Endurreisnarstarfi Framtakssjóðsins lokið

Óhætt er að segja að starf Framtakssjóðsins hafi heppnast vel, en félagið var stofnað 2009 til að koma að endurreisn íslensks efnahagslífs.

Herdís dröfn fjelstedt
Auglýsing

For­svars­menn Fram­taks­sjóðs Íslands til­kynntu á blaða­manna­fundi í dag að form­legri starf­semi sjóðs­ins sé að ljúka, en Fram­taks­sjóð­ur­inn var stofn­aður í des­em­ber 2009 af 16 líf­eyr­is­sjóð­un­um, með það að mark­miði að koma að end­ur­reisn íslensks efna­hags­lífs.

Síðar bætt­ust Lands­bank­inn og VÍS í hóp hlut­hafa. 

Áætluð heild­ar­verð­mæti FSÍ frá stofnun eru 90,9 millj­arðar króna.

Auglýsing

Á aðal­fundi félags­ins sem hald­inn verður á morg­un, 14. mars, verður lagt til að greiddir verði út 11,7 millj­arðar króna. Hefur sjóð­ur­inn þá frá stofnun hans greitt eig­endum sínum til baka 86,2 millj­arða króna. Áætlað gang­virði eft­ir­stand­andi eigna er um 4,6 millj­arðar króna. 

„Fram­taks­sjóð­ur­inn var stofn­aður á afar krefj­andi tímum í íslensku efna­hags­lífi. Á þessum tíma var gríð­ar­lega mik­il­vægt að koma á hreyf­ingu fjár­magns í atvinnu­líf­inu, losa sem fyrst um eignir sem lágu í bönk­unum og síð­ast en ekki síst að byggja upp öfl­ugri félög á grunni þeirra félaga sem höfðu farið mjög illa með banka­hrun­inu. Það lá frá upp­hafi ljóst fyrir að fjár­fest­inga­getan lá fyrst í stað aðal­lega hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um. Þátt­taka þeirra í stofnun FSÍ gerði kleift að ráð­ast í end­ur­reisn þjóð­hags­lega mik­il­vægra fyr­ir­tækja og vinna í end­ur­skipu­lagn­ingu og stefnu­mótun íslensks atvinnu­lífs til fram­tíðar þjóð­inni til heilla,“ segir Her­dís Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóri FSÍ, í til­kynn­ingu.

Fram­taks­sjóð­ur­inn fjár­festi í öllum atvinnu­greinum lands­manna og end­ur­reisti fyr­ir­tæki sem voru í fjár­hags- og eða rekstr­ar­vanda. Á starfs­tíma sínum fjár­festi FSÍ í níu fyr­ir­tækjum fyrir um 43 millj­arða króna. Af þeim eru nú þrjú skráð í Kaup­höll­inni; Icelanda­ir, Voda­fone og N1. Önnur félög eru nú hluti af rekstri stærri sam­stæðu; Advania, Húsa­smiðj­an, Invent Far­ma, Plast­prent og Promens. Eitt félag, Icelandic Group var selt í hlut­u­m.  

Alls fjár­festi sjóð­ur­inn fyrir 43,3 millj­arða og hagn­að­ist um 47,7 millj­arða króna. Vænt árleg innri ávöxtun sjóðs­ins er 22,6%. „Þessi veg­ferð Fram­taks­sjóðs­ins hefur verið mjög árang­urs­rík. Með fjár­fest­ingum sjóðs­ins í íslensku atvinnu­lífi hefur átt sér stað mikil verð­mæta­sköp­un, bæði efna­hags­leg og sam­fé­lags­leg. Lok starf­semi sjóðs­ins marka því viss tíma­mót og kafla­skil í upp­gjöri þjóð­ar­innar við banka­hrun­ið. Í upp­hafi voru sjóðnum sett viss tíma­mörk til að sinna hlut­verki sínu við upp­bygg­ingu atvinnu­lífs­ins og því hlut­verki er nú lok­ið,“ segir Þor­kell Sig­ur­laugs­son, stjórn­ar­for­maður FSÍ, í til­kynn­ingu.

Brynjólfur Bjarnason orðinn stjórnarformaður Arion banka
Herdís Dröfn Fjeldsted er varaformaður stjórnar.
Kjarninn 20. mars 2019
Vond staða Boeing versnar
Framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Boeing hefur verið látinn fara. Mikill titringur er innan fyrirtækisins vegna rannsóknar á flugslysum í Indónesíu í október og Kenía fyrr í mánuðinum.
Kjarninn 20. mars 2019
Katrín Oddsdóttir
Austurvöllur okkar allra
Leslistinn 20. mars 2019
Segir stjórnarmeirihluta fyrir fjölmiðlafrumvarpi
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að frumvarp hennar um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé einungis fyrsta skrefið sem þurfi að stíga í þeirri vegferð.
Kjarninn 20. mars 2019
Sementsverksmiðja ríkisins
Sementsverksmiðja ríkisins Akranesi – In memoriam
Kjarninn 20. mars 2019
Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent