Atvikin sögð „mjög ámælisverð“ og hafa skaðað í krafti „meirihlutavalds“

Fallist var á kröfur stefnanda í tveimur málum er varða félag sem um tíma réð yfir um 30 prósent hlut í Alvogen.

herasdomur_14394583361_o.jpg
Auglýsing

Í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, 22. des­em­ber sl., voru kveðnir upp tveir dómar í málum sem Matth­ías H. Johann­esen hafði höfð­að á hendur þeim Árna Harð­ar­syni og Magn­ús­i Jaroslav Magn­ús­syni og félag­in­u ­Aztiq Pharma Partner­s. 

Féllu báðir dóm­arnir, sem birtir voru á vef dóm­stól­ana, Matth­í­asi í vil, og voru stefn­endur dæmdir til að greiða 800 þús­und krónur í máls­kostnað í báðum mál­un­um. 

Var það ­nið­ur­staða dóms­ins að ann­ars veg­ar ­skyldi slíta umræddu félagi, Aztiq Pharma Partners, í takt við kröfu þar um, og hins ­vegar að til­teknar sam­þykktir aðal­fund­ar ­fé­lags­ins frá því í októ­ber árið 2014 skyldu ógilt­ar. 

Auglýsing

Þar á meðal var sam­þykkt um að hækka hlutafé um 100 millj­ónir króna að nafn­virði á geng­inu ein króna á hlut og breyta sam­þykktum félags­ins í sam­ræmi við það.

Í dómunum er fram­ganga ráð­andi hlut­hafa í félag­in­u ­Aztiq Pharma Partners gagn­vart Matth­í­asi, sem er þeirra fyrr­ver­andi við­skipta­fé­lagi, ekki sögð hafa verið í sam­ræmi við lög.

Róbert Wessman.Eru aðgerðir hlut­hafanna, sem fólu meðal ann­ars í sér sölu á sænsku dótt­ur­fé­lagi, sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 pró­senta eign­ar­hlut í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Alvogen, á und­ir­verði, sagðar hafa verið ámæl­is­verðar og skaðað hags­muni Matth­í­asar, öðrum hlut­höfum til hags­bóta, án þess að hann hafi getað gert nokkuð í því. Róbert Wessman er for­stjóri Alvogen og var hann í stjórn Aztiq Pharma ásamt fyrr­nefndum Magn­úsi og Árna.

Í dómunum kemur frama að sænska dótt­ur­fé­lagið hafi um mitt ár 2010 verið selt fyrir í mesta lagi 1,5 millj­ónir króna og gegn ógreiddri við­bót­ar­greiðslu þó svo að verð­­mæti þess hafi numið nærri 1,7 millj­örð­um, sam­kvæmt mati dómskvaddra mats­manna.

Í dómi Hér­aðs­dóms, í öðru mál­anna, segir meðal ann­ars: „Dóm­ur­inn telur á hinn bóg­inn að atvik er varða eigna­sölu úr félag­inu, hækkun hluta­fjár og afnám allra ákvæða um for­kaups­rétt í sam­þykktum félags­ins hafi verið mjög ámæl­is­verð og skaðað í krafti meiri­hluta­valds með ótil­hlýði­legum hætti hags­muni stefn­anda öðrum hlut­höfum til hags­bóta án þess að stefn­andi fengi rönd við reist. Ekki getur verið ágrein­ingur um það að þessi brot voru eðli máls sam­kvæmt framin af ásetn­ingi. Því verður talið að skil­yrðum 1. mgr. 81. gr. laga nr. 138/1994 um einka­hluta­fé­lög sé full­nægt þannig að skil­yrði séu til að fall­ast á að slíta félag­in­u.“

Í við­tali við Mark­að­inn í dag, þar sem ítar­lega er fjallað um mál­in, segir Árni Harð­ar­son, að hann telji þessar nið­ur­stöður ekki skipta máli í heild­ar­sam­heng­in­u. „Við höfum aldrei reynt að valda Matth­í­asi tjóni, hvorki fjár­hags­legu né ann­ars konar tjón­i,“ segir Árni, sem er for­svars­maður hins fyrr­nefnda félags, Aztiq Pharma Partners. Hann segir enn fremur að dóm­arnir séu „stór­und­ar­leg­ir“ og að þeim verði áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Í dómun­um, sem Lár­ent­ínus Krist­jáns­son dóm­ari kvað upp, er meðal ann­ars fjallað um vernd minni­hluta­hlut­hafa. Orð­rétt seg­ir: „Með lögum nr. 68/2010 um m.a. breyt­ingu á lögum nr. 138/1994 um einka­hluta­fé­lögum var minni­hluta­vernd hlut­hafa auk­in. Í athuga­semdum með frum­varp­inu var áréttuð sú meg­in­regla að meiri­hluti hlut­hafa ráði mál­efnum í hluta­fé­lögum en hins vegar yrði jafn­framt að huga að rétti minni­hluta hlut­hafa svo hags­munir þeirri væru ekki skertir með óeðli­legum hætti í krafti meiri­hlut­ans. Síðan sagði m.a.: „Reglur um minni­hluta­vernd eiga rætur að rekja til sið­ferð­is­legra og hag­fræði­legra raka. Í hluta­fé­laga­lögum er leit­ast við að tryggja ákveðin sið­ferði­leg grunn­gildi á borð við jafn­ræði og sann­girni. Væru þau gildi ekki tryggð í lögum gætu sterkir hópar auðg­ast með órétt­mætum hætti á kostnað hópa sem njóta veik­ari stöð­u.“ Fyrir gild­is­töku laga nr. 68/2010 hljóð­aði 70. gr. laga nr. 138/1994 svo: „Hlut­hafa­fundur má ekki taka ákvörðun sem ber­sýni­lega er fallin til þess að afla ákveðnum hlut­höfum eða öðrum ótil­hlýði­legra hags­muna á kostnað ann­arra hlut­hafa eða félags­ins.“  Í ljósi fram­an­greinds um minni­hluta­vernd var ákvæð­inu breytt með lögum nr. 68/2010 á þann veg að orðið „ber­sýni­lega“ var fellt út. Ljóst er að með því var minni­hluta­vernd aukin og dregið úr kröfum í þessum efn­um.“

Eins og að framan er greint, má reikna með að þessi mál fari inn á borð Hæsta­rétt­ar. 

Lög­maður Matth­í­asar er Reimar Pét­urs­son hrl. og lög­maður Aztiq Pharma Partners Jóhannes Bjarni Björns­son hrl.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent