Hefðbundin starfsheiti að deyja út

Miklar breytingar á vinnumarkaði eru farnar að sjást í breyttum áherslum fyrirtækja þegar þau auglýsa eftir starfsfólki.

Tækni
Auglýsing

„Hefð­bundin starfs­heiti eru á góðri leið með að verða útdauð,“ segir í grein Lilju Daggar Jóns­dótt­ur, hag­fræð­ings og MBA frá Harvard, í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. 

Í grein hennar segir að sífellt fleiri störf krefj­ist þver­fag­legrar færni, þar sem ólíkum hlutum er blandað saman við úrlausn vanda­mála.

Miklar tækni­fram­far­ir, og inn­leið­ing gervi­greindar í hina ýmsu geira, hefur ýtt undir þá þróun á vinnu­mark­aði að fyr­ir­tæki geri kröfur um að starfs­menn búi yfir þver­fag­legri færni í mörgum til­vik­um.

Auglýsing

Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur og MBA frá Harvard.„Tækni er und­ir­staða í dag­leg­u ­lífi og starfi okkar flestra og ein afleið­ing þess er að lín­urnar sem aðskilja ólík­ ­störf hafa verið máðar út. Sífellt fleiri ­störf krefj­ast þess að ein­stak­lingar bland­i ­saman þver­fag­legri færni. Í dæmi­gerðri ­starfs­lýs­ingu hug­bún­að­ar­verk­fræð­ings má nú auk for­rit­unar sjá áherslu lagða á almenna hönn­un, skiln­ing á mark­aðsvinnu og við­móts­hönn­un. Þver­fag­legar færni­kröfur ná jafn­fram­t langt út fyrir tækni­geir­ann. Í ýmsum­ hönn­un­ar­störfum og við­skipta­störf­um má nú til dæmis sjá færni­kröfur sem áður hefðu aðeins til­heyrt tölv­un­ar­fræð­i, svo sem færni til flók­innar gagna­vinn­u eða for­rit­un­ar. Í hefð­bundn­um ­tækni­störfum er jafn­framt síauk­in á­hersla lögð á „mýkri“ færni, svo sem að starfs­fólk sé vel skrif­andi, hæft í sam­skiptum og skap­and­i,“ segir Lilja Dögg í grein­inn­i. 

Í grein­inni ber hún meðal ann­ars saman starfs­aug­lýs­ingar hjá Tesla Motors ann­ars veg­ar, og General Motors (GT) hins veg­ar, en Tesla gerar allt aðrar færni­kröfur til véla­verk­fræð­inga heldur en GT.

Hún gerir líka að umtals­efni slæma stöðu kvenna hjá tækni­fyr­ir­tækj­um, á alþjóða­mörk­uðum og á Íslandi, og segir mikil tæki­færi fel­ast í því að gefa konum tæki­færi, sem búi yfir fjöl­breyttri færni. „Í Banda­ríkj­unum gegna konur um 25% starfa í upp­lýs­inga­tækni og 28% hjá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækj­um. Á Íslandi er erfitt að finna sam­bæri­legar tölur en ætl­a má að konur gegni 10-20% starfa inn­an­ tækja­fyr­ir­tækja. Það er slæm staða og margt sem þarf að koma til svo breyt­ing verði á. Færni getur hér, eins og í mörg­u öðru er snýr að vinnu­mark­aði, verið lyk­ill að breyt­ing­um,“ segir Lilja Dögg. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, og velja þá leið sem hentar hverjum og einum áskrif­anda.

Netflix vex og vex
Nýjustu tölur frá Netflix komu fjárfestum á óvart og jókst markaðsvirði félagsins um fjögur prósent í dag.
Kjarninn 16. október 2018
Enn hægir á hækkun fasteignaverðs
Íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um 3,4 prósent á undanförnu ári. Á vormánuðum í fyrra var hækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 16. október 2018
Unnur Rán Reynisdóttir
Það er kominn tími til að almenningur móti samfélagið
Kjarninn 16. október 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Nýr Landspítali, nýtt þorp
Kjarninn 16. október 2018
Vilja að refsingar vegna ærumeiðinga verði afnumdar
Verði nýtt frumvarp að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar. Auk þess verður ómerking ummæla, sem úrræði vegna ærumeiðinga, afnumin, sem og núgildandi heimild til þess að dæma fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms.
Kjarninn 16. október 2018
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Förum vel með almannafé
Kjarninn 16. október 2018
Írabakki
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum gagnrýnir rekstur Félagsbústaða
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum segir vonda fjármálastjórn Félagsbústaða aðeins hluti vandans. Hún gagnrýnir að Félagsbústaðir hafi hagað sér eins og leigufélag á almennum markaði.
Kjarninn 16. október 2018
Kröfur í þrotabúi Primera air komnar upp í rúma 16 milljarða
Í kringum 500 fyrirtæki og einstaklingar hafa lýst kröfum í þrotabú flugfélagsins Primera Air. Flugfélagið varð gjaldþrota á dögunum en forstjórinn og stærsti eigandinn hefur tekið yfir rekstur ferðaskrifstofunnar.
Kjarninn 16. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent