Arion banki hagnast um 14,4 milljarða

Forstjóri Arion banka segir spennandi tíma framundan hjá Arion banka. Efnahagslíf landsins er í blóma og bankinn mun halda áfram að framþróa sína starfsemi og þjónustu, segir hann.

Höskuldur Ólafsson ágúst 2017
Auglýsing

Hagn­aður sam­stæðu Arion banka á árinu 2017 nam 14,4 millj­örðum króna sam­an­borið við 21,7 millj­arða króna árið 2016. Arð­semi eigin fjár var 6,6% en var 10,5% á árinu 2016, að því er segir í til­kynn­ingu frá bank­anum.

Hösk­uldur Ólafs­son, for­stjóri bank­ans, segir rekstur bank­ans hafa gengið vel, og ánægju­legt sé að fá inn­lenda aðila inn í hlut­hafa­hóp bank­ans. „Afkoma árs­ins 2017 er við­un­andi þótt ein­skipt­is­at­burðir setji nokkurn svip á árið. Grunn­rekstur bank­ans er góð­ur, tekju­grunnur er sterkur og fjár­hags­legur styrkur mik­ill. Þetta gerir bank­anum kleift að ráð­ast í sér­staka arð­greiðslu að fjár­hæð 25 millj­arðar króna sem ákveðin var á hlut­hafa­fundi 12. febr­úar síð­ast­lið­inn. Arð­greiðslan er í sam­ræmi við það mark­mið bank­ans að hag­ræða eig­in­fjár­hlut­falli sínu á þann veg að það verði í meira sam­ræmi við erlenda og inn­lenda banka. Þrátt fyrir arð­greiðslu þá er eig­in­fjár­staða bank­ans sterk og vel umfram kröfur eft­ir­lits­að­ila. 

Þá er arð­greiðslan liður í aðgerðum sem tengj­ast sölu­ferli bank­ans en við gerum ráð fyrir að það muni setja mark sitt á árið 2018. Skrán­ing bank­ans á mark­að, hér á landi og jafn­vel erlend­is, er einn af þeim kostum sem til skoð­unar er. Líkur eru á að ákvörðun um næstu skref verði tekin á næstu vikum og mán­uð­um. „Í mars­mán­uði 2017 voru fyrstu skrefin í sölu­ferli bank­ans tekin er þrír alþjóð­legir fjár­fest­ing­ar­sjóðir og fjár­fest­ing­ar­bank­inn Gold­man Sachs komu inn í hlut­hafa­hóp Arion banka. Selj­andi var Kaup­þing, í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt Kaup­skil, sem seldi um 30% hlut í bank­an­um. Fjár­fest­ing­ar­sjóð­irnir Attestor Capi­tal og Taconic Capi­tal Advis­ors voru þar stærstir og eign­uð­ust hvor um sig tæp 10% í bank­an­um. Attestor Capi­tal jók síðar hlut sinn lít­il­lega eftir að Fjár­mála­eft­ir­litið mat sjóð­inn hæfan til að fara með virkan eign­ar­hlut. Fyrr í dag var svo til­kynnt um sölu Kaup­þings á um 5% hlut í bank­anum til Attestor Capital, Gold­man Sachs og sjóða í rekstri fjög­urra íslenskra sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækja. Það er sér­stak­lega ánægju­legt að fá inn­lenda fjár­festa inn í hlut­hafa­hóp­inn,“ segir hann meðal ann­ars í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Heild­ar­eignir Arion banka námu 1.147,8 millj­örðum króna í árs­lok sam­an­borið við 1.036,0 millj­arða króna í árs­lok 2016 og eigið fé hlut­hafa bank­ans nam 225,6 millj­örðum króna, sam­an­borið við 211,2 millj­arða króna í árs­lok 2016.

Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans var 24,0% í árs­lok en var 26,8% í árs­lok 2016. 

Hlut­fall almenns eig­in­fjár­þáttar 1 lækk­aði og nam 23,6% sam­an­borið við 26,1% í árs­lok 2016. Lækkun frá fyrra ári kemur einkum til vegna 25 millj­arða króna arð­greiðslu eða kaupa á eigin bréf­um, sem sam­þykkt var á hlut­hafa­fundi 12. febr­úar sl. og fram­kvæmd verður á næstu vik­um.

Í til­kynn­ing­unni segir að Arion banki hafi sett sér það marka­mið að vera með útlána­vöxt, sem sé umfram almennan vöxt í hag­kerf­inu, og að það hafi tek­ist á árinu 2017. Vöxt­ur­inn hafi verið um 7 pró­sent, og meðal ann­ars hafi bank­anum tek­ist að halda vaxt­ar­mark­miðum í fast­eigna­lán­um, þrátt fyrir vax­andi sam­keppni frá líf­eyr­is­sjóð­um.

Hösk­uldur fjallar einnig um erf­ið­leika United Sil­icon, en bank­inn hefur þegar afskrifað um 5 millj­arða vegna gjald­þrots þess og erf­ið­leika. Hann segir ánægju­legt að finna fyrir því, að bank­inn muni geta komið eignum í verð. „Erf­ið­leikar og gjald­þrot kís­il­verk­smiðju United Sil­icon setti mark sitt á afkomu árs­ins en nið­ur­færslur Arion banka á lánum og fjár­fest­ingu í félag­inu námu um 4 millj­örðum króna að teknu til­liti til skatta­á­hrifa. Það stóð ekki til að bank­inn yrði hlut­hafi í félag­inu en eftir því sem erf­ið­leikar þess juk­ust varð bank­inn að stíga inn, m.a. í formi hluta­fjár­aukn­ing­ar. Arion banki hefur óskað eftir því við skipta­stjóra þrota­bús­ins að ganga að veðum bank­ans í félag­inu með það að mark­miði að gera nauð­syn­legar úrbætur á verk­smið­unni og selja hana eins fljótt og auðið er. Það er jákvætt að við verðum vör við mik­inn áhuga á kís­il­verk­smiðj­unni meðal alþjóð­legra aðila í kísiliðn­að­i,“ segir Hösk­uld­ur.   

Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent