Enn fjölgar launþegum á Íslandi

Launþegum fjölgar milli ára í byggingariðnaði og ferðaþjónustu en fækkar í sjávarútvegi.

_abh2215_9954187243_o.jpg Höfðatorg byggingar framkvæmdir
Auglýsing

Árið 2017, voru að jafn­aði 17.599 launa­greið­endur á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 658 eða 3,9 pró­sent frá árinu 2016. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hag­stof­unnar. Á sama tíma­bili greiddu launa­greið­endur að með­al­tali um 188.600 ein­stak­lingum laun og fjölg­aði þeim um 8.500 eða 4,7 pró­sent frá fyrra ári.Laun­þegum fjölgar milli ára í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu en fækkar í sjáv­ar­út­vegi. Í des­em­ber 2017 voru 2.744 launa­greið­endur og um 13.100 laun­þegar í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð og hafði laun­þegum fjölgað um 1.700, 15 pró­sent, sam­an­borið við des­em­ber 2016. Í des­em­ber voru í ein­kenn­andi greinum ferða­þjón­ustu 1.803 launa­greið­endur og um 25.900 laun­þegar og hafði laun­þegum fjölgað um 1.600, 6 pró­sent, á einu ári. Á sama tíma­bili hefur laun­þegum í heild fjölgað um 7.500 eða 4 pró­sent.Hag­stofan tekur fram að í þessum tölum eru ekki upp­lýs­ingar um ein­yrkja sem eru með rekstur á eigin kenni­tölu og greiða sjálfum sér laun, en slíkt rekstr­ar­form er algengt í bygg­ing­ar­iðn­aði, land­bún­aði, hug­verka­iðn­aði og skap­andi greinum svo dæmi séu tek­in. Því mætti ætla að þær tölur gætu í raun verið nokkuð hærri.

Auglýsing

Meira úr sama flokkiInnlent