Ísland í hópi landa með bestu batahorfur krabbameinssjúklinga

Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í The Lancet eru horfur einstaklinga með krabbamein almennt að batna í heiminum, jafnvel hjá þeim sem glíma við erfiðustu krabbameinin eins og í lifur og lungum.

Landspítalinn
Landspítalinn
Auglýsing

Horfur krabba­meins­sjúk­linga fara batn­andi á alþjóða­vísu en mik­ill munur er á milli þjóða. Ísland er í hópi landa með bestu horf­urn­ar. Þetta eru nið­ur­stöður nýrrar og víð­tækrar rann­sóknar sem birt var í gær í hinu virta lækna­tíma­riti The Lancet. Hún spann­aði um 14 ára tíma­bil frá árinu 2000 og náði til landa þar sem tveir þriðju hlutar mann­kyns búa og leiðir í ljós að mik­ill munur er á lifun milli landa, sér­stak­lega þegar kemur að til­teknum gerðum krabba­meina í börn­um.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Krabba­meins­fé­lag­inu.

Sem dæmi hafa horfur barna með heila­æxli batnað í mörgum lönd­um. Þannig er fimm ára lifun hjá börnum sem greindust allt fram til árs­ins 2014 tvö­falt hærri í Dan­mörku og Sví­þjóð, í kringum 80 pró­sent, á meðan hún er innan við 40 pró­sent í Mexíkó og Bras­il­íu. Líkur eru á að þetta end­ur­spegli aðgang sjúk­linga að grein­ingu, gæði grein­ing­ar­innar og með­ferð­ar­úr­ræði.

Auglýsing

Krabba­meins­skrá Krabba­meins­fé­lags Íslands tók þátt í rann­sókn­inni sem nefn­ist CONCOR­D-3. Hún byggð­ist á grein­ingum ein­stak­linga frá 322 krabba­meins­skrám í 71 landi eða lands­svæð­um. Borin var saman fimm ára lifun frá grein­ingu hjá yfir 37,5 millj­ónum ein­stak­linga, bæði full­orðn­um, 15 til 99 ára, og börn­um, 0 til 14 ára. Um var að ræða 18 algeng­ustu krabba­meinin eða 75 pró­sent krabba­meina sem greind voru á árunum 2000 til 2014.

Eftir að búið er að taka til­lit til mis­mun­andi ald­urs og dauðs­falla af öðrum orsökum hafa krabba­meins­sjúk­lingar í eft­ir­far­andi löndum bestu horfur í heim­inum og hafa þær hald­ist nokkuð stöðugar síð­ustu 15 árin: Banda­rík­in, Kana­da, Ástr­al­ía, Nýja Sjá­land, Finn­land, Nor­eg­ur, Ísland og Sví­þjóð.

Bata­horfur fara batn­andi í Dan­mörku

Á Íslandi var fimm ára lifun 89 pró­sent hjá konum sem greindust með brjóstakrabba­mein síð­asta fimm ára tíma­bil rann­sókn­ar­inn­ar, eða árin 2010 til 2014, sam­an­borið við 66 pró­sent hjá konum á Ind­landi. Í Evr­ópu náði pró­sentan upp í 85 pró­sent eða meira í 16 löndum en komst aðeins upp í 71 pró­sent í Rúss­landi, sem er lægsta pró­sentan í álf­unni.

Horfur krabba­meins­sjúk­linga hafa batnað veru­lega í Dan­mörku og eru þær nú svip­aðar og á hinum Norð­ur­lönd­unum en voru áður tals­vert verri. Þessar hröðu fram­farir síð­ustu 15 árin má helst rekja til þess að Danir hafa sett fram vand­aðar krabba­meins­á­ætl­anir og farið eftir þeim.

Krabba­meins­skrár mik­il­vægar

For­stöðu­maður rann­sókn­ar­inn­ar, Dr. Claudia Allem­ani, segir það afar mik­il­vægt að yfir­völd setji fram og fari eftir stefnu­mót­andi áætl­unum til að halda krabba­meinum í skefjum og við­halda þeim árangri sem náðst hafi í lif­un. Efna­hags- og fram­far­ar­stofn­unin OECD notar nú nið­ur­stöður CONCORD rann­sókn­anna til að bera saman frammi­stöðu 48 heil­brigð­is­kerfa víða um heim, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Áætl­anir um lifun í sumum heims­hlutum tak­markast þó bæði af ófull­komnum krabba­meins­skrám og ýmsum stjórn­sýslu­legum eða laga­legum hindr­un­um. Sem dæmi eru 40 pró­sent skráðra til­fella í Afr­íku með ófull­nægj­andi eft­ir­fylgni í skrán­ing­um, svo ekki var hægt að meta þróun lif­un­ar.

„Rík­is­stjórnir verða að skilja hversu mik­il­vægar krabba­meins­skrár eru sem tæki til efl­ingar lýð­heilsu. Þaðan koma stöðugt verð­mætar upp­lýs­ingar er varða for­varnir gegn krabba­meinum og skil­virkni heil­brigð­is­kerf­is­ins, með hlut­falls­lega afar litlum til­kostn­að­i,“ segir Claudia.

Mik­ill munur á horfum barna með krabba­mein

Rann­sóknin varpar ljósi á mik­inn mun á horfum barna með krabba­mein, eftir búsetu. Í Bras­ilíu og Mexíkó var fimm ára lifun undir 40 pró­sent árin 2010 til 2014, miðað við um 80 pró­sent í Sví­þjóð, Dan­mörku og Slóvak­íu. Þrátt fyrir að horfur hafi batnað í flestum löndum frá árinu 1995 er mik­ill munur á fimm ára lifun barna með algeng­asta krabba­mein­ið, bráða- eitilfrumu­hvít­blæði. Það sýnir best þá ann­marka sem eru í sumum löndum á grein­ingu og með­ferð sjúk­dóms­ins, en hann er almennt tal­inn lækn­an­leg­ur. Í nokkrum löndum eins og Kana­da, Banda­ríkj­unum og 9 Evr­ópu­lönd­um, er lifun 90 pró­sent, meðan hún er undir 60 pró­sent í Kína, Mexíkó og Ekvador.

Í lokin leggja höf­undar rann­sókn­ar­innar áherslu á mik­il­vægi þess að krabba­meins­skrár um allan heim fái full­nægj­andi fjár­magn og aðstöðu til að skrá alla krabba­meins­sjúk­linga, svo hægt sé að fylgj­ast með árangri grein­ingar og með­ferðar í öllum lönd­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent