Samherji þarf að selja sig út úr færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum

Samherji hefur sjö ár til að selja sig út úr færeysku útgerðarfyrirtæki eftir að ný lög sem banna eign útlendinga á slíkum tók gildi þar í landi. Lagabreytingin gæti þýtt uppsögn á fríverslunarsamningi Íslands og Færeyja.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.
Auglýsing

Um nýliðin ára­mót tók gildi ný lög í Fær­eyjum sem gera það að verkum að erlendu eign­ar­haldi á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum þar í landi verður úthýst. Sam­hliða verður kvóta­kerfið sem þar hefur verið við lýði tekið upp og upp­boðs­leið inn­leidd.

Þessar breyt­ingar munu hafa bein áhrif á eitt íslenskt fyr­ir­tæki, sjáv­ar­út­vegs­ris­ann Sam­herja, sem á útgerð­ar­fyr­ir­tækið Fram­herja í Fær­eyj­um, sem það stofn­aði árið 1994 Fram­herji gerir út þrjá tog­ara í Fær­eyj­um. Sam­herji hefur nú sjö ár til að losa sig út úr fær­eysku útgerð­inni.

Frá þessu er greint í Fiski­frétt­um.

Auglýsing

Víð­tæk­asti frí­versl­un­ar­samn­ing­ur­inn

Í umfjöllun Fiski­frétta segir að breyt­ingin á rétti erlendra aðila til að eiga í fær­eyskum útgerðum geri það að verkum að end­ur­skoða þarf frí­versl­un­ar­samn­ing Íslend­inga og Fær­ey­inga, Høy­vík­ur­samn­ing­inn, sem gerður var árið 2005. Sam­kvæmt þeim samn­ingi er litið á Ísland og Fær­eyjar sem eitt efna­hags­svæði, og er þetta víð­tæk­asti frí­versl­un­ar­samn­ingur sem Íslend­ingar hafa gert við annað ríki, að und­an­skildum samn­ingum við Evr­ópu­sam­bandið um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið.

Þurfa mögu­lega að segja upp samn­ingnum

Í blað­inu segir að ef Íslend­ingar fáist ekki til að end­ur­skoða samn­ing­inn þá þurfi Fær­ey­ingar annað hvort að segja honum upp eða breyta fisk­veiði­stjórn­un­ar­lögum sínum aftur þannig að  hætt yrði við að koma Íslend­ingum út úr fær­eyskri útgerð.

Í athuga­semdum sem Gísli Baldur Garð­ars­son, lög­maður Sam­herja, sendi fær­eyska þing­inu 19. júní í fyrra sagði hann lít­inn vafa á að laga­breyt­ing­arnar brytu í bága við frí­versl­un­ar­samn­ing­inn. „Hugs­an­lega er fær­eyska rík­is­stjórnin með frum­varpi þessu að boða upp­sögn samn­ings­ins við Ísland,“ skrif­aði Gísli Bald­ur.

Högn­uð­ust um 86 millj­arða á sex árum

Sam­herji er stærsta útgerð­­­ar­­­fyr­ri­tæki lands­ins. Á árunum 2011 til og með 2016 hefur fyr­ir­tækið hagn­­­ast um 86 millj­­­arða króna. Hagn­að­­ur­inn árið 2016 var 14,3 millj­­arðar króna. 

Tekj­ur Sam­herja, sem er sam­­­stæða fé­laga sem flest starfa á sviði sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs, hér­­­­­lend­is sem er­­­lend­is, námu þá um 85 millj­­­örðum króna og var hagn­aður fyr­ir af­­­skrift­ir og fjár­­­­­magnsliði um 17 millj­­­arðar króna.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent