Uppreist æru fékk tvenn verðlaun

Ritstjórn Stundarinnar hlaut blaðamannaverðlaun ársins fyrir ítarlega umfjöllun um uppreist æru kynferðisbrotamanna. Konur voru áberandi sigurvegarar í ár.

Sigurvegarar blaðamannaverðlaunanna.
Sigurvegarar blaðamannaverðlaunanna.
Auglýsing

Rit­stjórn Stund­ar­innar hlaut blaða­manna­verð­laun árs­ins fyrir ít­ar­lega umfjöllun um upp­reist æru kyn­ferð­is­brota­manna, áhrif þess á fórn­ar­lömb mann­anna og tregðu stjórn­valda til upp­lýs­inga­gjaf­ar.

Til við­ur­kenn­ingar fyrir fram­úr­skar­andi frammi­stöðu og gott for­dæmi í íslenskri fjöl­miðlun veitir Blaða­manna­fé­lag Íslands Blaða­manna­verð­laun árs­ins á hverju ári. Í ár voru verð­launin veitt við hátíð­lega athöfn í Hörpu. 

Vikt­oría Her­manns­dóttir hjá RÚV hlaut verð­laun fyrir við­tal árs­ins fyrir við­tal við Árna Jón Árna­son í þætt­inum Á ég bróður á Íslandi? Segir í umsögn dóm­nefndar að um sé að ræða ein­staka og fal­lega inn­sýn í líf manns þegar hann fær þær fréttir að hann eigi hálf­bróður og hittir í fyrsta sinn.

Auglýsing

Alma Ómars­dóttir hjá RÚV hlaut verð­laun fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins fyrir upp­lýsandi og heild­stæða umfjöllun um hverjir hlutu upp­reist æru, hverjir væru með­mæl­endur þeirra og áhrif upp­reist­ar­innar á brota­þola.

Sunna Ósk Loga­dóttir hjá Morg­un­blað­inu hlaut verð­laun fyrir umfjöllun árs­ins fyrir að reifa skil­merki­lega hvernig raf­orku­þurrð til náinnar fram­tíðar kallar á ákvarð­anir um hvort draga þurfi úr notkun hennar eða virkja meira og ólík sjón­ar­mið þar um.

Kjarn­inn óskar sig­ur­veg­ur­unum inni­lega til ham­ingju. „Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent