Samgöngustofa segir Sádi-Arabíu ekki átakasvæði

Engin tilmæli hafa borist Samgöngustofu um sérstaka skoðun á þróun eða ástandi í tilteknum heimshlutum. Segja það ekki hlutverk stofnunar um samgönguöryggi að leggja slíkt pólitískt mat.

Air Atlanta
Auglýsing

Sam­göngu­stofa segir Sádi-­Ar­abíu ekki flokk­ast sem við­kvæmt átaka­svæði.

Í minn­is­blaði frá Sam­göngu­stofu, sem lagt var fram í morgun á sam­eig­in­legum fundi utan­rík­is­mála­nefndar Alþingis og umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar, kemur fram að óheim­ilt sé á grund­velli alþjóða­reglna að flytja her­gögn um loft­rými ríkis án heim­ildar við­kom­andi rík­is. Þórólfur Árna­son for­stjóri Sam­göngu­stofu kom fyrir nefnd­irnar í morgun að ræða vopna­flutn­inga íslenska flug­fé­lags­ins Air Atl­anta til Sádi-­Ar­ab­íu. Þannig þarf sam­þykki frá ríkjum sem her­gögn eru send frá og til auk þess sem öll ríki sem flogið er yfir þurfa að veita heim­ild.

Í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik á þriðju­dag var greint frá því að íslensk yfir­völd hafi þrátt fyrir þetta bann heim­ilað flutn­inga vopna til Sádi-­Ar­ab­íu, þaðan sem þau ber­ast til Jem­ens og Sýr­lands.

Auglýsing

Sam­göngu­stofa veitir leyfi til flutn­ings her­gagna með borg­ara­legum loft­för­um. Í minn­is­blað­inu segir að for­sendur þeirra leyf­is­veit­inga sé að stuðla að flug­ör­yggi með eft­ir­liti sam­kvæmt alþjóð­legum kröf­um.

Samöngu­stofu ber­ist reglu­lega upp­lýs­ingar sem varði flug­ör­yggi frá Flug­ör­ygg­is­stofnun Evópu um átaka­svæði, en Sádi-­Ar­abía hefur ekki verið á þeim lista. Landið hafi ekki verið flokkað sem við­kvæmt átaka­svæði svo Sam­göngu­stofu sé kunn­ugt um, né sé það á lista um ríki þar sem þving­un­ar­ráð­stöf­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna sé beitt.

„Engin til­mæli hafa borist Sam­göngu­stofu um sér­staka skoðun á þróun eða ástandi í til­teknum heims­hlut­um, enda ekki hlut­verk stofn­unar um sam­göngu­ör­yggi að leggja slíkt póli­tískt mat,“ segir í minn­is­blað­inu.

Þá segir að Air Atl­anta hafi starfað í Sádi-­Ar­abíu í ára­tugi og sinnt flutn­ingum á fólki og farmi án þess að athuga­semdir hafi verið gerðar eða leið­bein­ingar umfram reglu­gerð borist. Sé horft til ann­arra Norð­ur­landa sjá­ist að til dæmis stjórn­völd í Sví­þjóð, Nor­egi og Finn­landi hafi und­an­farið litið til end­ur­skoð­unar á sínum reglum um útflutn­ing á hern­að­ar­gögnum til ríkja eins og Sádi-­Ar­ab­íu, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmanna og Jemen. Vinna við end­ur­skoðun reglu­gerðar um flutn­ing her­gagna með loft­förum hófst í árs­lok 2017 og stendur yfir undir stjórn sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Í sam­tali við RÚV eftir fund­inn í morgun sagði Þórólfur að beiðnir um vopna­flutn­inga hafi mest verið 17 á einu ári. „Þessar beiðnir eða þessir flutn­ing­ar, þetta hefur verið engin eða ein til að byrja með, að með­al­tali sýn­ist okkur 5-10, ég held að það hafi verið mest 17 á einu ári. Air Atl­anta sem gerir út 17 þotur flýgur tugi fluga á hverjum degi, þannig að sjálfu sér er þetta brot af þeirri starf­semi sem Air Atl­anta hef­ur,“ sagði Þórólfur við RÚV. „Ég tel að það sé þeirra sam­fé­lags­lega ábyrgð að upp­lýsa okkur og koma með þær upp­lýs­ingar sem þið frétta­menn hafið beðið um, í fullum rétti finnst mér,“ segir Þórólf­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent