Ísland í hópi landa með bestu batahorfur krabbameinssjúklinga

Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í The Lancet eru horfur einstaklinga með krabbamein almennt að batna í heiminum, jafnvel hjá þeim sem glíma við erfiðustu krabbameinin eins og í lifur og lungum.

Landspítalinn
Landspítalinn
Auglýsing

Horfur krabba­meins­sjúk­linga fara batn­andi á alþjóða­vísu en mik­ill munur er á milli þjóða. Ísland er í hópi landa með bestu horf­urn­ar. Þetta eru nið­ur­stöður nýrrar og víð­tækrar rann­sóknar sem birt var í gær í hinu virta lækna­tíma­riti The Lancet. Hún spann­aði um 14 ára tíma­bil frá árinu 2000 og náði til landa þar sem tveir þriðju hlutar mann­kyns búa og leiðir í ljós að mik­ill munur er á lifun milli landa, sér­stak­lega þegar kemur að til­teknum gerðum krabba­meina í börn­um.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Krabba­meins­fé­lag­inu.

Sem dæmi hafa horfur barna með heila­æxli batnað í mörgum lönd­um. Þannig er fimm ára lifun hjá börnum sem greindust allt fram til árs­ins 2014 tvö­falt hærri í Dan­mörku og Sví­þjóð, í kringum 80 pró­sent, á meðan hún er innan við 40 pró­sent í Mexíkó og Bras­il­íu. Líkur eru á að þetta end­ur­spegli aðgang sjúk­linga að grein­ingu, gæði grein­ing­ar­innar og með­ferð­ar­úr­ræði.

Auglýsing

Krabba­meins­skrá Krabba­meins­fé­lags Íslands tók þátt í rann­sókn­inni sem nefn­ist CONCOR­D-3. Hún byggð­ist á grein­ingum ein­stak­linga frá 322 krabba­meins­skrám í 71 landi eða lands­svæð­um. Borin var saman fimm ára lifun frá grein­ingu hjá yfir 37,5 millj­ónum ein­stak­linga, bæði full­orðn­um, 15 til 99 ára, og börn­um, 0 til 14 ára. Um var að ræða 18 algeng­ustu krabba­meinin eða 75 pró­sent krabba­meina sem greind voru á árunum 2000 til 2014.

Eftir að búið er að taka til­lit til mis­mun­andi ald­urs og dauðs­falla af öðrum orsökum hafa krabba­meins­sjúk­lingar í eft­ir­far­andi löndum bestu horfur í heim­inum og hafa þær hald­ist nokkuð stöðugar síð­ustu 15 árin: Banda­rík­in, Kana­da, Ástr­al­ía, Nýja Sjá­land, Finn­land, Nor­eg­ur, Ísland og Sví­þjóð.

Bata­horfur fara batn­andi í Dan­mörku

Á Íslandi var fimm ára lifun 89 pró­sent hjá konum sem greindust með brjóstakrabba­mein síð­asta fimm ára tíma­bil rann­sókn­ar­inn­ar, eða árin 2010 til 2014, sam­an­borið við 66 pró­sent hjá konum á Ind­landi. Í Evr­ópu náði pró­sentan upp í 85 pró­sent eða meira í 16 löndum en komst aðeins upp í 71 pró­sent í Rúss­landi, sem er lægsta pró­sentan í álf­unni.

Horfur krabba­meins­sjúk­linga hafa batnað veru­lega í Dan­mörku og eru þær nú svip­aðar og á hinum Norð­ur­lönd­unum en voru áður tals­vert verri. Þessar hröðu fram­farir síð­ustu 15 árin má helst rekja til þess að Danir hafa sett fram vand­aðar krabba­meins­á­ætl­anir og farið eftir þeim.

Krabba­meins­skrár mik­il­vægar

For­stöðu­maður rann­sókn­ar­inn­ar, Dr. Claudia Allem­ani, segir það afar mik­il­vægt að yfir­völd setji fram og fari eftir stefnu­mót­andi áætl­unum til að halda krabba­meinum í skefjum og við­halda þeim árangri sem náðst hafi í lif­un. Efna­hags- og fram­far­ar­stofn­unin OECD notar nú nið­ur­stöður CONCORD rann­sókn­anna til að bera saman frammi­stöðu 48 heil­brigð­is­kerfa víða um heim, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Áætl­anir um lifun í sumum heims­hlutum tak­markast þó bæði af ófull­komnum krabba­meins­skrám og ýmsum stjórn­sýslu­legum eða laga­legum hindr­un­um. Sem dæmi eru 40 pró­sent skráðra til­fella í Afr­íku með ófull­nægj­andi eft­ir­fylgni í skrán­ing­um, svo ekki var hægt að meta þróun lif­un­ar.

„Rík­is­stjórnir verða að skilja hversu mik­il­vægar krabba­meins­skrár eru sem tæki til efl­ingar lýð­heilsu. Þaðan koma stöðugt verð­mætar upp­lýs­ingar er varða for­varnir gegn krabba­meinum og skil­virkni heil­brigð­is­kerf­is­ins, með hlut­falls­lega afar litlum til­kostn­að­i,“ segir Claudia.

Mik­ill munur á horfum barna með krabba­mein

Rann­sóknin varpar ljósi á mik­inn mun á horfum barna með krabba­mein, eftir búsetu. Í Bras­ilíu og Mexíkó var fimm ára lifun undir 40 pró­sent árin 2010 til 2014, miðað við um 80 pró­sent í Sví­þjóð, Dan­mörku og Slóvak­íu. Þrátt fyrir að horfur hafi batnað í flestum löndum frá árinu 1995 er mik­ill munur á fimm ára lifun barna með algeng­asta krabba­mein­ið, bráða- eitilfrumu­hvít­blæði. Það sýnir best þá ann­marka sem eru í sumum löndum á grein­ingu og með­ferð sjúk­dóms­ins, en hann er almennt tal­inn lækn­an­leg­ur. Í nokkrum löndum eins og Kana­da, Banda­ríkj­unum og 9 Evr­ópu­lönd­um, er lifun 90 pró­sent, meðan hún er undir 60 pró­sent í Kína, Mexíkó og Ekvador.

Í lokin leggja höf­undar rann­sókn­ar­innar áherslu á mik­il­vægi þess að krabba­meins­skrár um allan heim fái full­nægj­andi fjár­magn og aðstöðu til að skrá alla krabba­meins­sjúk­linga, svo hægt sé að fylgj­ast með árangri grein­ingar og með­ferðar í öllum lönd­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent