Sjálfstæðisflokkur náði ekki að endurgreiða risastyrki á settum tíma

Til stóð hjá Sjálfstæðisflokknum að endurgreiða háa styrki sem hann hlaut árið 2006 fyrir árið 2018. Þau áform stóðust ekki en ástæðan er sögð vera tíðari kosningar en gert var ráð fyrir.

Merki Sjálfstæðisflokksins.
Merki Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Áform Sjálf­stæð­is­flokks­ins um að ljúka end­ur­greiðslu styrkja sem hann fékk í lok árs 2006 frá FL Group og Lands­banka Íslands fyrir árið 2018 hafa ekki gengið eft­ir. Sam­tals námu styrkirnir 56 millj­ónum króna. Þetta kemur fram í svari Þórðar Þór­ar­ins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ástæð­una segir hann vera tíð­ari kosn­ingar en ráð var gert fyr­ir.

„Eins og oft hefur komið fram ákvað Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn einn flokka að end­ur­greiða háa styrki sem hann hlaut árið 2006. Aðrir flokkar sem fengu háa styrki það ár, ákváðu að gera það ekki.  Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur greitt reglu­lega af rekstrafé sín­u,“ segir hann. 

Þórður segir jafn­framt að almennar kosn­ingar séu lang­sam­lega fjár­frek­ustu útgjalda­liðir stjórn­mála­flokka og sem kunn­ugt verður gengið sveit­ar­stjórna­kosn­inga nú í vor eftir þing­kos­ingar árin 2013, 2016 og 2017 auk sveit­ar­stjórna­kosn­inga árið 2014. End­ur­skoðuð fjár­hags­á­ætlun miðar nú við að end­ur­greiðslum ljúki á næstu tveimur árum.

Auglýsing

Kjarn­inn hafði einnig sam­band við Júl­íus Þor­f­ins­son, fram­kvæmda­stjóra Stoða, sem áður hétu FL Group og spurði hann hvort og hversu mikið Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi greitt til baka. Hann sagði félagið hafa ákveðið að tjá sig hvorki af eða á um málið fyrir nokkrum árum og að sú afstaða hefði ekk­ert breyst. 

Bjarni Benediktsson lofaði að styrkirnir yrðu endurgreiddir skömmu eftir að hann var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins árið 2009.Sömu sögu er að segja af LBI ehf., sem stofnað var utan um þrotabú Lands­banka Íslands og tók við eft­ir­stand­andi eignum hans. Ársæll Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri LBI, sagði að félagið hefði þá stefnu að tjá sig ekki um ein­stök mál­efni við­skipta­manna eða ann­arra aðila. Því væri ekki hægt að verða við beiðni um upp­lýs­ingar um end­ur­greiðslur Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætl­aði einn að greiða til­baka

Styrkirnir voru veittir í lok árs 2006 og námu sam­tals 56 millj­ónum króna. Vorið 2009 sagði Bjarni Bene­dikts­son, þá nýkjör­inn for­maður flokks­ins, að styrkirnir yrðu end­ur­greidd­ir.

Á lands­fundi flokks­ins 2013 kom fram í máli Jón­mundar Guð­mars­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að flokk­ur­inn hefði þegar end­ur­greitt um 18 millj­ónir króna. Sam­kvæmt því stóðu þá 38 millj­ónir króna eftir árið 2013.

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn ákvað einn flokka að end­­ur­greiða háa styrki sem hann fékk fyrir hrun. Sam­fylk­ingin fékk einnig styrki upp á rúmar 36 millj­ónir króna árið 2006 frá Kaup­þingi, FL Group, Glitni, Lands­banka Íslands og Baugi. Flokk­ur­inn sagð­ist hins vegar aldrei ætla að greiða styrk­ina til baka líkt og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ákvað að gera.

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent