Björn vill 3. sætið hjá VG

Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sækist eftir þriðja sæti á lista Vinstri grænna.

Björn Teitsson
Auglýsing

Björn Teits­son, sagn­fræð­ingur og for­mað­ur Sam­taka um bíl­lausan lífs­stíl, sæk­ist eftir þriðja sæti á lista Vinstri hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boð í for­vali flokks­ins.

Í fram­boðs­yf­ir­lýs­ingu seg­ist Björn vilja flug­völl­inn burt úr Vatns­mýr­inni sem allra fyrst. „Það er ein­fald­lega búið að sóa nógum miklum tíma og fé nú þeg­ar. Þetta er okkar verð­mætasta bygg­ing­ar­land sem kemur til með að gjör­breyta borg­ar­lands­lag­inu, allri þjóð­inni til fram­drátt­ar.“

Þá vill hann banna bíla­um­ferð við Lauga­veg með því að opna fyrir fólk, frá Bar­óns­stíg. Það þurfi að ger­ast strax. „Það er ólíð­andi að bílar séu enn að taka 47 pró­sent af borg­ar­götu þar sem er ekki lengur pláss fyrir fólk á gang­stéttum og þar sem for­eldrar ganga um með börn í barna­vögnum í alger­lega til­gangs­lausri loft­meng­un. Flest versl­un­ar­fólk áttar sig á því, og hefur gert það fyrir löngu síð­an, að það er mun lík­legra að fólk gangi inn í verslun ef það er fót­gang­andi. Það er að minnsta kosti eng­inn öku­maður að aka inn í verslun og versla þannig. En þá er gott að benda á Aktu taktu, nú, eða Skalla,“ segir Björn

Auglýsing

Hann seg­ist að sjálf­sögðu styðja Borg­ar­línu og á sama tíma frek­ari fjár­fest­ingu í þjón­ustu Stræt­is­vagna­kerf­is­ins. Þar sé mikið verk að vinna, sér­stak­lega í sýni­leika kerf­is­ins fyrir ferða­fólk, sem veit hrein­lega ekki af til­vist strætó og búi þar með til óþarfa umferð um mengun í bíla­leigu­bíl­um.

Björn er  36 ára Reyk­vík­ingur og er með nokkrar háskóla­gráð­ur, í sagn­fræði, þýsku, frönsku og alþjóða­sam­skipt­um. Hann hefur starfað sem grunn­skóla­kenn­ari, sem blaða­maður og frétta­mað­ur, sem spurn­inga­höf­undur fyrir Gettu betur og sem upp­lýs­inga­full­trúi hjá mann­úð­ar­fé­lagi.

Meira úr sama flokkiInnlent