Hefðbundin starfsheiti að deyja út

Miklar breytingar á vinnumarkaði eru farnar að sjást í breyttum áherslum fyrirtækja þegar þau auglýsa eftir starfsfólki.

Tækni
Auglýsing

„Hefð­bundin starfs­heiti eru á góðri leið með að verða útdauð,“ segir í grein Lilju Daggar Jóns­dótt­ur, hag­fræð­ings og MBA frá Harvard, í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. 

Í grein hennar segir að sífellt fleiri störf krefj­ist þver­fag­legrar færni, þar sem ólíkum hlutum er blandað saman við úrlausn vanda­mála.

Miklar tækni­fram­far­ir, og inn­leið­ing gervi­greindar í hina ýmsu geira, hefur ýtt undir þá þróun á vinnu­mark­aði að fyr­ir­tæki geri kröfur um að starfs­menn búi yfir þver­fag­legri færni í mörgum til­vik­um.

Auglýsing

Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur og MBA frá Harvard.„Tækni er und­ir­staða í dag­leg­u ­lífi og starfi okkar flestra og ein afleið­ing þess er að lín­urnar sem aðskilja ólík­ ­störf hafa verið máðar út. Sífellt fleiri ­störf krefj­ast þess að ein­stak­lingar bland­i ­saman þver­fag­legri færni. Í dæmi­gerðri ­starfs­lýs­ingu hug­bún­að­ar­verk­fræð­ings má nú auk for­rit­unar sjá áherslu lagða á almenna hönn­un, skiln­ing á mark­aðsvinnu og við­móts­hönn­un. Þver­fag­legar færni­kröfur ná jafn­fram­t langt út fyrir tækni­geir­ann. Í ýmsum­ hönn­un­ar­störfum og við­skipta­störf­um má nú til dæmis sjá færni­kröfur sem áður hefðu aðeins til­heyrt tölv­un­ar­fræð­i, svo sem færni til flók­innar gagna­vinn­u eða for­rit­un­ar. Í hefð­bundn­um ­tækni­störfum er jafn­framt síauk­in á­hersla lögð á „mýkri“ færni, svo sem að starfs­fólk sé vel skrif­andi, hæft í sam­skiptum og skap­and­i,“ segir Lilja Dögg í grein­inn­i. 

Í grein­inni ber hún meðal ann­ars saman starfs­aug­lýs­ingar hjá Tesla Motors ann­ars veg­ar, og General Motors (GT) hins veg­ar, en Tesla gerar allt aðrar færni­kröfur til véla­verk­fræð­inga heldur en GT.

Hún gerir líka að umtals­efni slæma stöðu kvenna hjá tækni­fyr­ir­tækj­um, á alþjóða­mörk­uðum og á Íslandi, og segir mikil tæki­færi fel­ast í því að gefa konum tæki­færi, sem búi yfir fjöl­breyttri færni. „Í Banda­ríkj­unum gegna konur um 25% starfa í upp­lýs­inga­tækni og 28% hjá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækj­um. Á Íslandi er erfitt að finna sam­bæri­legar tölur en ætl­a má að konur gegni 10-20% starfa inn­an­ tækja­fyr­ir­tækja. Það er slæm staða og margt sem þarf að koma til svo breyt­ing verði á. Færni getur hér, eins og í mörg­u öðru er snýr að vinnu­mark­aði, verið lyk­ill að breyt­ing­um,“ segir Lilja Dögg. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, og velja þá leið sem hentar hverjum og einum áskrif­anda.

280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Eyþór á fyrirtæki úti á Granda og vill byggja í Örfirisey
Eyþór Arnalds frambjóðandi í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins vill að borgin reisi íbúabyggð í Örfirisey. Hann á sjálfur fyrirtæki í rekstri svæðinu en telur hagsmunatengslin ekki þannig að honum sé ókleift að vera talsmaður uppbyggingar á svæðinu.
20. janúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru Málin 19 - Viðar Guðhjonsen, Davíð Oddsson og Donald Trump
20. janúar 2018
Á tímabilinu 2000-2016 voru byggðar um 1.800 íbúðir að meðaltali á hverju ári á Íslandi. Miðað við vænta mannfjölgun þá þarf að byggja rúmlega 2.200 á ári til að mæta þörf.
Þörf á að byggja um 2.200 íbúðir á ári til að mæta eftirspurn
Íbúðalánasjóður vinnur að gerð líkans til að meta undirliggjandi þörf fyrir nýjar íbúðir. Fyrstu niðurstöður benda til þess að mikil mannfjölgun leiði til þess að skortur á nýjum íbúðum hafi verið vanmetinn.
20. janúar 2018
Áreiðanlegir fjölmiðlar munu fá aukið vægi
Mark Zuckerberg heldur áfram að boða miklar breytingar á fréttastraumi notenda Facebook.
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent