Vísbendingar um að leigumarkaður fari minnkandi

Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að könnun bendi til þess að leigumarkaður á Íslandi fari minnkandi.

Íbúðalánasjóður - lógó1.jpg
Auglýsing

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs (ÍLS) kemur fram að vís­bend­ingar séu um að leigu­mark­aður fari minnk­andi sam­kvæmt nýrri spurn­inga­könnun sem fjallað er um í skýrslu ÍLS. 

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að hlut­fall þeirra við­skipta með íbúð­ar­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem eiga sér stað undir ásettu verði hefur auk­ist upp á síðkast­ið.

Í nóv­em­ber seld­ust 78 pró­sent íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu undir ásettu verði, en jafn hátt hlut­fall hefur ekki sést síðan í upp­hafi árs 2016. 

Auglýsing

Aukin ró virð­ist því vera að fær­ast yfir fast­eigna­mark­að­inn eftir mikla upp­sveiflu á fyrri hluta síð­asta árs, að því er segir í skýrsl­unni. Fast­eigna­verð hefur hækkað um tæp­lega 16 pró­sent á und­an­förnu ári, og hefur verð hækkað um 10 til 20 pró­sent á ári alveg frá árinu 2011.

Flestar spár gera ráð fyrir áfram­hald­andi hækkun fast­eigna­verðs, en þó mun verðið ekki hækka eins mikið á þessu ári og und­an­förnum árum. Sam­kvæmt spá Íslands­banka verður hækk­unin um 12 pró­sent á þessu ári, og tölu­vert minna á næstu tveimur árum þar á eft­ir.

Meira úr sama flokkiInnlent