Atvikin sögð „mjög ámælisverð“ og hafa skaðað í krafti „meirihlutavalds“

Fallist var á kröfur stefnanda í tveimur málum er varða félag sem um tíma réð yfir um 30 prósent hlut í Alvogen.

herasdomur_14394583361_o.jpg
Auglýsing

Í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, 22. des­em­ber sl., voru kveðnir upp tveir dómar í málum sem Matth­ías H. Johann­esen hafði höfð­að á hendur þeim Árna Harð­ar­syni og Magn­ús­i Jaroslav Magn­ús­syni og félag­in­u ­Aztiq Pharma Partner­s. 

Féllu báðir dóm­arnir, sem birtir voru á vef dóm­stól­ana, Matth­í­asi í vil, og voru stefn­endur dæmdir til að greiða 800 þús­und krónur í máls­kostnað í báðum mál­un­um. 

Var það ­nið­ur­staða dóms­ins að ann­ars veg­ar ­skyldi slíta umræddu félagi, Aztiq Pharma Partners, í takt við kröfu þar um, og hins ­vegar að til­teknar sam­þykktir aðal­fund­ar ­fé­lags­ins frá því í októ­ber árið 2014 skyldu ógilt­ar. 

Auglýsing

Þar á meðal var sam­þykkt um að hækka hlutafé um 100 millj­ónir króna að nafn­virði á geng­inu ein króna á hlut og breyta sam­þykktum félags­ins í sam­ræmi við það.

Í dómunum er fram­ganga ráð­andi hlut­hafa í félag­in­u ­Aztiq Pharma Partners gagn­vart Matth­í­asi, sem er þeirra fyrr­ver­andi við­skipta­fé­lagi, ekki sögð hafa verið í sam­ræmi við lög.

Róbert Wessman.Eru aðgerðir hlut­hafanna, sem fólu meðal ann­ars í sér sölu á sænsku dótt­ur­fé­lagi, sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 pró­senta eign­ar­hlut í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Alvogen, á und­ir­verði, sagðar hafa verið ámæl­is­verðar og skaðað hags­muni Matth­í­asar, öðrum hlut­höfum til hags­bóta, án þess að hann hafi getað gert nokkuð í því. Róbert Wessman er for­stjóri Alvogen og var hann í stjórn Aztiq Pharma ásamt fyrr­nefndum Magn­úsi og Árna.

Í dómunum kemur frama að sænska dótt­ur­fé­lagið hafi um mitt ár 2010 verið selt fyrir í mesta lagi 1,5 millj­ónir króna og gegn ógreiddri við­bót­ar­greiðslu þó svo að verð­­mæti þess hafi numið nærri 1,7 millj­örð­um, sam­kvæmt mati dómskvaddra mats­manna.

Í dómi Hér­aðs­dóms, í öðru mál­anna, segir meðal ann­ars: „Dóm­ur­inn telur á hinn bóg­inn að atvik er varða eigna­sölu úr félag­inu, hækkun hluta­fjár og afnám allra ákvæða um for­kaups­rétt í sam­þykktum félags­ins hafi verið mjög ámæl­is­verð og skaðað í krafti meiri­hluta­valds með ótil­hlýði­legum hætti hags­muni stefn­anda öðrum hlut­höfum til hags­bóta án þess að stefn­andi fengi rönd við reist. Ekki getur verið ágrein­ingur um það að þessi brot voru eðli máls sam­kvæmt framin af ásetn­ingi. Því verður talið að skil­yrðum 1. mgr. 81. gr. laga nr. 138/1994 um einka­hluta­fé­lög sé full­nægt þannig að skil­yrði séu til að fall­ast á að slíta félag­in­u.“

