Gildi segir að of mikil óvissa og áhætta hafi falist í því að kaupa í Arion

Stærstu eigendur Arion banka vildu ekki leyfa Gildi að leggja mat á endurskoðað uppgjör bankans áður en þeir keyptu hlut.

Arion.banki_..Sm_.ra.tib_..jpg
Auglýsing

Stjórn Gildis ákvað að kaupa ekki hlut í Arion banka að svo stöddu vegna þess að líf­eyr­is­sjóð­ur­inn fékk ekki meiri tíma til að meta fjár­fest­ing­una. Sér­stak­lega vildi Gildi fá að leggja mat á end­ur­skoðað upp­gjör Arion banka sem verður birt á morg­un, 14. febr­ú­ar. Ekki náð­ist saman um að leyfa sjóðnum það. Þá taldi Gildi að enn væri tals­verð óvissa „um skrán­ingu Arion banka á markað og einnig skortir að mati sjóðs­ins skýr­ari sýn á fram­tíð­ar­rekstur bank­ans.“ Þetta kemur fram í frétt á heima­síðu Gildis, sem er þriðji stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins.

Þess vegna var það mat sjóðs­ins að „of mikil óvissa og áhætta fælist nú í kaup­unum fyrir sjóð­fé­laga Gild­is. Við­ræðum um kaup á hlut í Arion banka var því slit­ið.“

LSR sagði skorta á gagn­sæi í sölu­ferl­inu

Stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins var boðið að kaupa hlut í Arion banka af Kaup­þingi, félagi utan um eft­ir­stand­andi eignir kröfu­hafa þess banka, þann 24. jan­úar síð­ast­lið­inn. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var vilji til þess að selja sjóð­unum um fimm pró­sent hlut áður en að bank­inn yrði skráður á mark­að. Frestur til að svara til­boð­inu rann út á mánu­dag, 12. febr­ú­ar. Engin líf­eyr­is­sjóður tók því. Haukur Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR), sagði í við­tali við Morg­un­­blaðið í dag, að líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn hafi bakkað út úr við­ræðum um kaup á hlut í Arion banka, fyrir útboð og skrán­ingu, meðal ann­­ars vegna skorts á gagn­­sæi í sölu­­ferl­in­u.

Auglýsing

Þá segir hann að fram­­tíð­­ar­­sýn fyrir hönd bank­ans hafi mátt vera skýr­­ari í við­ræð­un­um, og að LSR, eins og aðrir líf­eyr­is­­sjóð­ir, þurfi að meta sínar fjár­­­fest­ingar eftir áhættu og öðrum þátt­um, en nú leggur sjóð­­ur­inn meðal ann­­ars áherslu fjár­­­fest­ingar erlend­­is.

Við­­mæl­endur Kjarn­ans segja hins vegar ekki úti­­lokað að íslensk trygg­inga­­fé­lög og önnur fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki kaupi hluti í Arion banka fyrir útboð. Kaup­­geta þeirra er næg til þess að hægt verði að losa að minnsta kosti tvö pró­­sent í bank­­anum og þar með upp­­­fylla það skil­yrði sem er sett fyrir vænt­an­legri arð­greiðslu upp á 25 millj­arða króna til hlut­hafa Arion banka, sem sam­þykkt var á hlut­hafa­fundi í gær.

Kaup­­­þing er stærsti eig­andi Arion banka með um 57 pró­­­sent hlut. Vog­un­­­­­­­ar­­­­­­­sjóð­irn­ir Taconic Capi­tal, Och-Ziff CapitalM­ana­gement, Attestor Capi­tal og fjár­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­bank­inn Gold­man Sachs eiga sam­an­lagt 29,59 pró­­­­­­­­sent hlut í bank­­­anum og íslenska ríkið á 13 pró­­­sent hlut.

Geta fengið háar bón­us­greiðslur tak­ist að selja allar eignir

Stefnt hefur verið að sölu á Arion banka í tölu­vert langan tíma. Kaup­­­­þing ehf., eign­­­­ar­halds­­­­­­­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir þrota­­­­bús hins fallna banka, hélt á 87 pró­­­­sent hlut í Arion banka eftir að gengið hafði verið frá upp­­­­­­­gjöri milli þeirra og rík­­­­is­ins í byrjun árs 2016. Og ríkið hélt áfram á 13 pró­­­­sent hlut.

Í sam­komu­lag­inu við kröf­u­haf­anna stóð líka að íslenska ríkið ætti for­­­­kaups­rétt á hlutum í Arion banka ef bank­inn yrði seldur fyrir virði sem væri 80 pró­­­­­sent eða minna af bók­­­­­færðu eigin fé. Söm­u­­­­leiðis getur ríkið geti leyst Arion banka til sín ef ekki tæk­ist að selja hann fyrir árs­­­­lok 2018.

Í ágúst 2016 var greint frá því að um 20 starfs­­­­menn Kaup­­­­þings gætu fengið allt að 1,5 millj­­­­arða króna í bón­us­greiðslur ef mark­mið um hámörkun á virði óseldra eigna myndi nást. Þessar bón­us­greiðslur ættu að greið­­­­ast út eigi síðar en í lok apríl 2018. Langstærsta óselda eignin á þeim tíma var 87 pró­­­­sent hlutur Kaup­­­­þings í Arion banka. Og sú eign er enn að hluta óseld.

Sam­­­­kvæmt upp­­­­lýs­ingum frá Kaup­­­­þingi þá verða bón­us­greiðsl­­­­urnar að óbreyttu greiddar út fyrir lok apr­íl. Þau við­­­­skipti sem áttu sér stað með hluti í Arion banka í fyrra hafa áhrif á umfang þeirra en fyr­ir­hugað hluta­fjár­­­­út­­­­­­­boð á eft­ir­stand­andi 57,4 pró­­­­sent hlut Kaup­­­­þings mun ekki gera það.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent