„Ráðherrar ábyrgir fyrir sér sjálfum“

Varaformaður Vinstri grænna opnaði flokksráðsfund í morgun á yfirliti yfir stöðu flokksins. Sagði hitna undir Sigríði Andersen.

Edward H. Huijbens varaformaður VG og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Edward H. Huijbens varaformaður VG og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Nú er krafa uppi um að okkar for­sæt­is­ráð­herra beiti sér eins og ein­hver ein­ræð­is­herra og ráði og reki ráð­herra, eins og kallað er eftir hverju sinni. Sem betur fer virkar okkar stjórn­skipan ekki alveg þannig,“ sagði Edward Hui­jbens vara­for­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs í opn­un­ar­ræðu sinni á Flokks­ráðs­fundi flokks­ins í morg­un.

Edward ræddi þar stöðu flokks­ins og verk­efnin framundan og kom tölu­vert inn á stöðu Sig­ríðar Á. And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra, sem situr í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur for­manns Vinstri grænna.

Skipun Sig­ríðar á dóm­urum í Lands­rétt hefur reynst Sig­ríði erfitt mál, en Hæsti­réttur dæmdi tveimur umsækj­endum sem hún veitti ekki emb­ætti við rétt­inn, miska­bætur þar sem hún var talin hafa brotið lög við skip­un­ina.

Auglýsing

Edward sagði að sem betur fer væri það þannig að ráð­herrar séu ábyrgir fyrir sér sjálfir og sínum ákvörð­unum og sem betur fer sé ábyrgðin fyrst og fremst ævin­lega kjós­enda sjálfra er kemur að því hverjir velj­ast í ráð­herra­stóla. „Þeir sem kjósa flokka og ráð­herra á þing aftur og aft­ur, sem sann­ar­lega hafa farið á svig við lög og regl­ur, hljóta að verða skoða hug sinn vand­lega. Ég vil skila skömminni, skila henni til þeirra sem kusu, vit­andi vits yfir okkur ráð­herra sem aðeins virð­ist vilja fylgja eigin villu­ljósi,“ sagði Edward.

Hann sagði einnig til ferli fyrir þessi mál í okkar kerfi, stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd ætli að fara ofan í saumana á þessu og umboðs­maður Alþingis fylli í allar eyður sem nefndin mögu­lega skilur eft­ir.

„Já kæru félag­ar, það hitnar undir Sig­ríði Á And­er­sen og til að þetta eld­ist nú allt vel og brenni ekki, er betra að hækka hit­ann rólega,“ sagði Edward.Meira úr sama flokkiInnlent