Endurreisnarstarfi Framtakssjóðsins lokið

Óhætt er að segja að starf Framtakssjóðsins hafi heppnast vel, en félagið var stofnað 2009 til að koma að endurreisn íslensks efnahagslífs.

Herdís dröfn fjelstedt
Auglýsing

For­svars­menn Fram­taks­sjóðs Íslands til­kynntu á blaða­manna­fundi í dag að form­legri starf­semi sjóðs­ins sé að ljúka, en Fram­taks­sjóð­ur­inn var stofn­aður í des­em­ber 2009 af 16 líf­eyr­is­sjóð­un­um, með það að mark­miði að koma að end­ur­reisn íslensks efna­hags­lífs.

Síðar bætt­ust Lands­bank­inn og VÍS í hóp hlut­hafa. 

Áætluð heild­ar­verð­mæti FSÍ frá stofnun eru 90,9 millj­arðar króna.

Auglýsing

Á aðal­fundi félags­ins sem hald­inn verður á morg­un, 14. mars, verður lagt til að greiddir verði út 11,7 millj­arðar króna. Hefur sjóð­ur­inn þá frá stofnun hans greitt eig­endum sínum til baka 86,2 millj­arða króna. Áætlað gang­virði eft­ir­stand­andi eigna er um 4,6 millj­arðar króna. 

„Fram­taks­sjóð­ur­inn var stofn­aður á afar krefj­andi tímum í íslensku efna­hags­lífi. Á þessum tíma var gríð­ar­lega mik­il­vægt að koma á hreyf­ingu fjár­magns í atvinnu­líf­inu, losa sem fyrst um eignir sem lágu í bönk­unum og síð­ast en ekki síst að byggja upp öfl­ugri félög á grunni þeirra félaga sem höfðu farið mjög illa með banka­hrun­inu. Það lá frá upp­hafi ljóst fyrir að fjár­fest­inga­getan lá fyrst í stað aðal­lega hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um. Þátt­taka þeirra í stofnun FSÍ gerði kleift að ráð­ast í end­ur­reisn þjóð­hags­lega mik­il­vægra fyr­ir­tækja og vinna í end­ur­skipu­lagn­ingu og stefnu­mótun íslensks atvinnu­lífs til fram­tíðar þjóð­inni til heilla,“ segir Her­dís Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóri FSÍ, í til­kynn­ingu.

Fram­taks­sjóð­ur­inn fjár­festi í öllum atvinnu­greinum lands­manna og end­ur­reisti fyr­ir­tæki sem voru í fjár­hags- og eða rekstr­ar­vanda. Á starfs­tíma sínum fjár­festi FSÍ í níu fyr­ir­tækjum fyrir um 43 millj­arða króna. Af þeim eru nú þrjú skráð í Kaup­höll­inni; Icelanda­ir, Voda­fone og N1. Önnur félög eru nú hluti af rekstri stærri sam­stæðu; Advania, Húsa­smiðj­an, Invent Far­ma, Plast­prent og Promens. Eitt félag, Icelandic Group var selt í hlut­u­m.  

Alls fjár­festi sjóð­ur­inn fyrir 43,3 millj­arða og hagn­að­ist um 47,7 millj­arða króna. Vænt árleg innri ávöxtun sjóðs­ins er 22,6%. „Þessi veg­ferð Fram­taks­sjóðs­ins hefur verið mjög árang­urs­rík. Með fjár­fest­ingum sjóðs­ins í íslensku atvinnu­lífi hefur átt sér stað mikil verð­mæta­sköp­un, bæði efna­hags­leg og sam­fé­lags­leg. Lok starf­semi sjóðs­ins marka því viss tíma­mót og kafla­skil í upp­gjöri þjóð­ar­innar við banka­hrun­ið. Í upp­hafi voru sjóðnum sett viss tíma­mörk til að sinna hlut­verki sínu við upp­bygg­ingu atvinnu­lífs­ins og því hlut­verki er nú lok­ið,“ segir Þor­kell Sig­ur­laugs­son, stjórn­ar­for­maður FSÍ, í til­kynn­ingu.

Musk eyðir síðum Tesla og Space X útaf Facebook
Frumkvöðullinn Elon Musk hefur gripið til þess að eyða Facebook síðum Tesla og Space X og þannig tekið þátt í #DeleteFacebook.
24. mars 2018
Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað til 9. apríl
Hart hefur verið tekist á um málið, en útlit var fyrir að greidd yrðu atkvæði um það í dag.
23. mars 2018
Forsætisráðherra: Þingmenn hafa „málfrelsi“ og það ber að virða
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur stutt lækkun kosningaaldurs og hefur barist fyrir því máli á Alþingi í gegnum tíðina. Hún segir málið ekki hafa verið í stjórnarsáttmálanum, þar sem eining náðist ekki um það.
23. mars 2018
Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Kosningaaldur verður ekki lækkaður – Málþóf andstæðinga drepur málið
Nær engar líkur eru á því að það náist að greiða atkvæði um lækkun kosningaaldurs á þingi í dag vegna málþófs. Umtalsverður meirihluti virðist samt sem áður vera fyrir samþykkt málsins.
23. mars 2018
Arnaldur Sigurðarson
Fortíðarþráin þráláta
23. mars 2018
Frestur ríkisstjórnarinnar að renna út
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram 45 prósent þeirra frumvarpa sem þeir boðuðu með þingmálaskrá í upphafi nýs þings. Framlagningarfrestur nýrra mála rennur út um mánaðarmót.
23. mars 2018
Þorsteinn Már: Veiðigjöld taka ekki mið af núverandi aðstæðum
Forstjóri Samherja vill að íslenskur sjávarútvegur njóti sannmælis sem atvinnugrein. Hann bendir á að Orkuveita Reykjavíkur þurfi ekki að greiða sérstakt gjald fyrir afnot af vatnsauðlindum þrátt fyrir mikinn hagnað.
23. mars 2018
Alþingi breytir skilgreiningu nauðgunar
Alþingi hefur samþykkt frumvarp um breytingu á skilgreiningu nauðgunar í kynferðiskafla almennra hegningarlaga. Samkvæmt nýju lögunum eru öll tvímæli tekin af um að samþykki sé forsenda kynmaka.
23. mars 2018
Meira úr sama flokkiInnlent