Samgöngustofa segir Sádi-Arabíu ekki átakasvæði

Engin tilmæli hafa borist Samgöngustofu um sérstaka skoðun á þróun eða ástandi í tilteknum heimshlutum. Segja það ekki hlutverk stofnunar um samgönguöryggi að leggja slíkt pólitískt mat.

Air Atlanta
Auglýsing

Sam­göngu­stofa segir Sádi-­Ar­abíu ekki flokk­ast sem við­kvæmt átaka­svæði.

Í minn­is­blaði frá Sam­göngu­stofu, sem lagt var fram í morgun á sam­eig­in­legum fundi utan­rík­is­mála­nefndar Alþingis og umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar, kemur fram að óheim­ilt sé á grund­velli alþjóða­reglna að flytja her­gögn um loft­rými ríkis án heim­ildar við­kom­andi rík­is. Þórólfur Árna­son for­stjóri Sam­göngu­stofu kom fyrir nefnd­irnar í morgun að ræða vopna­flutn­inga íslenska flug­fé­lags­ins Air Atl­anta til Sádi-­Ar­ab­íu. Þannig þarf sam­þykki frá ríkjum sem her­gögn eru send frá og til auk þess sem öll ríki sem flogið er yfir þurfa að veita heim­ild.

Í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik á þriðju­dag var greint frá því að íslensk yfir­völd hafi þrátt fyrir þetta bann heim­ilað flutn­inga vopna til Sádi-­Ar­ab­íu, þaðan sem þau ber­ast til Jem­ens og Sýr­lands.

Auglýsing

Sam­göngu­stofa veitir leyfi til flutn­ings her­gagna með borg­ara­legum loft­för­um. Í minn­is­blað­inu segir að for­sendur þeirra leyf­is­veit­inga sé að stuðla að flug­ör­yggi með eft­ir­liti sam­kvæmt alþjóð­legum kröf­um.

Samöngu­stofu ber­ist reglu­lega upp­lýs­ingar sem varði flug­ör­yggi frá Flug­ör­ygg­is­stofnun Evópu um átaka­svæði, en Sádi-­Ar­abía hefur ekki verið á þeim lista. Landið hafi ekki verið flokkað sem við­kvæmt átaka­svæði svo Sam­göngu­stofu sé kunn­ugt um, né sé það á lista um ríki þar sem þving­un­ar­ráð­stöf­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna sé beitt.

„Engin til­mæli hafa borist Sam­göngu­stofu um sér­staka skoðun á þróun eða ástandi í til­teknum heims­hlut­um, enda ekki hlut­verk stofn­unar um sam­göngu­ör­yggi að leggja slíkt póli­tískt mat,“ segir í minn­is­blað­inu.

Þá segir að Air Atl­anta hafi starfað í Sádi-­Ar­abíu í ára­tugi og sinnt flutn­ingum á fólki og farmi án þess að athuga­semdir hafi verið gerðar eða leið­bein­ingar umfram reglu­gerð borist. Sé horft til ann­arra Norð­ur­landa sjá­ist að til dæmis stjórn­völd í Sví­þjóð, Nor­egi og Finn­landi hafi und­an­farið litið til end­ur­skoð­unar á sínum reglum um útflutn­ing á hern­að­ar­gögnum til ríkja eins og Sádi-­Ar­ab­íu, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmanna og Jemen. Vinna við end­ur­skoðun reglu­gerðar um flutn­ing her­gagna með loft­förum hófst í árs­lok 2017 og stendur yfir undir stjórn sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Í sam­tali við RÚV eftir fund­inn í morgun sagði Þórólfur að beiðnir um vopna­flutn­inga hafi mest verið 17 á einu ári. „Þessar beiðnir eða þessir flutn­ing­ar, þetta hefur verið engin eða ein til að byrja með, að með­al­tali sýn­ist okkur 5-10, ég held að það hafi verið mest 17 á einu ári. Air Atl­anta sem gerir út 17 þotur flýgur tugi fluga á hverjum degi, þannig að sjálfu sér er þetta brot af þeirri starf­semi sem Air Atl­anta hef­ur,“ sagði Þórólfur við RÚV. „Ég tel að það sé þeirra sam­fé­lags­lega ábyrgð að upp­lýsa okkur og koma með þær upp­lýs­ingar sem þið frétta­menn hafið beðið um, í fullum rétti finnst mér,“ segir Þórólf­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent