Lárus leiðir hóp um hvítbók fjármálakerfisins

Lárus L. Blöndal hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins verður formaður starfshóps sem vinna á hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi.

Hvítbók
Auglýsing

Lárus L. Blön­dal hæsta­rétt­ar­lög­maður og stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins verður for­maður starfs­hóps sem vinna á hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn og stefnu fyrir fjár­mála­kerfið á Íslandi.Í yfir­lýs­ingu frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu kemur fram að mark­miðið sé að skapa traustan grund­völl fyrir umræðu, stefnu­mörkun og ákvarð­ana­töku um mál­efni er varða fjár­mála­kerf­ið, fram­tíð­ar­gerð þess og þró­un.Með Lárusi í hópnum verða Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­stöðu­maður lausa­fjár­á­hættu og fjár­mála­fyr­ir­tækja hjá Seðla­banka Íslands, Guð­jón Rún­ars­son, lög­maður og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, Kristrún Tinna Gunn­ars­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Oli­ver Wyman í Sví­þjóð og Sylvía K. Ólafs­dótt­ir, deild­ar­stjóri jarð­varma­deildar á orku­sviði Lands­virkj­un­ar. Starfs­hópnum er falið að ljúka vinnu sinni fyrir 15. maí með skýrslu til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Auglýsing


Kveðið var á um stofnun hóps­ins í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar þar sem lögð var áhersla á að stefnu­mark­andi ákvarð­anir um fjár­mála­kerfið verði teknar eftir umfjöllun Alþingis um fram­tíð­ar­sýn fjár­mála­kerf­is­ins á Íslandi sem byggi á þess­ari hvít­bók um efn­ið. Hvít­bókin hafi að leið­ar­ljósi  aukið traust á íslenskum fjár­mála­mark­aði, aukið gagn­sæi og fjár­mála­stöð­ug­leika. Í sátt­mál­anum segir einnig að rík­is­stjórnin vilji vinna að frek­ari skil­virkni í fjár­mála­kerf­inu, að dregið verði úr áhættu vegna óskyldra þátta í starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja og að sér­stak­lega verði litið til ann­arra lít­illa opinna hag­kerfa og reynslu ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­unum við mótun fram­tíð­ar­sýn­ar­inn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent