Ísland í hópi landa með bestu batahorfur krabbameinssjúklinga

Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í The Lancet eru horfur einstaklinga með krabbamein almennt að batna í heiminum, jafnvel hjá þeim sem glíma við erfiðustu krabbameinin eins og í lifur og lungum.

Landspítalinn
Landspítalinn
Auglýsing

Horfur krabba­meins­sjúk­linga fara batn­andi á alþjóða­vísu en mik­ill munur er á milli þjóða. Ísland er í hópi landa með bestu horf­urn­ar. Þetta eru nið­ur­stöður nýrrar og víð­tækrar rann­sóknar sem birt var í gær í hinu virta lækna­tíma­riti The Lancet. Hún spann­aði um 14 ára tíma­bil frá árinu 2000 og náði til landa þar sem tveir þriðju hlutar mann­kyns búa og leiðir í ljós að mik­ill munur er á lifun milli landa, sér­stak­lega þegar kemur að til­teknum gerðum krabba­meina í börn­um.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Krabba­meins­fé­lag­inu.

Sem dæmi hafa horfur barna með heila­æxli batnað í mörgum lönd­um. Þannig er fimm ára lifun hjá börnum sem greindust allt fram til árs­ins 2014 tvö­falt hærri í Dan­mörku og Sví­þjóð, í kringum 80 pró­sent, á meðan hún er innan við 40 pró­sent í Mexíkó og Bras­il­íu. Líkur eru á að þetta end­ur­spegli aðgang sjúk­linga að grein­ingu, gæði grein­ing­ar­innar og með­ferð­ar­úr­ræði.

Auglýsing

Krabba­meins­skrá Krabba­meins­fé­lags Íslands tók þátt í rann­sókn­inni sem nefn­ist CONCOR­D-3. Hún byggð­ist á grein­ingum ein­stak­linga frá 322 krabba­meins­skrám í 71 landi eða lands­svæð­um. Borin var saman fimm ára lifun frá grein­ingu hjá yfir 37,5 millj­ónum ein­stak­linga, bæði full­orðn­um, 15 til 99 ára, og börn­um, 0 til 14 ára. Um var að ræða 18 algeng­ustu krabba­meinin eða 75 pró­sent krabba­meina sem greind voru á árunum 2000 til 2014.

Eftir að búið er að taka til­lit til mis­mun­andi ald­urs og dauðs­falla af öðrum orsökum hafa krabba­meins­sjúk­lingar í eft­ir­far­andi löndum bestu horfur í heim­inum og hafa þær hald­ist nokkuð stöðugar síð­ustu 15 árin: Banda­rík­in, Kana­da, Ástr­al­ía, Nýja Sjá­land, Finn­land, Nor­eg­ur, Ísland og Sví­þjóð.

Bata­horfur fara batn­andi í Dan­mörku

Á Íslandi var fimm ára lifun 89 pró­sent hjá konum sem greindust með brjóstakrabba­mein síð­asta fimm ára tíma­bil rann­sókn­ar­inn­ar, eða árin 2010 til 2014, sam­an­borið við 66 pró­sent hjá konum á Ind­landi. Í Evr­ópu náði pró­sentan upp í 85 pró­sent eða meira í 16 löndum en komst aðeins upp í 71 pró­sent í Rúss­landi, sem er lægsta pró­sentan í álf­unni.

Horfur krabba­meins­sjúk­linga hafa batnað veru­lega í Dan­mörku og eru þær nú svip­aðar og á hinum Norð­ur­lönd­unum en voru áður tals­vert verri. Þessar hröðu fram­farir síð­ustu 15 árin má helst rekja til þess að Danir hafa sett fram vand­aðar krabba­meins­á­ætl­anir og farið eftir þeim.

Krabba­meins­skrár mik­il­vægar

For­stöðu­maður rann­sókn­ar­inn­ar, Dr. Claudia Allem­ani, segir það afar mik­il­vægt að yfir­völd setji fram og fari eftir stefnu­mót­andi áætl­unum til að halda krabba­meinum í skefjum og við­halda þeim árangri sem náðst hafi í lif­un. Efna­hags- og fram­far­ar­stofn­unin OECD notar nú nið­ur­stöður CONCORD rann­sókn­anna til að bera saman frammi­stöðu 48 heil­brigð­is­kerfa víða um heim, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Áætl­anir um lifun í sumum heims­hlutum tak­markast þó bæði af ófull­komnum krabba­meins­skrám og ýmsum stjórn­sýslu­legum eða laga­legum hindr­un­um. Sem dæmi eru 40 pró­sent skráðra til­fella í Afr­íku með ófull­nægj­andi eft­ir­fylgni í skrán­ing­um, svo ekki var hægt að meta þróun lif­un­ar.

„Rík­is­stjórnir verða að skilja hversu mik­il­vægar krabba­meins­skrár eru sem tæki til efl­ingar lýð­heilsu. Þaðan koma stöðugt verð­mætar upp­lýs­ingar er varða for­varnir gegn krabba­meinum og skil­virkni heil­brigð­is­kerf­is­ins, með hlut­falls­lega afar litlum til­kostn­að­i,“ segir Claudia.

Mik­ill munur á horfum barna með krabba­mein

Rann­sóknin varpar ljósi á mik­inn mun á horfum barna með krabba­mein, eftir búsetu. Í Bras­ilíu og Mexíkó var fimm ára lifun undir 40 pró­sent árin 2010 til 2014, miðað við um 80 pró­sent í Sví­þjóð, Dan­mörku og Slóvak­íu. Þrátt fyrir að horfur hafi batnað í flestum löndum frá árinu 1995 er mik­ill munur á fimm ára lifun barna með algeng­asta krabba­mein­ið, bráða- eitilfrumu­hvít­blæði. Það sýnir best þá ann­marka sem eru í sumum löndum á grein­ingu og með­ferð sjúk­dóms­ins, en hann er almennt tal­inn lækn­an­leg­ur. Í nokkrum löndum eins og Kana­da, Banda­ríkj­unum og 9 Evr­ópu­lönd­um, er lifun 90 pró­sent, meðan hún er undir 60 pró­sent í Kína, Mexíkó og Ekvador.

Í lokin leggja höf­undar rann­sókn­ar­innar áherslu á mik­il­vægi þess að krabba­meins­skrár um allan heim fái full­nægj­andi fjár­magn og aðstöðu til að skrá alla krabba­meins­sjúk­linga, svo hægt sé að fylgj­ast með árangri grein­ingar og með­ferðar í öllum lönd­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent