Stór hluti leikskóla skortir viðbragðsáætlun í tengslum við fæðuofnæmi

Fimm prósent leikskólabarna eru með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol í Reykjavík samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var í Læknablaðinu á dögunum. Einnig kemur fram að 59 prósent leikskóla skorti viðbragðsáætlun í tengslum við fæðuofnæmi.

barn born rola leikskoli
Auglýsing

Fimm pró­sent leik­skóla­barna eru með fæðu­of­næmi og/eða fæðu­ó­þol í Reykja­vík, sam­kvæmt nýrri rann­sókn. Enn fremur kemur fram í henni að 59 pró­sent leik­skóla skorti við­bragðs­á­ætlun í tengslum við fæðu­of­næmi.

Þetta kemur fram í rann­sókn sem birt var í Lækna­blað­inu í jan­úar síð­ast­liðn­um. 

Tæpur helm­ingur leik­skól­anna, eða 41 pró­sent, var með við­bragðs­á­ætlun til að fara eftir ef barn skyldi fyrir slysni fá ofnæm­is­vaka með fæð­unni. Aðeins 55 pró­sent ­leik­skóla með barn með bráða­of­næmi sögðu allt starfs­fólk sitt þekkja ein­kenni ofnæm­iskasts og aðeins 64 pró­sent þeirra sögðu starfs­fólk sitt upp­lýst og þjálfað í við­brögðum við ofnæm­iskasti. Engin mark­tæk tengsl voru á milli mennt­unar leik­skóla­stjóra, starfs­manns í eld­húsi og fjölda barna á leik­skóla og hvernig staðið var að málum barna með fæðu­of­næmi/-ó­þol.

Auglýsing

Mjólk­ur­ó­þol algeng­ast

Algengi fæðu­of­næmis og fæðu­ó­þols er 5 pró­sent, bráða­of­næmis 1 pró­sent og fjöl­fæðu­of­næmis 1 pró­sent, sam­kvæmt lækn­is­vott­orð­um. Mjólk­ur­ó­þol var algengast, eða 2 pró­sent, en þar næst mjólk­urof­næmi og eggja­of­næmi. Allir leik­skólar nema einn voru með börn með fæðu­of­næmi og/eða -óþol. 

Í rann­sókn­inni segir að þegar fjallað er um fæðu­ó­þol eigi það oft­ast við um mjólk­ur­ó­þol og glút­en­óþol. Mjólk­ur­ó­þol stafi af því að ein­stak­lingur geti ekki brotið niður mjólk­ur­sykur í melt­inga­kerf­inu1 en glút­en­óþol er sjálfsof­næm­is­sjúk­dóm­ur.

Segir jafn­fram að mark­mið þess­arar rann­sóknar hafi verið að kanna algengi fæðu­of­næmis og fæðu­ó­þols hjá börnum í leik­skólum Reykja­vík­ur. Einnig hafi mark­mið rann­sókn­ar­innar verið að kanna hversu vel leik­skólar tryggja að umhverfi barna með fæðu­of­næmi og/eða -óþol sé öruggt. Að lokum hafi verið kannað hvort innri þættir leik­skól­ans hefðu áhrif á öryggi barna með fæðu­of­næmi, svo sem menntun leik­skóla­stjóra, starfs­manns í eld­húsi og fjöldi barna á leik­skól­an­um.

Spurn­inga­listi útbú­inn fyrir þessa rann­sókn var sendur til 65 leik­skóla Reykja­vík­ur­borgar árið 2014. Svör feng­ust frá 49 leik­skólum með 4225 börn. Algengi fæðu­of­næmis og fæðu­ó­þols var metið út frá fjölda lækn­is­vott­orða sem afhent voru til leik­skól­anna. Lýsandi töl­fræði var notuð til að meta hvort ferlar væru til staðar fyrir börn með fæðu­of­næmi/-ó­þol á leik­skólum og hvort þeir tengd­ust menntun leik­skóla­stjóra, menntun starfs­manns í eld­húsi og fjölda barna á leik­skól­an­um.

