Bakvarðasveitin styður sjálfstæðiskonur til forystu

Sjálfstæðisflokkurinn vill efla þátttöku kvenna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir #MeToo byltinguna aðeins toppinn á ísjakanum. Konur séu búnar að fá nóg.

Valapáls
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill efla þátt­töku kvenna í starfi flokks­ins fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í vor, og boðar í dag til stefnu­móts í Val­höll þar sem kvenn­fram­bjóð­endur flokks­ins munu stilla saman strengi og ræða um mál­efni sem brenna á flokki í fólkn­um.

Þá hefur sér­stök bak­varða­sveit kvenna í flokknum verið skip­uð, til að vera kvenn­fram­bjóð­endum til halds og trausts, og miðla af reynslu sinn­i. 

Bakvarðasveitin svonnefnda, er skipuð sextán reynslumiklum stjórnmálakonum úr flokknum.

Auglýsing

Í pósti til flokk­skvenna, sem Vala Páls­dótt­ir, for­maður Lands­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna sendi, er meðal ann­ars vikið að #MeToo bylt­ing­unni. Hún segir að sög­urnar sem fram hafa komið séu aðeins topp­ur­inn á ísjak­in­um, og ljóst sé að konur hafi fengið nóg. „Þegar hópur kvenna í stjórn­málum tók sig saman til að ræða kyn­ferð­is­lega áreitni, ofbeldi og nið­ur­lægj­andi við­horf til kvenna innan stjórn­mála á Íslandi óraði engan fyrir þeirri bylt­ingu sem sú umræða hratt af stað. Þær konur sem stigu fram og sögðu sögu sína eru ein­ungis brot af þeim veru­leika sem blasir við, þvert á flokka og á öllum stigum stjórn­mála. Það er ljóst að konur hafa fengið nóg,“ segir Vala í póst­in­um.

Vala segir að mark­miðið með því að stilla saman strengi, sé ekki síst að að hvetja konur til þess að stíga inn á svið stjórn­mál­anna. Ekk­ert sé að ótt­ast. „Við viljum fleiri raddir og viljum auð­velda konum fyrstu skrefin í að stíga fram á völl­inn og bjóða sig fram. Við væntum þess að aðrir flokks­menn láti ekki sitt eftir liggja í hvatn­ingu og stuðn­ing­i,“ segir Vala.

Meira úr sama flokkiInnlent