Endurreisnarstarfi Framtakssjóðsins lokið

Óhætt er að segja að starf Framtakssjóðsins hafi heppnast vel, en félagið var stofnað 2009 til að koma að endurreisn íslensks efnahagslífs.

Herdís dröfn fjelstedt
Auglýsing

For­svars­menn Fram­taks­sjóðs Íslands til­kynntu á blaða­manna­fundi í dag að form­legri starf­semi sjóðs­ins sé að ljúka, en Fram­taks­sjóð­ur­inn var stofn­aður í des­em­ber 2009 af 16 líf­eyr­is­sjóð­un­um, með það að mark­miði að koma að end­ur­reisn íslensks efna­hags­lífs.

Síðar bætt­ust Lands­bank­inn og VÍS í hóp hlut­hafa. 

Áætluð heild­ar­verð­mæti FSÍ frá stofnun eru 90,9 millj­arðar króna.

Auglýsing

Á aðal­fundi félags­ins sem hald­inn verður á morg­un, 14. mars, verður lagt til að greiddir verði út 11,7 millj­arðar króna. Hefur sjóð­ur­inn þá frá stofnun hans greitt eig­endum sínum til baka 86,2 millj­arða króna. Áætlað gang­virði eft­ir­stand­andi eigna er um 4,6 millj­arðar króna. 

„Fram­taks­sjóð­ur­inn var stofn­aður á afar krefj­andi tímum í íslensku efna­hags­lífi. Á þessum tíma var gríð­ar­lega mik­il­vægt að koma á hreyf­ingu fjár­magns í atvinnu­líf­inu, losa sem fyrst um eignir sem lágu í bönk­unum og síð­ast en ekki síst að byggja upp öfl­ugri félög á grunni þeirra félaga sem höfðu farið mjög illa með banka­hrun­inu. Það lá frá upp­hafi ljóst fyrir að fjár­fest­inga­getan lá fyrst í stað aðal­lega hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um. Þátt­taka þeirra í stofnun FSÍ gerði kleift að ráð­ast í end­ur­reisn þjóð­hags­lega mik­il­vægra fyr­ir­tækja og vinna í end­ur­skipu­lagn­ingu og stefnu­mótun íslensks atvinnu­lífs til fram­tíðar þjóð­inni til heilla,“ segir Her­dís Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóri FSÍ, í til­kynn­ingu.

Fram­taks­sjóð­ur­inn fjár­festi í öllum atvinnu­greinum lands­manna og end­ur­reisti fyr­ir­tæki sem voru í fjár­hags- og eða rekstr­ar­vanda. Á starfs­tíma sínum fjár­festi FSÍ í níu fyr­ir­tækjum fyrir um 43 millj­arða króna. Af þeim eru nú þrjú skráð í Kaup­höll­inni; Icelanda­ir, Voda­fone og N1. Önnur félög eru nú hluti af rekstri stærri sam­stæðu; Advania, Húsa­smiðj­an, Invent Far­ma, Plast­prent og Promens. Eitt félag, Icelandic Group var selt í hlut­u­m.  

Alls fjár­festi sjóð­ur­inn fyrir 43,3 millj­arða og hagn­að­ist um 47,7 millj­arða króna. Vænt árleg innri ávöxtun sjóðs­ins er 22,6%. „Þessi veg­ferð Fram­taks­sjóðs­ins hefur verið mjög árang­urs­rík. Með fjár­fest­ingum sjóðs­ins í íslensku atvinnu­lífi hefur átt sér stað mikil verð­mæta­sköp­un, bæði efna­hags­leg og sam­fé­lags­leg. Lok starf­semi sjóðs­ins marka því viss tíma­mót og kafla­skil í upp­gjöri þjóð­ar­innar við banka­hrun­ið. Í upp­hafi voru sjóðnum sett viss tíma­mörk til að sinna hlut­verki sínu við upp­bygg­ingu atvinnu­lífs­ins og því hlut­verki er nú lok­ið,“ segir Þor­kell Sig­ur­laugs­son, stjórn­ar­for­maður FSÍ, í til­kynn­ingu.

Bára Huld Beck
#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?
Kjarninn 24. júní 2018
Rut Guðnadóttir
Viltu vera memm?
Kjarninn 24. júní 2018
Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi
Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.
Kjarninn 24. júní 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Fjórflokkur Dags
Kjarninn 24. júní 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
Kjarninn 24. júní 2018
Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent