Vanhæfiskröfunni vísað frá Hæstarétti

Kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir Landsréttardómari víki sæti vegna vanhæfis, á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð með réttum hætti í embætti, hefur verið vísað frá Hæstarétti.

Landsréttur og Vilhjálmur
Auglýsing

Kröfu Vil­hjálms H. Vil­hjálms­sonar um að Arn­fríður Ein­ars­dóttir Lands­rétt­ar­dóm­ari víki sæti vegna van­hæf­is, á þeim grund­velli að hún hafi ekki verið skipuð með réttum hætti í emb­ætti, hefur verið vísað frá Hæsta­rétti.

Þetta stað­festir Vil­hjálmur í sam­tali við Kjarn­ann. Dómur þessa efnis var kveð­inn upp í rétt­inum í dag og hefur verið til­kynnt lög­mönnum aðila, það er að segja Vil­hjálmi og Jóni H.B. Snorra­syni fyrir hönd ákæru­valds­ins. Nið­ur­staðan mun birt­ast á heima­síðu Hæsta­réttar síðar í dag.

Í niðu­stöð­unni segir að engu því hafi verið haldið fram í kröf­unni fyrir van­hæf­inu sem valdið gæti því eftir 6. grein saka­mála­laga, heldur hafi rök­semd­irnar snú­ist að því að ekki hafi verið farið að lögum við skipun dóm­ar­ans. „Hefði hann klædd álita­efnið sem hann í raun leit­aði úrlausnar um rang­lega í bún­ing kröfu um að dóm­ar­inn viki sæti í mál­in­u,“ segir í sam­an­dreg­inni nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar.

Auglýsing

Úrskurður Lands­réttar hafi þannig ekki snúið að réttu lagi að ágrein­ingi um það efni og gæti hann af þeim sökum ekki átt undir kæru­heim­ild til Hæsta­réttar um hvort Lands­rétt­ar­dóm­ari víki sæti í mál­inu.

Vil­hjálmur krafð­ist þess fyrir hönd skjól­stæð­ings síns í saka­máli að Arn­fríður viki sæti þegar málið var flutt fyrir Lands­rétti. Dóm­ur­inn úrskurð­aði að Arn­fríður væri ekki van­hæf og skaut Vil­hjálmur þeirri nið­ur­stöðu til Hæsta­réttar sem nú hefur vísað mál­inu frá.

Í lögum um með­ferð saka­mála kemur fram að Hæsti­réttur geti kveðið upp dóm um frá­vísun máls frá rétt­inum vegna galla á mála­til­bún­aði þar fyrir dómi án þess að mál­flutn­ingur fari fram.

Lík­ast til leiðir þessi nið­ur­staða það af sér að til að geta gert kröfu um að Lands­rétt­ar­dóm­ari víki vegna van­hæfis þurfi efn­is­dómur fyrir Lands­rétti fyrst að ganga og síðar sé mál­inu áfrýjað til Hæsta­réttar þar sem annað hvort ómerk­ingar eða sýknu er kraf­ist á þeim grund­velli að dóm­ur­inn hafi ekki verið rétt skip­að­ur.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent