Olíuverð heldur áfram að hækka - Vaknar verðbólgudraugurinn?

Hratt hækkandi olíuverð gæti skilað sér í hærra verðlagi.

Olía
Auglýsing

Heims­mark­aðs­verð olíu hefur hækkað hratt og und­an­förnu og fór verðið á tunnu af hrá­olíu á Evr­ópu­mark­aði yfir 70 Banda­ríkja­dali í dag í fyrsta skipti síðan í des­em­ber 2014.

Frá því í júlí í fyrra hefur verðið farið úr 42,5 Banda­ríkja­dölum á tunn­una í 70 í dag.

Flest bendir til þess að olíu­fram­leiðslu­ríkin 14 í Sam­tökum olíu­fram­leiðslu­ríkja, OPEC, muni halda áfram að tak­marka fram­leiðslu og fram­boð olíu, en eft­ir­spurn hefur verið að aukast í heims­bú­skapnum sem hefur leitt til verð­hækk­ana.

Auglýsing

OPEC-­þjóð­irnar eru Alsír, Angóla, Ekvador, Íran, Írak, Katar, Kúveit, Líbía, Nígería, Gabon, Gínea, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin, Sádí-­Ar­abía og Venes­ú­ela.

Aðrir stórir olíu­fram­leið­end­ur, eins og Rúss­land, Nor­eg­ur, Banda­ríkin og Kana­da, hafa boðað frek­ari olíu­leit og fram­leiðslu, en tölu­vert er þó í að ný vinnsla á olíu muni hafa mikil áhrif á heims­mark­að­inn.

Vaknar verð­bólgu­draug­ur­inn?

Í umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC segir að þessi hraða hækkun olíu­verðs geti ýtt undir hækkun verð­lags á næst­unni, og þannig stuðlað að meiri verð­bólgu.

Spár gera frekar ráð fyrir að verð fari hækk­andi á næst­unni, þar sem eft­ir­spurn hefur auk­ist í heims­bú­skapn­um.Ef horft er til Íslands sér­stak­lega, þá hefur Seðla­banki Íslands minnst á það í sínum umfjöll­un­um, meðal ann­ars í Pen­inga­mál­um, að Ísland hafi notið góðs af því að lít­ill verð­bólgu­þrýst­ingu hafi verið utan frá, meðal ann­ars vegna lágs olíu­verðs. Eftir því sem það er hærra, því hærra er verð­lag á ýmsum inn­fluttum vörum og þá hækkar einnig kostn­aður við heim­il­is- og fyr­ir­tækja­rekst­ur.

Mik­ill upp­gangur í ferða­þjón­ust­unni á und­an­förnum árum hefur leitt til þess gengi krón­unnar hefur styrkst, og þannig dregið úr verð­bólgu­þrýst­ingi.

Í tæp­lega fjögur ár hefur verð­bólga á Íslandi verið undir 2,5 pró­sent mark­miði Seðla­banka Íslands en hún mælist nú 1,9 pró­sent. Verð­bólgu­horfur hafa verið sagðar nokkuð góð­ar, en búist er við því að verð­bólga auk­ist á næstu árum og verði komin upp að mark­mið­inu á næsta ári.

Með hraða snigilsins
Í febrúar 2008 undirrituðu samgönguráðherrar Danmerkur og Þýskalands samkomulag um brúargerð yfir Femern sundið milli Rødby í Danmörku og Puttgarden í Þýskalandi. Þá höfðu árum saman staðið yfir umræður um ,,akveg“ yfir sundið.
18. mars 2018
Leggja til miklar breytingar á menntastefnunni
Sjálfstæðismenn vilja breytingar á menntamálum þjóðarinnar.
17. mars 2018
Sjálfstæðismenn vilja RÚV af auglýsingamarkaði og afnema VSK á fjölmiðla
Í ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins, á 43. landsfundi flokksins, kemur fram að flokkurinn vilji meiri áherslu RÚV á innlent efni og að virðisaukaskattur verði afnuminn á fjölmiðla.
17. mars 2018
Helga Dögg Sverrisdóttir
Mæður beita börn sín oftar ofbeldi en feður
17. mars 2018
Fjármálakerfið að komast á þann stað að áhættusækni er að aukast
Már Guðmundsson segir að það sé mikilvægt að söluferli Arion banka gangi vel. Áhættusækni sé að vaxa í íslensku bankakerfi og eftirlitsaðilar þurfi að sjá til þess að hún gangi ekki of langt.
17. mars 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Unghugar
17. mars 2018
Stúlkur velja frekar spænsku en piltar þýsku
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni vilja framhaldsskólanemar helst læra þýsku og spænsku sem þriðja tungumál.
17. mars 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin og Ögmundur tókust harkalega á um umdeilt málþing um Sýrland
17. mars 2018
Meira úr sama flokkiInnlent