Vanhæfiskröfunni vísað frá Hæstarétti

Kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir Landsréttardómari víki sæti vegna vanhæfis, á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð með réttum hætti í embætti, hefur verið vísað frá Hæstarétti.

Landsréttur og Vilhjálmur
Auglýsing

Kröfu Vil­hjálms H. Vil­hjálms­sonar um að Arn­fríður Ein­ars­dóttir Lands­rétt­ar­dóm­ari víki sæti vegna van­hæf­is, á þeim grund­velli að hún hafi ekki verið skipuð með réttum hætti í emb­ætti, hefur verið vísað frá Hæsta­rétti.

Þetta stað­festir Vil­hjálmur í sam­tali við Kjarn­ann. Dómur þessa efnis var kveð­inn upp í rétt­inum í dag og hefur verið til­kynnt lög­mönnum aðila, það er að segja Vil­hjálmi og Jóni H.B. Snorra­syni fyrir hönd ákæru­valds­ins. Nið­ur­staðan mun birt­ast á heima­síðu Hæsta­réttar síðar í dag.

Í niðu­stöð­unni segir að engu því hafi verið haldið fram í kröf­unni fyrir van­hæf­inu sem valdið gæti því eftir 6. grein saka­mála­laga, heldur hafi rök­semd­irnar snú­ist að því að ekki hafi verið farið að lögum við skipun dóm­ar­ans. „Hefði hann klædd álita­efnið sem hann í raun leit­aði úrlausnar um rang­lega í bún­ing kröfu um að dóm­ar­inn viki sæti í mál­in­u,“ segir í sam­an­dreg­inni nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar.

Auglýsing

Úrskurður Lands­réttar hafi þannig ekki snúið að réttu lagi að ágrein­ingi um það efni og gæti hann af þeim sökum ekki átt undir kæru­heim­ild til Hæsta­réttar um hvort Lands­rétt­ar­dóm­ari víki sæti í mál­inu.

Vil­hjálmur krafð­ist þess fyrir hönd skjól­stæð­ings síns í saka­máli að Arn­fríður viki sæti þegar málið var flutt fyrir Lands­rétti. Dóm­ur­inn úrskurð­aði að Arn­fríður væri ekki van­hæf og skaut Vil­hjálmur þeirri nið­ur­stöðu til Hæsta­réttar sem nú hefur vísað mál­inu frá.

Í lögum um með­ferð saka­mála kemur fram að Hæsti­réttur geti kveðið upp dóm um frá­vísun máls frá rétt­inum vegna galla á mála­til­bún­aði þar fyrir dómi án þess að mál­flutn­ingur fari fram.

Lík­ast til leiðir þessi nið­ur­staða það af sér að til að geta gert kröfu um að Lands­rétt­ar­dóm­ari víki vegna van­hæfis þurfi efn­is­dómur fyrir Lands­rétti fyrst að ganga og síðar sé mál­inu áfrýjað til Hæsta­réttar þar sem annað hvort ómerk­ingar eða sýknu er kraf­ist á þeim grund­velli að dóm­ur­inn hafi ekki verið rétt skip­að­ur.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent