Olíuverð heldur áfram að hækka - Vaknar verðbólgudraugurinn?

Hratt hækkandi olíuverð gæti skilað sér í hærra verðlagi.

Olía
Auglýsing

Heims­mark­aðs­verð olíu hefur hækkað hratt og und­an­förnu og fór verðið á tunnu af hrá­olíu á Evr­ópu­mark­aði yfir 70 Banda­ríkja­dali í dag í fyrsta skipti síðan í des­em­ber 2014.

Frá því í júlí í fyrra hefur verðið farið úr 42,5 Banda­ríkja­dölum á tunn­una í 70 í dag.

Flest bendir til þess að olíu­fram­leiðslu­ríkin 14 í Sam­tökum olíu­fram­leiðslu­ríkja, OPEC, muni halda áfram að tak­marka fram­leiðslu og fram­boð olíu, en eft­ir­spurn hefur verið að aukast í heims­bú­skapnum sem hefur leitt til verð­hækk­ana.

Auglýsing

OPEC-­þjóð­irnar eru Alsír, Angóla, Ekvador, Íran, Írak, Katar, Kúveit, Líbía, Nígería, Gabon, Gínea, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin, Sádí-­Ar­abía og Venes­ú­ela.

Aðrir stórir olíu­fram­leið­end­ur, eins og Rúss­land, Nor­eg­ur, Banda­ríkin og Kana­da, hafa boðað frek­ari olíu­leit og fram­leiðslu, en tölu­vert er þó í að ný vinnsla á olíu muni hafa mikil áhrif á heims­mark­að­inn.

Vaknar verð­bólgu­draug­ur­inn?

Í umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC segir að þessi hraða hækkun olíu­verðs geti ýtt undir hækkun verð­lags á næst­unni, og þannig stuðlað að meiri verð­bólgu.

Spár gera frekar ráð fyrir að verð fari hækk­andi á næst­unni, þar sem eft­ir­spurn hefur auk­ist í heims­bú­skapn­um.Ef horft er til Íslands sér­stak­lega, þá hefur Seðla­banki Íslands minnst á það í sínum umfjöll­un­um, meðal ann­ars í Pen­inga­mál­um, að Ísland hafi notið góðs af því að lít­ill verð­bólgu­þrýst­ingu hafi verið utan frá, meðal ann­ars vegna lágs olíu­verðs. Eftir því sem það er hærra, því hærra er verð­lag á ýmsum inn­fluttum vörum og þá hækkar einnig kostn­aður við heim­il­is- og fyr­ir­tækja­rekst­ur.

Mik­ill upp­gangur í ferða­þjón­ust­unni á und­an­förnum árum hefur leitt til þess gengi krón­unnar hefur styrkst, og þannig dregið úr verð­bólgu­þrýst­ingi.

Í tæp­lega fjögur ár hefur verð­bólga á Íslandi verið undir 2,5 pró­sent mark­miði Seðla­banka Íslands en hún mælist nú 1,9 pró­sent. Verð­bólgu­horfur hafa verið sagðar nokkuð góð­ar, en búist er við því að verð­bólga auk­ist á næstu árum og verði komin upp að mark­mið­inu á næsta ári.

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent