Ásmundur segir RÚV leggja sig í einelti

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði RÚV leggja sig í einelti með fréttaflutningi af aksturskostnaði hans. Þetta sagði Ásmundur í viðtali við Kastljós.

ingsetning-hausti-2015_21280734625_o.jpg
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sagði RÚV leggja sig í ein­elti með frétta­flutn­ingi af akst­urs­kostn­aði hans. Þetta sagði Ásmundur í við­tali við Einar Þor­steins­son í Kast­ljósi kvölds­ins.

Einar spurði Ásmund út í útreikn­inga Félags íslenskra bif­­reið­­ar­eig­enda fyrir Morg­un­út­varp Rásar þar sem fram kom að það kostar um tvær millj­­ónir króna að reka Kia Sporta­­ge-jeppa á ári. Ásmundur á slíkan bíl og fékk 4,6 millj­­ónir króna end­­ur­greiddar frá Alþingi í fyrra vegna keyrslu hans og hvort hann væri þannig að taka um 2,5 millj­ónir króna í vas­ann umfram útlagðan kostnað fyrir akstr­in­um.

Ásmundur sagð­ist ekki hafa reiknað dæmið með þessum hætti og þó hann vilji ekki draga FÍB í efa geri hann athuga­semdir við útreikn­ing­ana. En um væri að ræða rík­is­taxta sem ekki hafi verið sam­inn sér­stak­lega fyrir Ásmund heldur eigi hann við um alla þing­menn, rík­is­starf­menn og marga í atvinnu­líf­inu sem miði akstur starf­manna sinna við taxta rík­is­ins. „Þannig að það er ekk­ert við mig að sakast.“

Auglýsing

Fjár­hæð­irnar komu á óvart

Ásmundur sagði að þegar hann upp­haf­lega tók ákvörðun um að fara á þing þá hafi hann vitað að hann yrði aldrei heima. Vinnan sé áhuga­mál hans og hann sé óþreyt­andi við að sinna kjör­dæmi sínu. Hann sé einnig óþreyt­andi við að sinna starfi sínu á Alþingi þar sem hann sé með góða mæt­ingu. En þar sem hann hafi ekki verið að leggja þessar fjár­hæðir saman frá mán­uði til mán­aðar þá hafi þessar fjár­hæðir komið honum dálítið á óvart.

Ásmundur sagði að það væri rík­is­ins að end­ur­skoða taxt­ann sé hann hvetj­andi til að menn séu að „hafa ein­hvern auka­pen­ing upp úr hon­um“, greiða eigi rekstur á bílnum og kannski aðeins rúm­lega það, það væri eðli­legt.

Einar spurði Ásmund út í þær reglur þings­ins sem kveða á um að keyri menn yfir 15 þús­und kíló­metra skuli þeir not­ast við bíla­leigu­bíla. Ásmundur sagði þær reglur hafa verið settar í lok síð­asta þings án sam­ráðs við þing­menn sem stunda heimakstur og að þeir hafi verið í við­ræðum við for­sætis­nefnd um þær. Aðspurður að því af hverju hann fari samt ekki eftir settum reglum sagði Ásmundur vera að skoða það núna. Hann hafi gert athuga­semdir við þá bíla sem honum stóð til boða. „Ég ætla ekki að fara að keyra hérna á ónýtum bíla­leigu­bíl­um, keyrðum hund­ruð þús­unda kíló­metra.“ Hann hafi boðið þeim að leigja af honum hans eigin bíl á sömu kjörum og bíla­leigu­bíl­an­ir, þingið sé ekki að fara að leigja ein­hverja topp­bíla. „Þetta snýst um það að ég njóti öryggis á veg­unum og geti ferð­ast á milli á öruggan og góðan hátt.“

Lík­ara ein­elti en frétta­flutn­ingi

Þegar Ásmundur var spurður um þann kíló­metra­fjölda sem um ræðir til að rétt­læta þessar greiðslur sagð­ist hann ekki ætla í þennan leik. Það sé langt á Sel­fossi og Höfn og fleiri staði innan Suð­ur­kjör­dæmis og þegar hann er beð­inn um að koma í ein­hverjum erindum þá bara drífi hann sig af stað.

Ásmundur sagði þann tíma sem hann eyðir undir stýri vera til við­bótar við þann sem hann eyðir á þing­inu. Ferða­lögin fari fram á kvöldin og um helg­ar, sækja bæj­ar­há­tíðir á sumr­in. „Ég tel það bara ekki eftir mér.“

Hann sagð­ist enn­fremur nota bíl­inn í próf­kjörs­bar­áttu. Aðspurður um hvort honum þætti það eðli­legt sagði hann að þetta væru bara regl­urn­ar. Hann hafi ekki samið þær.

Einar spurði Ásmund hvort ekki væri eðli­leg­ast að þessar greiðslur væru allar uppi á borðum og svar­aði Ásmund­ur: „Það er bara sjálf­sagt þá er það bara hjá öll­um. Ég verð bara að segja eins og er að þið eruð alltaf að fara í þennan leik. Þið eruð búin að vera í heila viku að fjalla um þetta hérna, hérna á Rík­is­út­varp­inu, og hérna ég verð nú að segja það eins og er að það er nú gengið nokkuð nærri manni með þetta. Fólk hefur sagt við mig að þetta er miklu lík­ara ein­elti heldur en frétta­flutn­ing­i.“

Einar sagð­ist aðeins vera að spyrja eðli­legra spurn­inga um í hvað væri verið að eyða skatt­fé. Ásmundur nefndi þá starfs­bróður Ein­ars, Helga Selj­an, sem kall­aði á skoð­ana­bræður sína í þátt­inn sinn, Viku­lokin á Rás 1, þar sem þeir hefðu tekið klukku­tíma í að „drulla yfir“ Ásmund. „Hvers konar vinnu­brögð eru það?“

Viljum við að allir séu 101 rotta?

Ásmundur sagð­ist hafa lagt fram sína akst­urs­dag­bók í lok hvers mán­að­ar, ekki fengið athuga­semdir og þingið hefði hvorki kæft hann né klagað hann. Nú séu þing­menn að ræða málið við for­sætis­nefnd­ina og mik­il­vægt sé að klára það.

Hann sagði mjög marga þing­menn geta flog­ið, séu með húsa­styrk í Reykja­vík, sem nálgist þrjár millj­ónir á árs­grund­velli. Þeir fljúgi 70 til 100 flug á ári og þá sé um ræða upp­hæðir sem séu meira en 4,6 millj­ón­ir. Að auki hafi þeir bíla­leigu­bíla eða akst­urs­bók. Ásmundur spurði hvort það sé vilji fyrir því að hafa þing­menn sem búi á lands­byggð­inni, austur á fjörðum eða norður í landi, hvort það eigi að gera þeim kleift að búa heima hjá sér og sækja þing­ið. „Eða viljum við bara það séu allir 101 rotta? Er það það sem þið vilj­ið?“ Hann sagð­ist telja að margir vilji að allt eigi að vera eins og í Reykja­vík. „Þið hafið engan skiln­ing á því að á lands­byggð­inni er mikil eft­ir­spurn eftir því að þing­menn­irnir komi í heim­sókn, séu sýni­leg­ir, ekki bara fyrir kosn­ing­ar, heldur allan tím­ann. Þannig þing­maður er ég og þannig þing­maður ætla ég að ver­a,“ sagði Ásmund­ur.

Hluti af lýð­ræð­inu að sækja kjós­endur heim

Þing­mað­ur­inn sagði í lokin að hann hefði ekk­ert við það að athuga að sporslur til þing­manna séu gerðar opin­ber­ar. En þá verði bara sett upp önnur keppni, um hver fái mestan stuðn­ing frá þing­inu. Þetta verði að skoð­ast sam­an, ekki bara taka eina línu út úr, akst­urs­kostn­að­inn í þessu til­felli. „Þið verðið bara að átta ykkur á því að þetta er líka hluti af lýð­ræð­inu að þing­menn geti líka sótt sína kjós­endur heim.“

„Ég held það sé eðli­legt að það sé allt uppi á borð­unum og ég held það sé líka eðli­legt að frétta­flutn­ingur af þessum mál­um, eins og öðrum, að hann sé, að það sé eitt­hvað eðli­legt í kringum þetta, að það sé ekki bara stöðugt ein­elti af hálfu þess­arar stofn­un­ar.“

Í lok þáttar var tekið fram að Ásmundur hafi að loknum upp­tökum á við­tal­inu við­ur­kennt að hafa farið rangt með þegar hann var spurður út í hvort hann hefði látið ríkið greiða fyrir akstur við upp­tökur á þætt­inum Auð­linda­kist­an. Hann sagði að upp­töku­fólk hefði setið með honum í bílnum á leið í upp­tökur á við­töl­um. Ferð­irnar hafi fyrst og fremst verið til að hitta kjós­endur en tökulið ÍNN hafi fengið að fljóta með til að gera sjón­varps­þætti.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent