Gildi segir að of mikil óvissa og áhætta hafi falist í því að kaupa í Arion

Stærstu eigendur Arion banka vildu ekki leyfa Gildi að leggja mat á endurskoðað uppgjör bankans áður en þeir keyptu hlut.

Arion.banki_..Sm_.ra.tib_..jpg
Auglýsing

Stjórn Gildis ákvað að kaupa ekki hlut í Arion banka að svo stöddu vegna þess að líf­eyr­is­sjóð­ur­inn fékk ekki meiri tíma til að meta fjár­fest­ing­una. Sér­stak­lega vildi Gildi fá að leggja mat á end­ur­skoðað upp­gjör Arion banka sem verður birt á morg­un, 14. febr­ú­ar. Ekki náð­ist saman um að leyfa sjóðnum það. Þá taldi Gildi að enn væri tals­verð óvissa „um skrán­ingu Arion banka á markað og einnig skortir að mati sjóðs­ins skýr­ari sýn á fram­tíð­ar­rekstur bank­ans.“ Þetta kemur fram í frétt á heima­síðu Gildis, sem er þriðji stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins.

Þess vegna var það mat sjóðs­ins að „of mikil óvissa og áhætta fælist nú í kaup­unum fyrir sjóð­fé­laga Gild­is. Við­ræðum um kaup á hlut í Arion banka var því slit­ið.“

LSR sagði skorta á gagn­sæi í sölu­ferl­inu

Stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins var boðið að kaupa hlut í Arion banka af Kaup­þingi, félagi utan um eft­ir­stand­andi eignir kröfu­hafa þess banka, þann 24. jan­úar síð­ast­lið­inn. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var vilji til þess að selja sjóð­unum um fimm pró­sent hlut áður en að bank­inn yrði skráður á mark­að. Frestur til að svara til­boð­inu rann út á mánu­dag, 12. febr­ú­ar. Engin líf­eyr­is­sjóður tók því. Haukur Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR), sagði í við­tali við Morg­un­­blaðið í dag, að líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn hafi bakkað út úr við­ræðum um kaup á hlut í Arion banka, fyrir útboð og skrán­ingu, meðal ann­­ars vegna skorts á gagn­­sæi í sölu­­ferl­in­u.

Auglýsing

Þá segir hann að fram­­tíð­­ar­­sýn fyrir hönd bank­ans hafi mátt vera skýr­­ari í við­ræð­un­um, og að LSR, eins og aðrir líf­eyr­is­­sjóð­ir, þurfi að meta sínar fjár­­­fest­ingar eftir áhættu og öðrum þátt­um, en nú leggur sjóð­­ur­inn meðal ann­­ars áherslu fjár­­­fest­ingar erlend­­is.

Við­­mæl­endur Kjarn­ans segja hins vegar ekki úti­­lokað að íslensk trygg­inga­­fé­lög og önnur fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki kaupi hluti í Arion banka fyrir útboð. Kaup­­geta þeirra er næg til þess að hægt verði að losa að minnsta kosti tvö pró­­sent í bank­­anum og þar með upp­­­fylla það skil­yrði sem er sett fyrir vænt­an­legri arð­greiðslu upp á 25 millj­arða króna til hlut­hafa Arion banka, sem sam­þykkt var á hlut­hafa­fundi í gær.

Kaup­­­þing er stærsti eig­andi Arion banka með um 57 pró­­­sent hlut. Vog­un­­­­­­­ar­­­­­­­sjóð­irn­ir Taconic Capi­tal, Och-Ziff CapitalM­ana­gement, Attestor Capi­tal og fjár­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­bank­inn Gold­man Sachs eiga sam­an­lagt 29,59 pró­­­­­­­­sent hlut í bank­­­anum og íslenska ríkið á 13 pró­­­sent hlut.

Geta fengið háar bón­us­greiðslur tak­ist að selja allar eignir

Stefnt hefur verið að sölu á Arion banka í tölu­vert langan tíma. Kaup­­­­þing ehf., eign­­­­ar­halds­­­­­­­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir þrota­­­­bús hins fallna banka, hélt á 87 pró­­­­sent hlut í Arion banka eftir að gengið hafði verið frá upp­­­­­­­gjöri milli þeirra og rík­­­­is­ins í byrjun árs 2016. Og ríkið hélt áfram á 13 pró­­­­sent hlut.

Í sam­komu­lag­inu við kröf­u­haf­anna stóð líka að íslenska ríkið ætti for­­­­kaups­rétt á hlutum í Arion banka ef bank­inn yrði seldur fyrir virði sem væri 80 pró­­­­­sent eða minna af bók­­­­­færðu eigin fé. Söm­u­­­­leiðis getur ríkið geti leyst Arion banka til sín ef ekki tæk­ist að selja hann fyrir árs­­­­lok 2018.

Í ágúst 2016 var greint frá því að um 20 starfs­­­­menn Kaup­­­­þings gætu fengið allt að 1,5 millj­­­­arða króna í bón­us­greiðslur ef mark­mið um hámörkun á virði óseldra eigna myndi nást. Þessar bón­us­greiðslur ættu að greið­­­­ast út eigi síðar en í lok apríl 2018. Langstærsta óselda eignin á þeim tíma var 87 pró­­­­sent hlutur Kaup­­­­þings í Arion banka. Og sú eign er enn að hluta óseld.

Sam­­­­kvæmt upp­­­­lýs­ingum frá Kaup­­­­þingi þá verða bón­us­greiðsl­­­­urnar að óbreyttu greiddar út fyrir lok apr­íl. Þau við­­­­skipti sem áttu sér stað með hluti í Arion banka í fyrra hafa áhrif á umfang þeirra en fyr­ir­hugað hluta­fjár­­­­út­­­­­­­boð á eft­ir­stand­andi 57,4 pró­­­­sent hlut Kaup­­­­þings mun ekki gera það.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent