Hefðbundin starfsheiti að deyja út

Miklar breytingar á vinnumarkaði eru farnar að sjást í breyttum áherslum fyrirtækja þegar þau auglýsa eftir starfsfólki.

Tækni
Auglýsing

„Hefð­bundin starfs­heiti eru á góðri leið með að verða útdauð,“ segir í grein Lilju Daggar Jóns­dótt­ur, hag­fræð­ings og MBA frá Harvard, í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. 

Í grein hennar segir að sífellt fleiri störf krefj­ist þver­fag­legrar færni, þar sem ólíkum hlutum er blandað saman við úrlausn vanda­mála.

Miklar tækni­fram­far­ir, og inn­leið­ing gervi­greindar í hina ýmsu geira, hefur ýtt undir þá þróun á vinnu­mark­aði að fyr­ir­tæki geri kröfur um að starfs­menn búi yfir þver­fag­legri færni í mörgum til­vik­um.

Auglýsing

Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur og MBA frá Harvard.„Tækni er und­ir­staða í dag­leg­u ­lífi og starfi okkar flestra og ein afleið­ing þess er að lín­urnar sem aðskilja ólík­ ­störf hafa verið máðar út. Sífellt fleiri ­störf krefj­ast þess að ein­stak­lingar bland­i ­saman þver­fag­legri færni. Í dæmi­gerðri ­starfs­lýs­ingu hug­bún­að­ar­verk­fræð­ings má nú auk for­rit­unar sjá áherslu lagða á almenna hönn­un, skiln­ing á mark­aðsvinnu og við­móts­hönn­un. Þver­fag­legar færni­kröfur ná jafn­fram­t langt út fyrir tækni­geir­ann. Í ýmsum­ hönn­un­ar­störfum og við­skipta­störf­um má nú til dæmis sjá færni­kröfur sem áður hefðu aðeins til­heyrt tölv­un­ar­fræð­i, svo sem færni til flók­innar gagna­vinn­u eða for­rit­un­ar. Í hefð­bundn­um ­tækni­störfum er jafn­framt síauk­in á­hersla lögð á „mýkri“ færni, svo sem að starfs­fólk sé vel skrif­andi, hæft í sam­skiptum og skap­and­i,“ segir Lilja Dögg í grein­inn­i. 

Í grein­inni ber hún meðal ann­ars saman starfs­aug­lýs­ingar hjá Tesla Motors ann­ars veg­ar, og General Motors (GT) hins veg­ar, en Tesla gerar allt aðrar færni­kröfur til véla­verk­fræð­inga heldur en GT.

Hún gerir líka að umtals­efni slæma stöðu kvenna hjá tækni­fyr­ir­tækj­um, á alþjóða­mörk­uðum og á Íslandi, og segir mikil tæki­færi fel­ast í því að gefa konum tæki­færi, sem búi yfir fjöl­breyttri færni. „Í Banda­ríkj­unum gegna konur um 25% starfa í upp­lýs­inga­tækni og 28% hjá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækj­um. Á Íslandi er erfitt að finna sam­bæri­legar tölur en ætl­a má að konur gegni 10-20% starfa inn­an­ tækja­fyr­ir­tækja. Það er slæm staða og margt sem þarf að koma til svo breyt­ing verði á. Færni getur hér, eins og í mörg­u öðru er snýr að vinnu­mark­aði, verið lyk­ill að breyt­ing­um,“ segir Lilja Dögg. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, og velja þá leið sem hentar hverjum og einum áskrif­anda.

Meira úr sama flokkiInnlent