Frávísun staðfest í máli Samtaka sparifjáreigenda gegn Kaupþingsmönnum

Hæstiréttur segir að málið sé að verulegu leyti vanreifað af hálfu stefnenda.

Hæstiréttur
Auglýsing

Hæsti­réttur hefur stað­fest nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Vest­ur­lands frá 8. des­em­ber um að vísa frá dómi skaða­bóta­kröfu Sam­taka spari­fjár­eig­enda á hendur Ólafi Ólafs­syni og fjórum fyrr­ver­andi stjórn­endum Kaup­þings banka, þeim Hreið­ari Má Sig­urðs­syni, Sig­urði Ein­ars­syni, Ingólfi Helga­syni og Magn­úsi Guð­munds­syni.

Í mál­inu kröfð­ust sam­tökin lið­lega 900 millj­óna króna vegna tjóns sem þau töldu að stefndu hefðu valdið Stapa líf­eyr­is­sjóði, meðal ann­ars með meintri mark­aðs­mis­notkun með hluta­bréf í Kaup­þingi. Stapi líf­eyr­is­sjóður hafði fram­selt sam­tök­unum bóta­kröfu sína í mál­inu.

Ólafur var einn stærsti hlut­hafi Kaup­þings fyrir fall bank­ans með tæpan 10 pró­sent hlut, en hinir fjórir voru allir æðstu stjórn­endur bank­ans. Hreiðar Már var for­stjóri, Sig­urður stjórn­ar­for­mað­ur, Ingólfur for­stjóri bank­ans á Íslandi, og Magnús for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg. Þeir hafa allir hlotið dóma vegna lög­brota í starf­semi Kaup­þing­is, meðal ann­ars fyr­ir 

Auglýsing

Málið var meðal ann­ars byggt á því að Kaup­þings­menn hefðu með mark­aðs­mis­notkun haldið uppi gengi bréfa Kaup­þings, og þannig valdið hlut­höfum og mark­aðnum tjóni. Hæsti­réttur féllst á það, að aðgerðir Kaup­þings­manna, sem dómar hafa fallið vegna, hefðu fullt sönn­un­ar­gildi í máli sem þessu. En málið er sagt van­reifað og ekki gögnum stutt, í vega­miklum atrið­u­m. 

Ólafur Ólafsson, fjárfestir og stærsti eigandi Samskipa.Í umfjöllun um bóta­á­byrgð er reifunin sér­stak­lega sögð ann­mörkum háð. „Af þeim ástæð­um, sem hér voru rakt­ar, er reifun sókn­ar­að­ila á atriðum varð­andi fjár­hæð aðal­kröfu hans háð veru­legum ann­mörk­um. Fram hjá þeim ann­mörkum yrði ekki kom­ist með því að ákveða sókn­ar­að­ila „skaða­bætur að álit­u­m“, svo sem hann krefst til vara, enda yrði slíkt ekki fært að öðrum skil­yrðum full­nægðum nema fyrir lægi á hvaða grund­velli áætla ætti slíkar bæt­ur,“ segir í dómn­um.

Í til­kynn­ingu frá Ólafi Ólafs­syni, spyr hann hversu lengi lög­menn eiga að geta kom­ist upp með það að búa sér til vinnu. „Hró­bjartur Jón­atans­son, lög­maður Sam­taka spari­fjár­eig­enda, lét hafa eftir sér þegar nið­ur­staða hér­aðs­dóms lá fyrir að höfðað yrði nýtt mál kæm­ist Hæsti­réttur að sömu nið­ur­stöðu. Það er vit­an­lega réttur allra að leita til dóm­stóla. Hins vegar liggur þegar fyrir að eng­inn grund­völlur var fyrir ásök­unum sem stefnan byggði á. Þá má velta því fyrir sér hversu lengi lög­menn kom­ast upp með að búa sér til vinnu með kaupum á kröfum og mál­sóknum sem engu skila,“ segir Ólaf­ur. 

Dóm­arar í mál­inu voru í Hæsta­rétti Þor­geir Örlygs­son, Markús Sig­ur­björns­son og Viðar Már Matth­í­as­son. 

Netflix vex og vex
Nýjustu tölur frá Netflix komu fjárfestum á óvart og jókst markaðsvirði félagsins um fjögur prósent í dag.
Kjarninn 16. október 2018
Enn hægir á hækkun fasteignaverðs
Íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um 3,4 prósent á undanförnu ári. Á vormánuðum í fyrra var hækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 16. október 2018
Unnur Rán Reynisdóttir
Það er kominn tími til að almenningur móti samfélagið
Kjarninn 16. október 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Nýr Landspítali, nýtt þorp
Kjarninn 16. október 2018
Vilja að refsingar vegna ærumeiðinga verði afnumdar
Verði nýtt frumvarp að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar. Auk þess verður ómerking ummæla, sem úrræði vegna ærumeiðinga, afnumin, sem og núgildandi heimild til þess að dæma fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms.
Kjarninn 16. október 2018
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Förum vel með almannafé
Kjarninn 16. október 2018
Írabakki
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum gagnrýnir rekstur Félagsbústaða
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum segir vonda fjármálastjórn Félagsbústaða aðeins hluti vandans. Hún gagnrýnir að Félagsbústaðir hafi hagað sér eins og leigufélag á almennum markaði.
Kjarninn 16. október 2018
Kröfur í þrotabúi Primera air komnar upp í rúma 16 milljarða
Í kringum 500 fyrirtæki og einstaklingar hafa lýst kröfum í þrotabú flugfélagsins Primera Air. Flugfélagið varð gjaldþrota á dögunum en forstjórinn og stærsti eigandinn hefur tekið yfir rekstur ferðaskrifstofunnar.
Kjarninn 16. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent