Ásmundur segir RÚV leggja sig í einelti

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði RÚV leggja sig í einelti með fréttaflutningi af aksturskostnaði hans. Þetta sagði Ásmundur í viðtali við Kastljós.

ingsetning-hausti-2015_21280734625_o.jpg
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sagði RÚV leggja sig í ein­elti með frétta­flutn­ingi af akst­urs­kostn­aði hans. Þetta sagði Ásmundur í við­tali við Einar Þor­steins­son í Kast­ljósi kvölds­ins.

Einar spurði Ásmund út í útreikn­inga Félags íslenskra bif­­reið­­ar­eig­enda fyrir Morg­un­út­varp Rásar þar sem fram kom að það kostar um tvær millj­­ónir króna að reka Kia Sporta­­ge-jeppa á ári. Ásmundur á slíkan bíl og fékk 4,6 millj­­ónir króna end­­ur­greiddar frá Alþingi í fyrra vegna keyrslu hans og hvort hann væri þannig að taka um 2,5 millj­ónir króna í vas­ann umfram útlagðan kostnað fyrir akstr­in­um.

Ásmundur sagð­ist ekki hafa reiknað dæmið með þessum hætti og þó hann vilji ekki draga FÍB í efa geri hann athuga­semdir við útreikn­ing­ana. En um væri að ræða rík­is­taxta sem ekki hafi verið sam­inn sér­stak­lega fyrir Ásmund heldur eigi hann við um alla þing­menn, rík­is­starf­menn og marga í atvinnu­líf­inu sem miði akstur starf­manna sinna við taxta rík­is­ins. „Þannig að það er ekk­ert við mig að sakast.“

Auglýsing

Fjár­hæð­irnar komu á óvart

Ásmundur sagði að þegar hann upp­haf­lega tók ákvörðun um að fara á þing þá hafi hann vitað að hann yrði aldrei heima. Vinnan sé áhuga­mál hans og hann sé óþreyt­andi við að sinna kjör­dæmi sínu. Hann sé einnig óþreyt­andi við að sinna starfi sínu á Alþingi þar sem hann sé með góða mæt­ingu. En þar sem hann hafi ekki verið að leggja þessar fjár­hæðir saman frá mán­uði til mán­aðar þá hafi þessar fjár­hæðir komið honum dálítið á óvart.

Ásmundur sagði að það væri rík­is­ins að end­ur­skoða taxt­ann sé hann hvetj­andi til að menn séu að „hafa ein­hvern auka­pen­ing upp úr hon­um“, greiða eigi rekstur á bílnum og kannski aðeins rúm­lega það, það væri eðli­legt.

Einar spurði Ásmund út í þær reglur þings­ins sem kveða á um að keyri menn yfir 15 þús­und kíló­metra skuli þeir not­ast við bíla­leigu­bíla. Ásmundur sagði þær reglur hafa verið settar í lok síð­asta þings án sam­ráðs við þing­menn sem stunda heimakstur og að þeir hafi verið í við­ræðum við for­sætis­nefnd um þær. Aðspurður að því af hverju hann fari samt ekki eftir settum reglum sagði Ásmundur vera að skoða það núna. Hann hafi gert athuga­semdir við þá bíla sem honum stóð til boða. „Ég ætla ekki að fara að keyra hérna á ónýtum bíla­leigu­bíl­um, keyrðum hund­ruð þús­unda kíló­metra.“ Hann hafi boðið þeim að leigja af honum hans eigin bíl á sömu kjörum og bíla­leigu­bíl­an­ir, þingið sé ekki að fara að leigja ein­hverja topp­bíla. „Þetta snýst um það að ég njóti öryggis á veg­unum og geti ferð­ast á milli á öruggan og góðan hátt.“

Lík­ara ein­elti en frétta­flutn­ingi

Þegar Ásmundur var spurður um þann kíló­metra­fjölda sem um ræðir til að rétt­læta þessar greiðslur sagð­ist hann ekki ætla í þennan leik. Það sé langt á Sel­fossi og Höfn og fleiri staði innan Suð­ur­kjör­dæmis og þegar hann er beð­inn um að koma í ein­hverjum erindum þá bara drífi hann sig af stað.

Ásmundur sagði þann tíma sem hann eyðir undir stýri vera til við­bótar við þann sem hann eyðir á þing­inu. Ferða­lögin fari fram á kvöldin og um helg­ar, sækja bæj­ar­há­tíðir á sumr­in. „Ég tel það bara ekki eftir mér.“

Hann sagð­ist enn­fremur nota bíl­inn í próf­kjörs­bar­áttu. Aðspurður um hvort honum þætti það eðli­legt sagði hann að þetta væru bara regl­urn­ar. Hann hafi ekki samið þær.

Einar spurði Ásmund hvort ekki væri eðli­leg­ast að þessar greiðslur væru allar uppi á borðum og svar­aði Ásmund­ur: „Það er bara sjálf­sagt þá er það bara hjá öll­um. Ég verð bara að segja eins og er að þið eruð alltaf að fara í þennan leik. Þið eruð búin að vera í heila viku að fjalla um þetta hérna, hérna á Rík­is­út­varp­inu, og hérna ég verð nú að segja það eins og er að það er nú gengið nokkuð nærri manni með þetta. Fólk hefur sagt við mig að þetta er miklu lík­ara ein­elti heldur en frétta­flutn­ing­i.“

Einar sagð­ist aðeins vera að spyrja eðli­legra spurn­inga um í hvað væri verið að eyða skatt­fé. Ásmundur nefndi þá starfs­bróður Ein­ars, Helga Selj­an, sem kall­aði á skoð­ana­bræður sína í þátt­inn sinn, Viku­lokin á Rás 1, þar sem þeir hefðu tekið klukku­tíma í að „drulla yfir“ Ásmund. „Hvers konar vinnu­brögð eru það?“

Viljum við að allir séu 101 rotta?

Ásmundur sagð­ist hafa lagt fram sína akst­urs­dag­bók í lok hvers mán­að­ar, ekki fengið athuga­semdir og þingið hefði hvorki kæft hann né klagað hann. Nú séu þing­menn að ræða málið við for­sætis­nefnd­ina og mik­il­vægt sé að klára það.

Hann sagði mjög marga þing­menn geta flog­ið, séu með húsa­styrk í Reykja­vík, sem nálgist þrjár millj­ónir á árs­grund­velli. Þeir fljúgi 70 til 100 flug á ári og þá sé um ræða upp­hæðir sem séu meira en 4,6 millj­ón­ir. Að auki hafi þeir bíla­leigu­bíla eða akst­urs­bók. Ásmundur spurði hvort það sé vilji fyrir því að hafa þing­menn sem búi á lands­byggð­inni, austur á fjörðum eða norður í landi, hvort það eigi að gera þeim kleift að búa heima hjá sér og sækja þing­ið. „Eða viljum við bara það séu allir 101 rotta? Er það það sem þið vilj­ið?“ Hann sagð­ist telja að margir vilji að allt eigi að vera eins og í Reykja­vík. „Þið hafið engan skiln­ing á því að á lands­byggð­inni er mikil eft­ir­spurn eftir því að þing­menn­irnir komi í heim­sókn, séu sýni­leg­ir, ekki bara fyrir kosn­ing­ar, heldur allan tím­ann. Þannig þing­maður er ég og þannig þing­maður ætla ég að ver­a,“ sagði Ásmund­ur.

Hluti af lýð­ræð­inu að sækja kjós­endur heim

Þing­mað­ur­inn sagði í lokin að hann hefði ekk­ert við það að athuga að sporslur til þing­manna séu gerðar opin­ber­ar. En þá verði bara sett upp önnur keppni, um hver fái mestan stuðn­ing frá þing­inu. Þetta verði að skoð­ast sam­an, ekki bara taka eina línu út úr, akst­urs­kostn­að­inn í þessu til­felli. „Þið verðið bara að átta ykkur á því að þetta er líka hluti af lýð­ræð­inu að þing­menn geti líka sótt sína kjós­endur heim.“

„Ég held það sé eðli­legt að það sé allt uppi á borð­unum og ég held það sé líka eðli­legt að frétta­flutn­ingur af þessum mál­um, eins og öðrum, að hann sé, að það sé eitt­hvað eðli­legt í kringum þetta, að það sé ekki bara stöðugt ein­elti af hálfu þess­arar stofn­un­ar.“

Í lok þáttar var tekið fram að Ásmundur hafi að loknum upp­tökum á við­tal­inu við­ur­kennt að hafa farið rangt með þegar hann var spurður út í hvort hann hefði látið ríkið greiða fyrir akstur við upp­tökur á þætt­inum Auð­linda­kist­an. Hann sagði að upp­töku­fólk hefði setið með honum í bílnum á leið í upp­tökur á við­töl­um. Ferð­irnar hafi fyrst og fremst verið til að hitta kjós­endur en tökulið ÍNN hafi fengið að fljóta með til að gera sjón­varps­þætti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent