Olíuverð heldur áfram að hækka - Vaknar verðbólgudraugurinn?

Hratt hækkandi olíuverð gæti skilað sér í hærra verðlagi.

Olía
Auglýsing

Heims­mark­aðs­verð olíu hefur hækkað hratt og und­an­förnu og fór verðið á tunnu af hrá­olíu á Evr­ópu­mark­aði yfir 70 Banda­ríkja­dali í dag í fyrsta skipti síðan í des­em­ber 2014.

Frá því í júlí í fyrra hefur verðið farið úr 42,5 Banda­ríkja­dölum á tunn­una í 70 í dag.

Flest bendir til þess að olíu­fram­leiðslu­ríkin 14 í Sam­tökum olíu­fram­leiðslu­ríkja, OPEC, muni halda áfram að tak­marka fram­leiðslu og fram­boð olíu, en eft­ir­spurn hefur verið að aukast í heims­bú­skapnum sem hefur leitt til verð­hækk­ana.

Auglýsing

OPEC-­þjóð­irnar eru Alsír, Angóla, Ekvador, Íran, Írak, Katar, Kúveit, Líbía, Nígería, Gabon, Gínea, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin, Sádí-­Ar­abía og Venes­ú­ela.

Aðrir stórir olíu­fram­leið­end­ur, eins og Rúss­land, Nor­eg­ur, Banda­ríkin og Kana­da, hafa boðað frek­ari olíu­leit og fram­leiðslu, en tölu­vert er þó í að ný vinnsla á olíu muni hafa mikil áhrif á heims­mark­að­inn.

Vaknar verð­bólgu­draug­ur­inn?

Í umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC segir að þessi hraða hækkun olíu­verðs geti ýtt undir hækkun verð­lags á næst­unni, og þannig stuðlað að meiri verð­bólgu.

Spár gera frekar ráð fyrir að verð fari hækk­andi á næst­unni, þar sem eft­ir­spurn hefur auk­ist í heims­bú­skapn­um.Ef horft er til Íslands sér­stak­lega, þá hefur Seðla­banki Íslands minnst á það í sínum umfjöll­un­um, meðal ann­ars í Pen­inga­mál­um, að Ísland hafi notið góðs af því að lít­ill verð­bólgu­þrýst­ingu hafi verið utan frá, meðal ann­ars vegna lágs olíu­verðs. Eftir því sem það er hærra, því hærra er verð­lag á ýmsum inn­fluttum vörum og þá hækkar einnig kostn­aður við heim­il­is- og fyr­ir­tækja­rekst­ur.

Mik­ill upp­gangur í ferða­þjón­ust­unni á und­an­förnum árum hefur leitt til þess gengi krón­unnar hefur styrkst, og þannig dregið úr verð­bólgu­þrýst­ingi.

Í tæp­lega fjögur ár hefur verð­bólga á Íslandi verið undir 2,5 pró­sent mark­miði Seðla­banka Íslands en hún mælist nú 1,9 pró­sent. Verð­bólgu­horfur hafa verið sagðar nokkuð góð­ar, en búist er við því að verð­bólga auk­ist á næstu árum og verði komin upp að mark­mið­inu á næsta ári.

Krónan styrkist og Icelandair rýkur upp
Markaðsvirði Icelandair hefur sveiflast mikið eftir því hvernig því sem tíðindi hafa borist af fjármögnunarviðræðum WOW air.
Kjarninn 17. desember 2018
Forseti og varaforsetar Alþingis segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið
Varaforsetar Alþingis eru sex. Eftir að hafa metið athugasemdir, var ákveðið að segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið.
Kjarninn 17. desember 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Brexit: Hvers vegna eru allir á taugum vegna Írlands?
Kjarninn 17. desember 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Hann hefur farið fram á að Már Guðmundsson seðlabankastjóri segi af sér vegna Samherjamálsins.
Bankaráð Seðlabanka Íslands biður aftur um frest vegna Samherjamáls
Bankaráð Seðlabanka Íslands vonast til þess að geta svarað erindi forsætisráðherra um hið svokallaða Samherjamál „í upphafi nýs árs“. Upphaflega fékk ráðið frest til 7. desember til að svara erindinu.
Kjarninn 17. desember 2018
Ríkisendurskoðun segir „óheppilegt“ að greining á vanda Íslandspósts liggi ekki fyrir
Íslenska ríkið ætlar að lána Íslandspósti stórfé þrátt fyrir að ekki liggi fyrir greining á því hvað valdi miklum rekstrarvanda. Ríkisendurskoðun telur það óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig eigi að taka á vandanum áður en fjármagn sé sett í það.
Kjarninn 17. desember 2018
Alvotech
Fuji Pharma fjár­festir í Al­votech fyr­ir 6,2 milljarða
Japanska lyfjafyrirtækið Fuji pharma hefur keypt 4,6 prósent eignarhlut í íslenska lyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir 6,2 milljarða króna.
Kjarninn 17. desember 2018
Vextir óverðtryggðra lána hækkað um allt að 1,25 prósentustig á árinu
Hjá bönkum landsins hafa fastir vextir óverðtryggðra lána hækkað mest allra vaxta. Frá janúar 2018 hafa fastir vextir óverðtryggðra lána hækkað um 1,25 prósentustig hjá Íslandsbanka og eru nú hæstir vaxta eða 7,40 prósent í desember.
Kjarninn 17. desember 2018
Freyja Haraldsdóttir
Freyja: Orðræðan sársaukafull fyrir þolendur og viðheldur ofbeldismenningu
Orðræðan um að ekki allir þingmenn eða karlar séu blindfullir á bar að tala með ofbeldisfullum hætti um konur og jaðarsetta hópa getur verið afar sársaukafull fyrir þolendur, að mati Freyju Haraldsdóttur.
Kjarninn 17. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent