Sjálfstæðisflokkur náði ekki að endurgreiða risastyrki á settum tíma

Til stóð hjá Sjálfstæðisflokknum að endurgreiða háa styrki sem hann hlaut árið 2006 fyrir árið 2018. Þau áform stóðust ekki en ástæðan er sögð vera tíðari kosningar en gert var ráð fyrir.

Merki Sjálfstæðisflokksins.
Merki Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Áform Sjálf­stæð­is­flokks­ins um að ljúka end­ur­greiðslu styrkja sem hann fékk í lok árs 2006 frá FL Group og Lands­banka Íslands fyrir árið 2018 hafa ekki gengið eft­ir. Sam­tals námu styrkirnir 56 millj­ónum króna. Þetta kemur fram í svari Þórðar Þór­ar­ins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ástæð­una segir hann vera tíð­ari kosn­ingar en ráð var gert fyr­ir.

„Eins og oft hefur komið fram ákvað Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn einn flokka að end­ur­greiða háa styrki sem hann hlaut árið 2006. Aðrir flokkar sem fengu háa styrki það ár, ákváðu að gera það ekki.  Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur greitt reglu­lega af rekstrafé sín­u,“ segir hann. 

Þórður segir jafn­framt að almennar kosn­ingar séu lang­sam­lega fjár­frek­ustu útgjalda­liðir stjórn­mála­flokka og sem kunn­ugt verður gengið sveit­ar­stjórna­kosn­inga nú í vor eftir þing­kos­ingar árin 2013, 2016 og 2017 auk sveit­ar­stjórna­kosn­inga árið 2014. End­ur­skoðuð fjár­hags­á­ætlun miðar nú við að end­ur­greiðslum ljúki á næstu tveimur árum.

Auglýsing

Kjarn­inn hafði einnig sam­band við Júl­íus Þor­f­ins­son, fram­kvæmda­stjóra Stoða, sem áður hétu FL Group og spurði hann hvort og hversu mikið Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi greitt til baka. Hann sagði félagið hafa ákveðið að tjá sig hvorki af eða á um málið fyrir nokkrum árum og að sú afstaða hefði ekk­ert breyst. 

Bjarni Benediktsson lofaði að styrkirnir yrðu endurgreiddir skömmu eftir að hann var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins árið 2009.Sömu sögu er að segja af LBI ehf., sem stofnað var utan um þrotabú Lands­banka Íslands og tók við eft­ir­stand­andi eignum hans. Ársæll Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri LBI, sagði að félagið hefði þá stefnu að tjá sig ekki um ein­stök mál­efni við­skipta­manna eða ann­arra aðila. Því væri ekki hægt að verða við beiðni um upp­lýs­ingar um end­ur­greiðslur Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætl­aði einn að greiða til­baka

Styrkirnir voru veittir í lok árs 2006 og námu sam­tals 56 millj­ónum króna. Vorið 2009 sagði Bjarni Bene­dikts­son, þá nýkjör­inn for­maður flokks­ins, að styrkirnir yrðu end­ur­greidd­ir.

Á lands­fundi flokks­ins 2013 kom fram í máli Jón­mundar Guð­mars­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að flokk­ur­inn hefði þegar end­ur­greitt um 18 millj­ónir króna. Sam­kvæmt því stóðu þá 38 millj­ónir króna eftir árið 2013.

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn ákvað einn flokka að end­­ur­greiða háa styrki sem hann fékk fyrir hrun. Sam­fylk­ingin fékk einnig styrki upp á rúmar 36 millj­ónir króna árið 2006 frá Kaup­þingi, FL Group, Glitni, Lands­banka Íslands og Baugi. Flokk­ur­inn sagð­ist hins vegar aldrei ætla að greiða styrk­ina til baka líkt og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ákvað að gera.

280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Eyþór á fyrirtæki úti á Granda og vill byggja í Örfirisey
Eyþór Arnalds frambjóðandi í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins vill að borgin reisi íbúabyggð í Örfirisey. Hann á sjálfur fyrirtæki í rekstri svæðinu en telur hagsmunatengslin ekki þannig að honum sé ókleift að vera talsmaður uppbyggingar á svæðinu.
20. janúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru Málin 19 - Viðar Guðhjonsen, Davíð Oddsson og Donald Trump
20. janúar 2018
Á tímabilinu 2000-2016 voru byggðar um 1.800 íbúðir að meðaltali á hverju ári á Íslandi. Miðað við vænta mannfjölgun þá þarf að byggja rúmlega 2.200 á ári til að mæta þörf.
Þörf á að byggja um 2.200 íbúðir á ári til að mæta eftirspurn
Íbúðalánasjóður vinnur að gerð líkans til að meta undirliggjandi þörf fyrir nýjar íbúðir. Fyrstu niðurstöður benda til þess að mikil mannfjölgun leiði til þess að skortur á nýjum íbúðum hafi verið vanmetinn.
20. janúar 2018
Áreiðanlegir fjölmiðlar munu fá aukið vægi
Mark Zuckerberg heldur áfram að boða miklar breytingar á fréttastraumi notenda Facebook.
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent