Vilhjálmur Bjarnason fer fram í borginni

Fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að bjóða sig fram í leiðtogakjör hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir næstkomandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason
Auglýsing

Vil­hjálmur Bjarna­son, fyrr­ver­andi alþing­is­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur ákveðið að bjóða sig fram í leið­toga­kjör hjá Sjálf­stæð­is­flokknum fyrir næst­kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í Reykja­vík í vor. 

Þetta kem­ur fram í frétt RÚ­V. 

Vil­hjálmur var alþing­is­maður fyrir Suð­vest­ur­kjör­dæmi frá 2013 til 2017. Vil­hjálmur starf­aði einnig við kennslu frá 1989 til 2013, meðal ann­ars í Iðn­skól­anum í Reykja­vík og Háskóla Íslands við við­skipta­fræði­deild. Þá starf­aði hann einnig hjá Útvegs­banka Íslands, meðal ann­ars sem úti­bús­stjóri bank­ans í Vest­manna­eyjum árin 1980 til 1987.

Auglýsing

Í gær lýsti Eyþór Arn­alds, athafna­­maður og fyrr­ver­andi odd­viti sjálf­­­stæð­is­­manna í Árborg, því yfir á Face­­book síðu sinni að hann gæfi kost á sér til að leiða lista Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins í Reykja­vík í borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­un­um í vor.

Áður höfðu borg­­ar­­full­­trú­­arnir Kjartan Magn­ús­­son og Áslaug Frið­­riks­dótt­ir til­­kynnt um að þau sæk­ist eftir leið­­toga­hlut­verki í Reykja­vík.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að Vala Páls­dótt­ir, for­­maður Lands­­sam­­bands sjálf­­stæð­iskvenna, hafi fengið margar áskor­­anir um að bjóða sig fram í leið­­toga­­próf­­kjöri Sjálf­­stæð­is­­manna í Reykja­vík.

Fram­boðs­frestur rennur út í dag klukkan 16:00.

Meira úr sama flokkiInnlent