Í við­tali við Mark­að­inn í dag, þar sem ítar­lega er fjallað um mál­in, segir Árni Harð­ar­son, að hann telji þessar nið­ur­stöður ekki skipta máli í heild­ar­sam­heng­in­u. „Við höfum aldrei reynt að valda Matth­í­asi tjóni, hvorki fjár­hags­legu né ann­ars konar tjón­i,“ segir Árni, sem er for­svars­maður hins fyrr­nefnda félags, Aztiq Pharma Partners. Hann segir enn fremur að dóm­arnir séu „stór­und­ar­leg­ir“ og að þeim verði áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Í dómun­um, sem Lár­ent­ínus Krist­jáns­son dóm­ari kvað upp, er meðal ann­ars fjallað um vernd minni­hluta­hlut­hafa. Orð­rétt seg­ir: „Með lögum nr. 68/2010 um m.a. breyt­ingu á lögum nr. 138/1994 um einka­hluta­fé­lögum var minni­hluta­vernd hlut­hafa auk­in. Í athuga­semdum með frum­varp­inu var áréttuð sú meg­in­regla að meiri­hluti hlut­hafa ráði mál­efnum í hluta­fé­lögum en hins vegar yrði jafn­framt að huga að rétti minni­hluta hlut­hafa svo hags­munir þeirri væru ekki skertir með óeðli­legum hætti í krafti meiri­hlut­ans. Síðan sagði m.a.: „Reglur um minni­hluta­vernd eiga rætur að rekja til sið­ferð­is­legra og hag­fræði­legra raka. Í hluta­fé­laga­lögum er leit­ast við að tryggja ákveðin sið­ferði­leg grunn­gildi á borð við jafn­ræði og sann­girni. Væru þau gildi ekki tryggð í lögum gætu sterkir hópar auðg­ast með órétt­mætum hætti á kostnað hópa sem njóta veik­ari stöð­u.“ Fyrir gild­is­töku laga nr. 68/2010 hljóð­aði 70. gr. laga nr. 138/1994 svo: „Hlut­hafa­fundur má ekki taka ákvörðun sem ber­sýni­lega er fallin til þess að afla ákveðnum hlut­höfum eða öðrum ótil­hlýði­legra hags­muna á kostnað ann­arra hlut­hafa eða félags­ins.“  Í ljósi fram­an­greinds um minni­hluta­vernd var ákvæð­inu breytt með lögum nr. 68/2010 á þann veg að orðið „ber­sýni­lega“ var fellt út. Ljóst er að með því var minni­hluta­vernd aukin og dregið úr kröfum í þessum efn­um.“

Eins og að framan er greint, má reikna með að þessi mál fari inn á borð Hæsta­rétt­ar. 

Lög­maður Matth­í­asar er Reimar Pét­urs­son hrl. og lög­maður Aztiq Pharma Partners Jóhannes Bjarni Björns­son hrl.

Meiri hækkun stýrivaxta kom til greina
Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá því fyrr í mánuðinum hefur verið birt.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Mannlíf milli húsa
Kjarninn 21. nóvember 2018
Sverrir Mar Albertsson
Aþþíbara
Kjarninn 21. nóvember 2018
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 4. þáttur: Fljúgandi sjálfrennireið og sjálfskaðandi húsálfur
Kjarninn 21. nóvember 2018
Dómar í markaðsmisnotkunarmálum hafa dregið línu í sandinn
Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé aldrei hægt að tryggja að einhver fari ekki yfir á rauðu ljósi þótt það sé bannað. Fjárfestingaumhverfið hér sé þó mun tryggara og með öðrum hætti en fyrir áratug síðan.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Eiríkur Jónsson er annar þeirra sem stefndi ríkinu vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen.
Ríkið áfrýjar dómi vegna skipunar dómara
Íslenska ríkið hefur áfrýjað dómum Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ríkið bótaskylt í málum þeirra Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Blýanturinn á útleið í prófum – Tölvur taka við
Innan nokkurra ára munu blýanturinn og penninn heyra sögunni til innan Háskóla Íslands með tilkomu rafræns prófakerfis.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent