Hefðbundin starfsheiti að deyja út

Miklar breytingar á vinnumarkaði eru farnar að sjást í breyttum áherslum fyrirtækja þegar þau auglýsa eftir starfsfólki.

Tækni
Auglýsing

„Hefð­bundin starfs­heiti eru á góðri leið með að verða útdauð,“ segir í grein Lilju Daggar Jóns­dótt­ur, hag­fræð­ings og MBA frá Harvard, í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. 

Í grein hennar segir að sífellt fleiri störf krefj­ist þver­fag­legrar færni, þar sem ólíkum hlutum er blandað saman við úrlausn vanda­mála.

Miklar tækni­fram­far­ir, og inn­leið­ing gervi­greindar í hina ýmsu geira, hefur ýtt undir þá þróun á vinnu­mark­aði að fyr­ir­tæki geri kröfur um að starfs­menn búi yfir þver­fag­legri færni í mörgum til­vik­um.

Auglýsing

Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur og MBA frá Harvard.„Tækni er und­ir­staða í dag­leg­u ­lífi og starfi okkar flestra og ein afleið­ing þess er að lín­urnar sem aðskilja ólík­ ­störf hafa verið máðar út. Sífellt fleiri ­störf krefj­ast þess að ein­stak­lingar bland­i ­saman þver­fag­legri færni. Í dæmi­gerðri ­starfs­lýs­ingu hug­bún­að­ar­verk­fræð­ings má nú auk for­rit­unar sjá áherslu lagða á almenna hönn­un, skiln­ing á mark­aðsvinnu og við­móts­hönn­un. Þver­fag­legar færni­kröfur ná jafn­fram­t langt út fyrir tækni­geir­ann. Í ýmsum­ hönn­un­ar­störfum og við­skipta­störf­um má nú til dæmis sjá færni­kröfur sem áður hefðu aðeins til­heyrt tölv­un­ar­fræð­i, svo sem færni til flók­innar gagna­vinn­u eða for­rit­un­ar. Í hefð­bundn­um ­tækni­störfum er jafn­framt síauk­in á­hersla lögð á „mýkri“ færni, svo sem að starfs­fólk sé vel skrif­andi, hæft í sam­skiptum og skap­and­i,“ segir Lilja Dögg í grein­inn­i. 

Í grein­inni ber hún meðal ann­ars saman starfs­aug­lýs­ingar hjá Tesla Motors ann­ars veg­ar, og General Motors (GT) hins veg­ar, en Tesla gerar allt aðrar færni­kröfur til véla­verk­fræð­inga heldur en GT.

Hún gerir líka að umtals­efni slæma stöðu kvenna hjá tækni­fyr­ir­tækj­um, á alþjóða­mörk­uðum og á Íslandi, og segir mikil tæki­færi fel­ast í því að gefa konum tæki­færi, sem búi yfir fjöl­breyttri færni. „Í Banda­ríkj­unum gegna konur um 25% starfa í upp­lýs­inga­tækni og 28% hjá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækj­um. Á Íslandi er erfitt að finna sam­bæri­legar tölur en ætl­a má að konur gegni 10-20% starfa inn­an­ tækja­fyr­ir­tækja. Það er slæm staða og margt sem þarf að koma til svo breyt­ing verði á. Færni getur hér, eins og í mörg­u öðru er snýr að vinnu­mark­aði, verið lyk­ill að breyt­ing­um,“ segir Lilja Dögg. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, og velja þá leið sem hentar hverjum og einum áskrif­anda.

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent