500 fleiri komur á bráðadeild Landspítala

Komum á bráðamóttöku Landspítalans í janúar og febrúar á þessu ári fjölgaði um rúmlega 500 eða 4,6 prósent frá síðasta ári. Spítalinn í vanda vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.

snjobylur-i-reykjavik_16034384551_o.jpg
Auglýsing

Komum á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans í jan­úar og febr­úar á þessu ári fjölg­aði um rúm­lega 500 eða 4,6 pró­sent frá síð­asta ári. Alvar­leg staða Land­spít­al­ans og bráða­mót­tök­unnar var rædd á rík­is­stjórn­ar­fundi í síð­ustu viku.

Álagið var svo mikið um miðjan febr­úar að upp­lýsa þurfti heil­brigð­is­ráð­herra um alvar­lega stöðu bráða­mót­tök­unnar sem síðan upp­lýsti Emb­ætti land­lækn­is. Þannig voru aðfar­ar­mótt 13. febr­úar 63 sjúk­lingar á bráða­mót­tök­unni, en rúm­stæði þar eru fyrir 32 sjúk­linga. Bið eftir lækn­is­skoðun var þá allt að sex klukku­stund­ir. Í minn­is­blaði sem ráð­herra lagði fyrir rík­is­stjórn­ina segir að það sé mat starfs­fólks bráða­mót­töku að við slíkar aðstæður sé ekki mögu­legt að ábyrgj­ast öryggi allra þeirra sjúk­linga sem þangað leita og aukin hætta verði á alvar­legum atvik­um. „Bið eftir við­eig­andi leg­u­rými hefur aldrei verið lengri heldur en þennan dag og hafa sjúk­lingar þurft að bíða í allt að fimm sól­ar­hringa á bráða­mót­töku eftir við­eig­andi leg­u­rými á almennri deild. Vegna skorts á hjúkr­un­ar­fræð­ingum voru um 35 rými lokuð á spít­al­an­um. Einnig hefur nýlega þurft að loka tveimur gjör­gæslu­rýmum af sömu ástæð­u­m.“

Hærra hlut­fall þeirra sem leita á bráða­mót­töku þurfa að leggj­ast inn, það er 11,3 pró­sent nú miðað við 10,7 pró­sent á sama tíma á síð­asta ári. Þeir sem þurftu að leggj­ast inn á legu­deild dvöldu að jafn­aði 16 til 17 klukku­stundir á bráða­deild eftir að inn­lögn hafði verið ákveðin en þessi bið var 13 til 14 klukku­stundir í fyrra. Ástæða tafa á inn­lögn á almenna deild er skortur á rým­um.

Auglýsing

Á fundi ráðu­neyt­is­ins með Land­spít­ala í febr­úar var farið yfir stöð­una og mögu­leg við­brögð og aðgerðir til að bregð­ast við vand­an­um. Það er mat spít­al­ans að vand­ann megi helst rekja til tveggja þátta, skorts á hjúkr­un­ar­fræð­ingum og skorts á úrræðum fyrir sjúk­linga með gilt færni- og heilsu­mat sem geta ekki útskrif­ast af spít­al­anum eftir með­ferð. Erf­ið­lega hefur gengið að ráða hjúkr­un­ar­fræð­inga til starfa og því hefur þeim fækkað á stofn­un­inni. Helstu ástæð­urnar fyrir því að ekki tekst að manna nægi­lega stöður hjúkr­un­ar­fræð­inga eru taldar vera launa­kjör og vinnu­á­lag.   

Á síð­asta ári var gripið til aðgerða til að auð­velda útskrift fólks sem lokið hefur með­ferð, m.a. með opnun bið­deildar á Akra­nesi og auknum fjár­fram­lögum til heima­hjúkr­unar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þessi úrræði hafa ekki dugað til að tryggja útskriftir sjúk­linga sem lokið hafa með­ferð en ný hjúkr­un­ar­rými á höf­uð­borg­ar­svæð­inu munu opna í lok árs 2018 og á árinu 2019. Gerir ráðu­neytið ráð fyrir að ætla megi að dragi þá úr útskrift­ar­vanda spít­al­ans.

Það er mat spít­al­ans að einnig sé nauð­syn­legt að huga að því hvort hluti þeirra sjúk­linga sem leita á bráð­mót­töku geti fengið vanda sinn leystan ann­ars stað­ar, þannig að inn­flæði sjúk­linga á spít­al­ann verði minna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent