Frávísun staðfest í máli Samtaka sparifjáreigenda gegn Kaupþingsmönnum

Hæstiréttur segir að málið sé að verulegu leyti vanreifað af hálfu stefnenda.

Hæstiréttur
Auglýsing

Hæsti­réttur hefur stað­fest nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Vest­ur­lands frá 8. des­em­ber um að vísa frá dómi skaða­bóta­kröfu Sam­taka spari­fjár­eig­enda á hendur Ólafi Ólafs­syni og fjórum fyrr­ver­andi stjórn­endum Kaup­þings banka, þeim Hreið­ari Má Sig­urðs­syni, Sig­urði Ein­ars­syni, Ingólfi Helga­syni og Magn­úsi Guð­munds­syni.

Í mál­inu kröfð­ust sam­tökin lið­lega 900 millj­óna króna vegna tjóns sem þau töldu að stefndu hefðu valdið Stapa líf­eyr­is­sjóði, meðal ann­ars með meintri mark­aðs­mis­notkun með hluta­bréf í Kaup­þingi. Stapi líf­eyr­is­sjóður hafði fram­selt sam­tök­unum bóta­kröfu sína í mál­inu.

Ólafur var einn stærsti hlut­hafi Kaup­þings fyrir fall bank­ans með tæpan 10 pró­sent hlut, en hinir fjórir voru allir æðstu stjórn­endur bank­ans. Hreiðar Már var for­stjóri, Sig­urður stjórn­ar­for­mað­ur, Ingólfur for­stjóri bank­ans á Íslandi, og Magnús for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg. Þeir hafa allir hlotið dóma vegna lög­brota í starf­semi Kaup­þing­is, meðal ann­ars fyr­ir 

Auglýsing

Málið var meðal ann­ars byggt á því að Kaup­þings­menn hefðu með mark­aðs­mis­notkun haldið uppi gengi bréfa Kaup­þings, og þannig valdið hlut­höfum og mark­aðnum tjóni. Hæsti­réttur féllst á það, að aðgerðir Kaup­þings­manna, sem dómar hafa fallið vegna, hefðu fullt sönn­un­ar­gildi í máli sem þessu. En málið er sagt van­reifað og ekki gögnum stutt, í vega­miklum atrið­u­m. 

Ólafur Ólafsson, fjárfestir og stærsti eigandi Samskipa.Í umfjöllun um bóta­á­byrgð er reifunin sér­stak­lega sögð ann­mörkum háð. „Af þeim ástæð­um, sem hér voru rakt­ar, er reifun sókn­ar­að­ila á atriðum varð­andi fjár­hæð aðal­kröfu hans háð veru­legum ann­mörk­um. Fram hjá þeim ann­mörkum yrði ekki kom­ist með því að ákveða sókn­ar­að­ila „skaða­bætur að álit­u­m“, svo sem hann krefst til vara, enda yrði slíkt ekki fært að öðrum skil­yrðum full­nægðum nema fyrir lægi á hvaða grund­velli áætla ætti slíkar bæt­ur,“ segir í dómn­um.

Í til­kynn­ingu frá Ólafi Ólafs­syni, spyr hann hversu lengi lög­menn eiga að geta kom­ist upp með það að búa sér til vinnu. „Hró­bjartur Jón­atans­son, lög­maður Sam­taka spari­fjár­eig­enda, lét hafa eftir sér þegar nið­ur­staða hér­aðs­dóms lá fyrir að höfðað yrði nýtt mál kæm­ist Hæsti­réttur að sömu nið­ur­stöðu. Það er vit­an­lega réttur allra að leita til dóm­stóla. Hins vegar liggur þegar fyrir að eng­inn grund­völlur var fyrir ásök­unum sem stefnan byggði á. Þá má velta því fyrir sér hversu lengi lög­menn kom­ast upp með að búa sér til vinnu með kaupum á kröfum og mál­sóknum sem engu skila,“ segir Ólaf­ur. 

Dóm­arar í mál­inu voru í Hæsta­rétti Þor­geir Örlygs­son, Markús Sig­ur­björns­son og Viðar Már Matth­í­as­son. 

Meira úr sama flokkiInnlent