Næst flest til­felli ger­ast í skóla eða dag­gæslu

Algengi fæðu­of­næmis hjá evr­ópskum börnum á aldr­inum 0 til 18 ára spannar allt frá 2 til 28 pró­sent á árunum 2003 til 2005. Munur á aðferðum rann­sak­enda við upp­lýs­inga­öflun á hvort fæðu­of­næmi sé til staðar er mik­ill. Í sumum til­vikum er algengi fæðu­of­næmis byggt á frá­sögn for­eldra en í öðrum til­vikum á húð­prófi, blóð­prófi og/eða tví­blindum þol­próf­um. Íslensk rann­sókn á 0 til 1 árs börnum stað­festi fæðu­of­næmi hjá 1,9 pró­sent íslenskra barna með tví­blindu þol­prófi en rann­sóknin var gerð á árunum 2005 til 2008. Til sam­an­burðar sýndi dönsk rann­sókn á þriggja ára börnum fyrir alda­mótin að 3,4 pró­sent barna voru með fæðu­of­næmi en algengið lækk­aði í 1,2 pró­sent við 6 ára ald­ur­inn, greint með tví­blindu þol­prófi, segir í rann­sókn­inn­i. 

„Þegar ein­stak­lingar eru með ofnæmi fyrir tveimur eða fleiri fæðu­teg­undum kall­ast það fjöl­fæðu­of­næmi. Í danskri rann­sókn þar sem börnum var fylgt eftir frá fæð­ingu til 6 ára ald­urs greindust 3,7 pró­sent barna með fjöl­fæðu­of­næmi greint með þol­prófi. Í dag­legu tali eru þeir sem eiga á hættu að fá ofnæm­is­lost sagðir vera með bráða­of­næmi. Helsta ástæða ofnæm­is­losts er neysla fæðu­teg­und­ar, eða 33 pró­sent. Hjá börnum má einnig rekja meiri­hluta til­fella, eða 56 til 84 pró­sent, ofnæm­is­losts til fæðu­of­næm­is. 

Áströlsk rann­sókn sem skoð­aði inn­komur á bráða­mót­töku barna vegna ofnæm­is­losts greindi frá því að flest til­vik, 48 pró­sent, verða á heim­ili barns­ins en næst algeng­asti stað­ur­inn er skól­inn og dag­gæslan, eða 9 pró­sent. Ofnæm­is­lost geta verið ban­væn en það er sjald­gæft. Það er því nauð­syn­legt að gerð sé við­bragðs­á­ætlun um hvernig bregð­ast skuli við ofnæm­iskasti barns hjá aðil­u­m/­stofn­unum sem bera ábyrgð á börnum á dag­vinnu­tíma.“

Starfs­fólk grunn­skóla í Reykja­vík með­vit­að­ara en ann­ars staðar

Í rann­sókn sem meðal ann­ars var gerð á Íslandi kom fram að starfs­fólk grunn­skóla í Reykja­vík er almennt með­vit­aðra um fæðu­of­næmi en starfs­fólk skóla hinna land­anna sem tóku þátt í rann­sókn­inni. Þannig greindu 85 pró­sent íslensku skól­anna frá því að starfs­fólk sitt væri frætt um ein­kenni fæðu­of­næm­is. Einnig höfðu 44 pró­sent grunn­skól­anna frætt starfs­fólk sitt um hvernig ætti að lesa inni­halds­lýs­ingar og 91 pró­sent skól­anna voru með adrena­lín­penna á staðn­um. 

Aðgerð­ar­á­ætlun við alvar­legu ofnæm­is­við­bragði í skólum var til staðar í 67 pró­sent til­vika þar sem gert er ráð fyrir að starfs­maður geti notað adrena­lín­penna. Stjórn­endur fjög­urra skóla vildu hins vegar að annað hvort væri hringt í for­eld­rana eða á sjúkra­bíl í stað þess að nota adrena­lín­penna.

Höf­undar vita ekki til þess að rann­sóknir hafi verið gerðar á Íslandi sem sýna hvernig staðið er að mál­efnum barna með fæðu­of­næmi/-ó­þol innan leik­skóla.

Meira úr sama flokkiInnlent