Björn vill 3. sætið hjá VG

Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sækist eftir þriðja sæti á lista Vinstri grænna.

Björn Teitsson
Auglýsing

Björn Teits­son, sagn­fræð­ingur og for­mað­ur Sam­taka um bíl­lausan lífs­stíl, sæk­ist eftir þriðja sæti á lista Vinstri hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boð í for­vali flokks­ins.

Í fram­boðs­yf­ir­lýs­ingu seg­ist Björn vilja flug­völl­inn burt úr Vatns­mýr­inni sem allra fyrst. „Það er ein­fald­lega búið að sóa nógum miklum tíma og fé nú þeg­ar. Þetta er okkar verð­mætasta bygg­ing­ar­land sem kemur til með að gjör­breyta borg­ar­lands­lag­inu, allri þjóð­inni til fram­drátt­ar.“

Þá vill hann banna bíla­um­ferð við Lauga­veg með því að opna fyrir fólk, frá Bar­óns­stíg. Það þurfi að ger­ast strax. „Það er ólíð­andi að bílar séu enn að taka 47 pró­sent af borg­ar­götu þar sem er ekki lengur pláss fyrir fólk á gang­stéttum og þar sem for­eldrar ganga um með börn í barna­vögnum í alger­lega til­gangs­lausri loft­meng­un. Flest versl­un­ar­fólk áttar sig á því, og hefur gert það fyrir löngu síð­an, að það er mun lík­legra að fólk gangi inn í verslun ef það er fót­gang­andi. Það er að minnsta kosti eng­inn öku­maður að aka inn í verslun og versla þannig. En þá er gott að benda á Aktu taktu, nú, eða Skalla,“ segir Björn

Auglýsing

Hann seg­ist að sjálf­sögðu styðja Borg­ar­línu og á sama tíma frek­ari fjár­fest­ingu í þjón­ustu Stræt­is­vagna­kerf­is­ins. Þar sé mikið verk að vinna, sér­stak­lega í sýni­leika kerf­is­ins fyrir ferða­fólk, sem veit hrein­lega ekki af til­vist strætó og búi þar með til óþarfa umferð um mengun í bíla­leigu­bíl­um.

Björn er  36 ára Reyk­vík­ingur og er með nokkrar háskóla­gráð­ur, í sagn­fræði, þýsku, frönsku og alþjóða­sam­skipt­um. Hann hefur starfað sem grunn­skóla­kenn­ari, sem blaða­maður og frétta­mað­ur, sem spurn­inga­höf­undur fyrir Gettu betur og sem upp­lýs­inga­full­trúi hjá mann­úð­ar­fé­lagi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent