Atvikin sögð „mjög ámælisverð“ og hafa skaðað í krafti „meirihlutavalds“

Fallist var á kröfur stefnanda í tveimur málum er varða félag sem um tíma réð yfir um 30 prósent hlut í Alvogen.

herasdomur_14394583361_o.jpg
Auglýsing

Í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, 22. des­em­ber sl., voru kveðnir upp tveir dómar í málum sem Matth­ías H. Johann­esen hafði höfð­að á hendur þeim Árna Harð­ar­syni og Magn­ús­i Jaroslav Magn­ús­syni og félag­in­u ­Aztiq Pharma Partner­s. 

Féllu báðir dóm­arnir, sem birtir voru á vef dóm­stól­ana, Matth­í­asi í vil, og voru stefn­endur dæmdir til að greiða 800 þús­und krónur í máls­kostnað í báðum mál­un­um. 

Var það ­nið­ur­staða dóms­ins að ann­ars veg­ar ­skyldi slíta umræddu félagi, Aztiq Pharma Partners, í takt við kröfu þar um, og hins ­vegar að til­teknar sam­þykktir aðal­fund­ar ­fé­lags­ins frá því í októ­ber árið 2014 skyldu ógilt­ar. 

Auglýsing

Þar á meðal var sam­þykkt um að hækka hlutafé um 100 millj­ónir króna að nafn­virði á geng­inu ein króna á hlut og breyta sam­þykktum félags­ins í sam­ræmi við það.

Í dómunum er fram­ganga ráð­andi hlut­hafa í félag­in­u ­Aztiq Pharma Partners gagn­vart Matth­í­asi, sem er þeirra fyrr­ver­andi við­skipta­fé­lagi, ekki sögð hafa verið í sam­ræmi við lög.

Róbert Wessman.Eru aðgerðir hlut­hafanna, sem fólu meðal ann­ars í sér sölu á sænsku dótt­ur­fé­lagi, sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 pró­senta eign­ar­hlut í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Alvogen, á und­ir­verði, sagðar hafa verið ámæl­is­verðar og skaðað hags­muni Matth­í­asar, öðrum hlut­höfum til hags­bóta, án þess að hann hafi getað gert nokkuð í því. Róbert Wessman er for­stjóri Alvogen og var hann í stjórn Aztiq Pharma ásamt fyrr­nefndum Magn­úsi og Árna.

Í dómunum kemur frama að sænska dótt­ur­fé­lagið hafi um mitt ár 2010 verið selt fyrir í mesta lagi 1,5 millj­ónir króna og gegn ógreiddri við­bót­ar­greiðslu þó svo að verð­­mæti þess hafi numið nærri 1,7 millj­örð­um, sam­kvæmt mati dómskvaddra mats­manna.

Í dómi Hér­aðs­dóms, í öðru mál­anna, segir meðal ann­ars: „Dóm­ur­inn telur á hinn bóg­inn að atvik er varða eigna­sölu úr félag­inu, hækkun hluta­fjár og afnám allra ákvæða um for­kaups­rétt í sam­þykktum félags­ins hafi verið mjög ámæl­is­verð og skaðað í krafti meiri­hluta­valds með ótil­hlýði­legum hætti hags­muni stefn­anda öðrum hlut­höfum til hags­bóta án þess að stefn­andi fengi rönd við reist. Ekki getur verið ágrein­ingur um það að þessi brot voru eðli máls sam­kvæmt framin af ásetn­ingi. Því verður talið að skil­yrðum 1. mgr. 81. gr. laga nr. 138/1994 um einka­hluta­fé­lög sé full­nægt þannig að skil­yrði séu til að fall­ast á að slíta félag­in­u.“

Í við­tali við Mark­að­inn í dag, þar sem ítar­lega er fjallað um mál­in, segir Árni Harð­ar­son, að hann telji þessar nið­ur­stöður ekki skipta máli í heild­ar­sam­heng­in­u. „Við höfum aldrei reynt að valda Matth­í­asi tjóni, hvorki fjár­hags­legu né ann­ars konar tjón­i,“ segir Árni, sem er for­svars­maður hins fyrr­nefnda félags, Aztiq Pharma Partners. Hann segir enn fremur að dóm­arnir séu „stór­und­ar­leg­ir“ og að þeim verði áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Í dómun­um, sem Lár­ent­ínus Krist­jáns­son dóm­ari kvað upp, er meðal ann­ars fjallað um vernd minni­hluta­hlut­hafa. Orð­rétt seg­ir: „Með lögum nr. 68/2010 um m.a. breyt­ingu á lögum nr. 138/1994 um einka­hluta­fé­lögum var minni­hluta­vernd hlut­hafa auk­in. Í athuga­semdum með frum­varp­inu var áréttuð sú meg­in­regla að meiri­hluti hlut­hafa ráði mál­efnum í hluta­fé­lögum en hins vegar yrði jafn­framt að huga að rétti minni­hluta hlut­hafa svo hags­munir þeirri væru ekki skertir með óeðli­legum hætti í krafti meiri­hlut­ans. Síðan sagði m.a.: „Reglur um minni­hluta­vernd eiga rætur að rekja til sið­ferð­is­legra og hag­fræði­legra raka. Í hluta­fé­laga­lögum er leit­ast við að tryggja ákveðin sið­ferði­leg grunn­gildi á borð við jafn­ræði og sann­girni. Væru þau gildi ekki tryggð í lögum gætu sterkir hópar auðg­ast með órétt­mætum hætti á kostnað hópa sem njóta veik­ari stöð­u.“ Fyrir gild­is­töku laga nr. 68/2010 hljóð­aði 70. gr. laga nr. 138/1994 svo: „Hlut­hafa­fundur má ekki taka ákvörðun sem ber­sýni­lega er fallin til þess að afla ákveðnum hlut­höfum eða öðrum ótil­hlýði­legra hags­muna á kostnað ann­arra hlut­hafa eða félags­ins.“  Í ljósi fram­an­greinds um minni­hluta­vernd var ákvæð­inu breytt með lögum nr. 68/2010 á þann veg að orðið „ber­sýni­lega“ var fellt út. Ljóst er að með því var minni­hluta­vernd aukin og dregið úr kröfum í þessum efn­um.“

Eins og að framan er greint, má reikna með að þessi mál fari inn á borð Hæsta­rétt­ar. 

Lög­maður Matth­í­asar er Reimar Pét­urs­son hrl. og lög­maður Aztiq Pharma Partners Jóhannes Bjarni Björns­son hrl.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent