„Ráðherrar ábyrgir fyrir sér sjálfum“

Varaformaður Vinstri grænna opnaði flokksráðsfund í morgun á yfirliti yfir stöðu flokksins. Sagði hitna undir Sigríði Andersen.

Edward H. Huijbens varaformaður VG og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Edward H. Huijbens varaformaður VG og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Nú er krafa uppi um að okkar for­sæt­is­ráð­herra beiti sér eins og ein­hver ein­ræð­is­herra og ráði og reki ráð­herra, eins og kallað er eftir hverju sinni. Sem betur fer virkar okkar stjórn­skipan ekki alveg þannig,“ sagði Edward Hui­jbens vara­for­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs í opn­un­ar­ræðu sinni á Flokks­ráðs­fundi flokks­ins í morg­un.

Edward ræddi þar stöðu flokks­ins og verk­efnin framundan og kom tölu­vert inn á stöðu Sig­ríðar Á. And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra, sem situr í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur for­manns Vinstri grænna.

Skipun Sig­ríðar á dóm­urum í Lands­rétt hefur reynst Sig­ríði erfitt mál, en Hæsti­réttur dæmdi tveimur umsækj­endum sem hún veitti ekki emb­ætti við rétt­inn, miska­bætur þar sem hún var talin hafa brotið lög við skip­un­ina.

Auglýsing

Edward sagði að sem betur fer væri það þannig að ráð­herrar séu ábyrgir fyrir sér sjálfir og sínum ákvörð­unum og sem betur fer sé ábyrgðin fyrst og fremst ævin­lega kjós­enda sjálfra er kemur að því hverjir velj­ast í ráð­herra­stóla. „Þeir sem kjósa flokka og ráð­herra á þing aftur og aft­ur, sem sann­ar­lega hafa farið á svig við lög og regl­ur, hljóta að verða skoða hug sinn vand­lega. Ég vil skila skömminni, skila henni til þeirra sem kusu, vit­andi vits yfir okkur ráð­herra sem aðeins virð­ist vilja fylgja eigin villu­ljósi,“ sagði Edward.

Hann sagði einnig til ferli fyrir þessi mál í okkar kerfi, stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd ætli að fara ofan í saumana á þessu og umboðs­maður Alþingis fylli í allar eyður sem nefndin mögu­lega skilur eft­ir.

„Já kæru félag­ar, það hitnar undir Sig­ríði Á And­er­sen og til að þetta eld­ist nú allt vel og brenni ekki, er betra að hækka hit­ann rólega,“ sagði Edward.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent