500 fleiri komur á bráðadeild Landspítala

Komum á bráðamóttöku Landspítalans í janúar og febrúar á þessu ári fjölgaði um rúmlega 500 eða 4,6 prósent frá síðasta ári. Spítalinn í vanda vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.

snjobylur-i-reykjavik_16034384551_o.jpg
Auglýsing

Komum á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans í jan­úar og febr­úar á þessu ári fjölg­aði um rúm­lega 500 eða 4,6 pró­sent frá síð­asta ári. Alvar­leg staða Land­spít­al­ans og bráða­mót­tök­unnar var rædd á rík­is­stjórn­ar­fundi í síð­ustu viku.

Álagið var svo mikið um miðjan febr­úar að upp­lýsa þurfti heil­brigð­is­ráð­herra um alvar­lega stöðu bráða­mót­tök­unnar sem síðan upp­lýsti Emb­ætti land­lækn­is. Þannig voru aðfar­ar­mótt 13. febr­úar 63 sjúk­lingar á bráða­mót­tök­unni, en rúm­stæði þar eru fyrir 32 sjúk­linga. Bið eftir lækn­is­skoðun var þá allt að sex klukku­stund­ir. Í minn­is­blaði sem ráð­herra lagði fyrir rík­is­stjórn­ina segir að það sé mat starfs­fólks bráða­mót­töku að við slíkar aðstæður sé ekki mögu­legt að ábyrgj­ast öryggi allra þeirra sjúk­linga sem þangað leita og aukin hætta verði á alvar­legum atvik­um. „Bið eftir við­eig­andi leg­u­rými hefur aldrei verið lengri heldur en þennan dag og hafa sjúk­lingar þurft að bíða í allt að fimm sól­ar­hringa á bráða­mót­töku eftir við­eig­andi leg­u­rými á almennri deild. Vegna skorts á hjúkr­un­ar­fræð­ingum voru um 35 rými lokuð á spít­al­an­um. Einnig hefur nýlega þurft að loka tveimur gjör­gæslu­rýmum af sömu ástæð­u­m.“

Hærra hlut­fall þeirra sem leita á bráða­mót­töku þurfa að leggj­ast inn, það er 11,3 pró­sent nú miðað við 10,7 pró­sent á sama tíma á síð­asta ári. Þeir sem þurftu að leggj­ast inn á legu­deild dvöldu að jafn­aði 16 til 17 klukku­stundir á bráða­deild eftir að inn­lögn hafði verið ákveðin en þessi bið var 13 til 14 klukku­stundir í fyrra. Ástæða tafa á inn­lögn á almenna deild er skortur á rým­um.

Auglýsing

Á fundi ráðu­neyt­is­ins með Land­spít­ala í febr­úar var farið yfir stöð­una og mögu­leg við­brögð og aðgerðir til að bregð­ast við vand­an­um. Það er mat spít­al­ans að vand­ann megi helst rekja til tveggja þátta, skorts á hjúkr­un­ar­fræð­ingum og skorts á úrræðum fyrir sjúk­linga með gilt færni- og heilsu­mat sem geta ekki útskrif­ast af spít­al­anum eftir með­ferð. Erf­ið­lega hefur gengið að ráða hjúkr­un­ar­fræð­inga til starfa og því hefur þeim fækkað á stofn­un­inni. Helstu ástæð­urnar fyrir því að ekki tekst að manna nægi­lega stöður hjúkr­un­ar­fræð­inga eru taldar vera launa­kjör og vinnu­á­lag.   

Á síð­asta ári var gripið til aðgerða til að auð­velda útskrift fólks sem lokið hefur með­ferð, m.a. með opnun bið­deildar á Akra­nesi og auknum fjár­fram­lögum til heima­hjúkr­unar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þessi úrræði hafa ekki dugað til að tryggja útskriftir sjúk­linga sem lokið hafa með­ferð en ný hjúkr­un­ar­rými á höf­uð­borg­ar­svæð­inu munu opna í lok árs 2018 og á árinu 2019. Gerir ráðu­neytið ráð fyrir að ætla megi að dragi þá úr útskrift­ar­vanda spít­al­ans.

Það er mat spít­al­ans að einnig sé nauð­syn­legt að huga að því hvort hluti þeirra sjúk­linga sem leita á bráð­mót­töku geti fengið vanda sinn leystan ann­ars stað­ar, þannig að inn­flæði sjúk­linga á spít­al­ann verði minna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent