500 fleiri komur á bráðadeild Landspítala

Komum á bráðamóttöku Landspítalans í janúar og febrúar á þessu ári fjölgaði um rúmlega 500 eða 4,6 prósent frá síðasta ári. Spítalinn í vanda vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.

snjobylur-i-reykjavik_16034384551_o.jpg
Auglýsing

Komum á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans í jan­úar og febr­úar á þessu ári fjölg­aði um rúm­lega 500 eða 4,6 pró­sent frá síð­asta ári. Alvar­leg staða Land­spít­al­ans og bráða­mót­tök­unnar var rædd á rík­is­stjórn­ar­fundi í síð­ustu viku.

Álagið var svo mikið um miðjan febr­úar að upp­lýsa þurfti heil­brigð­is­ráð­herra um alvar­lega stöðu bráða­mót­tök­unnar sem síðan upp­lýsti Emb­ætti land­lækn­is. Þannig voru aðfar­ar­mótt 13. febr­úar 63 sjúk­lingar á bráða­mót­tök­unni, en rúm­stæði þar eru fyrir 32 sjúk­linga. Bið eftir lækn­is­skoðun var þá allt að sex klukku­stund­ir. Í minn­is­blaði sem ráð­herra lagði fyrir rík­is­stjórn­ina segir að það sé mat starfs­fólks bráða­mót­töku að við slíkar aðstæður sé ekki mögu­legt að ábyrgj­ast öryggi allra þeirra sjúk­linga sem þangað leita og aukin hætta verði á alvar­legum atvik­um. „Bið eftir við­eig­andi leg­u­rými hefur aldrei verið lengri heldur en þennan dag og hafa sjúk­lingar þurft að bíða í allt að fimm sól­ar­hringa á bráða­mót­töku eftir við­eig­andi leg­u­rými á almennri deild. Vegna skorts á hjúkr­un­ar­fræð­ingum voru um 35 rými lokuð á spít­al­an­um. Einnig hefur nýlega þurft að loka tveimur gjör­gæslu­rýmum af sömu ástæð­u­m.“

Hærra hlut­fall þeirra sem leita á bráða­mót­töku þurfa að leggj­ast inn, það er 11,3 pró­sent nú miðað við 10,7 pró­sent á sama tíma á síð­asta ári. Þeir sem þurftu að leggj­ast inn á legu­deild dvöldu að jafn­aði 16 til 17 klukku­stundir á bráða­deild eftir að inn­lögn hafði verið ákveðin en þessi bið var 13 til 14 klukku­stundir í fyrra. Ástæða tafa á inn­lögn á almenna deild er skortur á rým­um.

Auglýsing

Á fundi ráðu­neyt­is­ins með Land­spít­ala í febr­úar var farið yfir stöð­una og mögu­leg við­brögð og aðgerðir til að bregð­ast við vand­an­um. Það er mat spít­al­ans að vand­ann megi helst rekja til tveggja þátta, skorts á hjúkr­un­ar­fræð­ingum og skorts á úrræðum fyrir sjúk­linga með gilt færni- og heilsu­mat sem geta ekki útskrif­ast af spít­al­anum eftir með­ferð. Erf­ið­lega hefur gengið að ráða hjúkr­un­ar­fræð­inga til starfa og því hefur þeim fækkað á stofn­un­inni. Helstu ástæð­urnar fyrir því að ekki tekst að manna nægi­lega stöður hjúkr­un­ar­fræð­inga eru taldar vera launa­kjör og vinnu­á­lag.   

Á síð­asta ári var gripið til aðgerða til að auð­velda útskrift fólks sem lokið hefur með­ferð, m.a. með opnun bið­deildar á Akra­nesi og auknum fjár­fram­lögum til heima­hjúkr­unar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þessi úrræði hafa ekki dugað til að tryggja útskriftir sjúk­linga sem lokið hafa með­ferð en ný hjúkr­un­ar­rými á höf­uð­borg­ar­svæð­inu munu opna í lok árs 2018 og á árinu 2019. Gerir ráðu­neytið ráð fyrir að ætla megi að dragi þá úr útskrift­ar­vanda spít­al­ans.

Það er mat spít­al­ans að einnig sé nauð­syn­legt að huga að því hvort hluti þeirra sjúk­linga sem leita á bráð­mót­töku geti fengið vanda sinn leystan ann­ars stað­ar, þannig að inn­flæði sjúk­linga á spít­al­ann verði minna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent