Olíuverð heldur áfram að hækka - Vaknar verðbólgudraugurinn?

Hratt hækkandi olíuverð gæti skilað sér í hærra verðlagi.

Olía
Auglýsing

Heims­mark­aðs­verð olíu hefur hækkað hratt og und­an­förnu og fór verðið á tunnu af hrá­olíu á Evr­ópu­mark­aði yfir 70 Banda­ríkja­dali í dag í fyrsta skipti síðan í des­em­ber 2014.

Frá því í júlí í fyrra hefur verðið farið úr 42,5 Banda­ríkja­dölum á tunn­una í 70 í dag.

Flest bendir til þess að olíu­fram­leiðslu­ríkin 14 í Sam­tökum olíu­fram­leiðslu­ríkja, OPEC, muni halda áfram að tak­marka fram­leiðslu og fram­boð olíu, en eft­ir­spurn hefur verið að aukast í heims­bú­skapnum sem hefur leitt til verð­hækk­ana.

Auglýsing

OPEC-­þjóð­irnar eru Alsír, Angóla, Ekvador, Íran, Írak, Katar, Kúveit, Líbía, Nígería, Gabon, Gínea, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin, Sádí-­Ar­abía og Venes­ú­ela.

Aðrir stórir olíu­fram­leið­end­ur, eins og Rúss­land, Nor­eg­ur, Banda­ríkin og Kana­da, hafa boðað frek­ari olíu­leit og fram­leiðslu, en tölu­vert er þó í að ný vinnsla á olíu muni hafa mikil áhrif á heims­mark­að­inn.

Vaknar verð­bólgu­draug­ur­inn?

Í umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC segir að þessi hraða hækkun olíu­verðs geti ýtt undir hækkun verð­lags á næst­unni, og þannig stuðlað að meiri verð­bólgu.

Spár gera frekar ráð fyrir að verð fari hækk­andi á næst­unni, þar sem eft­ir­spurn hefur auk­ist í heims­bú­skapn­um.Ef horft er til Íslands sér­stak­lega, þá hefur Seðla­banki Íslands minnst á það í sínum umfjöll­un­um, meðal ann­ars í Pen­inga­mál­um, að Ísland hafi notið góðs af því að lít­ill verð­bólgu­þrýst­ingu hafi verið utan frá, meðal ann­ars vegna lágs olíu­verðs. Eftir því sem það er hærra, því hærra er verð­lag á ýmsum inn­fluttum vörum og þá hækkar einnig kostn­aður við heim­il­is- og fyr­ir­tækja­rekst­ur.

Mik­ill upp­gangur í ferða­þjón­ust­unni á und­an­förnum árum hefur leitt til þess gengi krón­unnar hefur styrkst, og þannig dregið úr verð­bólgu­þrýst­ingi.

Í tæp­lega fjögur ár hefur verð­bólga á Íslandi verið undir 2,5 pró­sent mark­miði Seðla­banka Íslands en hún mælist nú 1,9 pró­sent. Verð­bólgu­horfur hafa verið sagðar nokkuð góð­ar, en búist er við því að verð­bólga auk­ist á næstu árum og verði komin upp að mark­mið­inu á næsta ári.

Blockchain mun breyta fjölmiðlum
Blockchain býður upp á mikla möguleika fyrir fjölmiðla, segir Matt Coolidge í viðtali við Frey Eyjólfsson.
Kjarninn 19. júní 2018
Aðalgeir Þorgrímsson
Hlaupandi forstjóri og 6.596 bankar
Kjarninn 19. júní 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Velferðarráðuneytinu skipt upp í tvennt
Forsætisráðuneytið mun leggja fram þingsályktunartillögu í haust um skiptingu velferðarráðuneytisins í tvö ráðuneyti.
Kjarninn 19. júní 2018
Viðar Halldórsson
Ísland 1 – Argentína 0 – Tölfræðin sem við viljum alltaf vinna
Kjarninn 19. júní 2018
Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní 2018.
Friðurinn úti í borgarstjórn eftir innan við klukkustund
Borgarstjórnarfulltrúar minnihlutans kalla eftir óháðri rannsókn vegna trúnaðarbrests og leka í Ráðhúsinu í upphafi fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Málið sé prófraun.
Kjarninn 19. júní 2018
Róhingjar á flótta.
Aldrei verið fleiri á flótta í heiminum
Tæpar 70 milljónir manna voru hrakin frá heimilum sínum og rúmar 25 milljónir þeirra teljast flóttamenn. Báðar tölur eru þær hæstu sem mælst hafa í mörg ár.
Kjarninn 19. júní 2018
Dagur B. Eggertsson.
Fyrsti borgarstjórnarfundurinn á nýju kjörtímabili í dag
Kosið verður í ráð og nefndir og tillögur flokkanna teknar fyrir á fyrsta fundi borgarstjórnar sem haldinn er í dag. Sósíalistaflokkurinn leggur fram sjö tillögur á fundinum.
Kjarninn 19. júní 2018
Elisabeth Moss í hlutverki Hjáfreð í Handmaid's Tale
Ágúst Ólafur líkir stefnu Trump við Handmaid's Tale
Þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar fordæma innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar flóttamannabarna frá foreldrum sínum.
Kjarninn 19. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent