykja­vík og Háskóla Íslands við við­skipta­fræði­deild. Þá starf­aði hann einnig hjá Útvegs­banka Íslands, meðal ann­ars sem úti­bús­stjóri bank­ans í Vest­manna­eyjum árin 1980 til 1987.

Auglýsing

Í gær lýsti Eyþór Arn­alds, athafna­­maður og fyrr­ver­andi odd­viti sjálf­­­stæð­is­­manna í Árborg, því yfir á Face­­book síðu sinni að hann gæfi kost á sér til að leiða lista Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins í Reykja­vík í borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­un­um í vor.

Áður höfðu borg­­ar­­full­­trú­­arnir Kjartan Magn­ús­­son og Áslaug Frið­­riks­dótt­ir til­­kynnt um að þau sæk­ist eftir leið­­toga­hlut­verki í Reykja­vík.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að Vala Páls­dótt­ir, for­­maður Lands­­sam­­bands sjálf­­stæð­iskvenna, hafi fengið margar áskor­­anir um að bjóða sig fram í leið­­toga­­próf­­kjöri Sjálf­­stæð­is­­manna í Reykja­vík.

Fram­boðs­frestur rennur út í dag klukkan 16:00.

Helga Ingólfsdóttir
„Má bjóða þér ískalt kranavatn?“
21. janúar 2018
Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög
Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
21. janúar 2018
Hákon Hákonarson
Nýtt lyf við ADHD væntanlegt innan fárra ára
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfi við athyglisbrest með ofvirkni komu vel út og búist er við að lyfið komist í almenna notkun eftir 2 til 3 ár.
21. janúar 2018
Bára Huld Beck
Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)
21. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent