Þrjár konur kvarta nafnlaust yfir framkomu forstjóra Matís

Nafnlaust bréf þriggja kvenna sem lýsa yfir óánægju sinni með Svein Margeirsson, forstjóra Matís, hefur verið tekið fyrir á stjórnarfundi fyrirtækisins.

Sveinn Margeirsson
Sveinn Margeirsson
Auglýsing

Þrjár konur sem starfa hjá Matís sendu nafnlaust bréf til stjórnar fyrirtækisins í kjölfar umræðu í byrjun desember síðastliðins um mótmæli fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur árið 2010.

Segir í bréfinu að tilefni þess sé að þær séu vægast sagt ósáttar við að forstjóri stofnunarinnar, Sveinn Margeirsson, skuli hafa farið fremstur í flokki og að auki staðið að hvatningu og skipulagningu í aðdragandanum, þegar mjög óvægin og afar ósanngjörn aðför hafi verið gerð að kynsystur þeirra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, eins og hafði verið dregið fram í dagsljósið.

Sjöfn Sigurgísladóttir stjórnarformaður Matís segir málið í skoðun og Sveinn segist í samtali við Kjarnann ekki vilja tjá sig um bréfið eða efni þess að svo stöddu. 

Auglýsing

Ekki boðlegt af forstjóra

„Okkur var umrætt ekki ljóst fyrir. Afsökunarbeiðni í þeim efnum teljum við einungis tilkomna vegna þess að forstjórinn óttast nú um sína stöðu, einungis í ljósi háværrar og nauðsynlegrar umræðu um málaflokkinn. Atvik sem vísað er til ollu viðkomandi miklum og langvarandi miska og bitnaði á ungum fjölskyldumeðlimum, börnum viðkomandi, með afar ósanngjörnum hætti. Við fáum ekki skilið hvaða hugarfar býr að baki slíkri háttsemi, ekki síst gagnvart börnum.

Við fáum ekki séð að þeir sem ganga fram með slíkum hætti, ítrekað og með skipulögðum hætti, séu allt í einu orðnir að betri mönnum og fullir iðrunar og þar með boðlegir í að gegna æðsta embætti í okkar ágætu stofnun og vinnustað. Og þegar málið er skoðað í ljósi þess tíma sem liðinn er, þá kemur upp úr dúrnum að umræddur forstjóri og eiginkona hans hafa beitt sér af miklu offorsi og óbilgirni gagnvart mönnum og málefnum í óskyldum málum, allt síðan umrætt atvikaðist gagnvart henni Steinunni,“ segir í bréfinu.

Enn fremur kemur fram að þeim finnist það í senn sorglegt og niðurlægjandi að slík viðhorf kvenfyrirlitningar og valdníðslu, og skáka í skjóli valdastöðu og friðhelgi sem ríkir um opinberar stjórnunarstöður, skuli gegna æðsta embætti okkar ágætu stofnunar árið 2017.

Þær segja að það hvarfli ekki að þeim að koma fram undir nafn, og er móttakandi beðinn velvirðingar á því. „Við teljum að nafnbirting myndi einfaldlega beinast gegn okkur með skjótum hætti, þegar til hliðsjónar eru hafðir stjórnunarhættir og framkoma sem við höfum nú orðið vitni að og erum upplýstar um í dag.“

Hægt er að lesa bréfið í heild sinni hér

Stjórnin skoðar málið

Sjöfn Sigurgísladóttir, formaður stjórnar Matís, segir í samtali við Kjarnann að málið sé í skoðun. Þetta hafi einungis komið upp fyrir stuttu og þess vegna sé ekki komin niðurstaða hvort eða hvað verði gert í framhaldinu. 

Hún segir enn fremur að stjórnin taki öllum ábendingum sem þessum alvarlega. Þau viti ekki nöfn kvennanna og séu ekki á höttunum eftir þeim. 

„Það hefur alltaf verið góður andi hjá Matís og við viljum að svo verði áfram. Starfsemin hefur gengið mjög vel og er mikilvægt að svo verði áfram,“ segir hún og bætir við að engar uppákomur hafi komið í fyrirtækinu og að þau hafi lagt sig í líma við að hafa starfsemina góða. Þeim sé annt um orðsporið. 

Þau ætli því að skoða málið vel áður en farið verður lengra með það en þau vilji jafnframt eiga gott samtal við starfsmenn og aðra sem tengjast fyrirtækinu. 

Baðst afsökunar

Stein­unn Val­dís Ósk­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri og þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði af sér þing­mennsku árið 2010 eftir að hópur mót­mæl­enda hafði safn­ast sam­an fyrir framan heim­ili hennar á hverju ein­asta kvöldi og kraf­ist þess að hún segði af sér þing­mennsku vegna styrkja fyrir próf­kjörs­bar­átt­u. Fleiri stjórn­mála­menn á borð við Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dóttur og Guð­laug Þór Þórð­ar­son urðu einnig fyrir aðkasti mót­mæl­enda af sömu ástæð­um.

Mót­mælin fyrir framan hús Stein­unnar Val­dísar stóðu yfir í fimm vikur og sagði hún í fyrr­nefndu við­tali á mbl.is að for­­stjóri Mat­ís, Sveinn Mar­­geir­s­­son og bræður hans Hlaupa­garp­ar hafi verið fyr­ir fram­an glugg­ana hjá henni í þrjár vik­­ur. „Þar var einnig Björn Þorri Vikt­or­s­­son lög­maður kvöld eft­ir kvöld vel klædd­ur í kraft­galla með marga af sín­um skjól­­stæð­ing­­um. Til við­bót­ar voru marg­ir skjól­­stæð­ing­ar Útvarps Sögu o.fl.,“ sagði hún. Sveinn Mar­geirs­son for­stjóri Matís sagð­ist sjá mikið eftir þátt­töku sinni í mót­mæl­unum á sínum tíma í við­tali við Eyj­una í maí 2014.

Aðspurður um þátt­töku sína í mót­mæl­unum sagði Sveinn að skilj­an­lega hefði mikil reiði ríkt í sam­fé­lag­inu á þessum tíma. Hann sagði enn­fremur að hann hefði ekki átt aðild að máli í öll þau skipti sem mót­mæli áttu sér stað á heim­ilum stjórn­mála­manna. Hann bætti því við að í hita leiks­ins hefði ekki verið ekki verið hugsað út í að verið væri að gera atlögu að einka­heim­ili fólks. Verst hefði honum þótt sá mis­skiln­ingur að mót­mælin hefðu beinst sér­stak­lega að kon­um.

„Ég hef beðið hana afsök­un­ar. Mér finnst leið­in­legt ef fólk heldur eitt­hvað rang­lega um mig en ég ætla ekki að vera í ein­hverri póli­tík með það,“ sagði Sveinn og bætti við að þetta hefði ekki verið það sem hann er mest stoltur af í líf­in­u.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent