500 fleiri komur á bráðadeild Landspítala

Komum á bráðamóttöku Landspítalans í janúar og febrúar á þessu ári fjölgaði um rúmlega 500 eða 4,6 prósent frá síðasta ári. Spítalinn í vanda vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.

snjobylur-i-reykjavik_16034384551_o.jpg
Auglýsing

Komum á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans í jan­úar og febr­úar á þessu ári fjölg­aði um rúm­lega 500 eða 4,6 pró­sent frá síð­asta ári. Alvar­leg staða Land­spít­al­ans og bráða­mót­tök­unnar var rædd á rík­is­stjórn­ar­fundi í síð­ustu viku.

Álagið var svo mikið um miðjan febr­úar að upp­lýsa þurfti heil­brigð­is­ráð­herra um alvar­lega stöðu bráða­mót­tök­unnar sem síðan upp­lýsti Emb­ætti land­lækn­is. Þannig voru aðfar­ar­mótt 13. febr­úar 63 sjúk­lingar á bráða­mót­tök­unni, en rúm­stæði þar eru fyrir 32 sjúk­linga. Bið eftir lækn­is­skoðun var þá allt að sex klukku­stund­ir. Í minn­is­blaði sem ráð­herra lagði fyrir rík­is­stjórn­ina segir að það sé mat starfs­fólks bráða­mót­töku að við slíkar aðstæður sé ekki mögu­legt að ábyrgj­ast öryggi allra þeirra sjúk­linga sem þangað leita og aukin hætta verði á alvar­legum atvik­um. „Bið eftir við­eig­andi leg­u­rými hefur aldrei verið lengri heldur en þennan dag og hafa sjúk­lingar þurft að bíða í allt að fimm sól­ar­hringa á bráða­mót­töku eftir við­eig­andi leg­u­rými á almennri deild. Vegna skorts á hjúkr­un­ar­fræð­ingum voru um 35 rými lokuð á spít­al­an­um. Einnig hefur nýlega þurft að loka tveimur gjör­gæslu­rýmum af sömu ástæð­u­m.“

Hærra hlut­fall þeirra sem leita á bráða­mót­töku þurfa að leggj­ast inn, það er 11,3 pró­sent nú miðað við 10,7 pró­sent á sama tíma á síð­asta ári. Þeir sem þurftu að leggj­ast inn á legu­deild dvöldu að jafn­aði 16 til 17 klukku­stundir á bráða­deild eftir að inn­lögn hafði verið ákveðin en þessi bið var 13 til 14 klukku­stundir í fyrra. Ástæða tafa á inn­lögn á almenna deild er skortur á rým­um.

Auglýsing

Á fundi ráðu­neyt­is­ins með Land­spít­ala í febr­úar var farið yfir stöð­una og mögu­leg við­brögð og aðgerðir til að bregð­ast við vand­an­um. Það er mat spít­al­ans að vand­ann megi helst rekja til tveggja þátta, skorts á hjúkr­un­ar­fræð­ingum og skorts á úrræðum fyrir sjúk­linga með gilt færni- og heilsu­mat sem geta ekki útskrif­ast af spít­al­anum eftir með­ferð. Erf­ið­lega hefur gengið að ráða hjúkr­un­ar­fræð­inga til starfa og því hefur þeim fækkað á stofn­un­inni. Helstu ástæð­urnar fyrir því að ekki tekst að manna nægi­lega stöður hjúkr­un­ar­fræð­inga eru taldar vera launa­kjör og vinnu­á­lag.   

Á síð­asta ári var gripið til aðgerða til að auð­velda útskrift fólks sem lokið hefur með­ferð, m.a. með opnun bið­deildar á Akra­nesi og auknum fjár­fram­lögum til heima­hjúkr­unar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þessi úrræði hafa ekki dugað til að tryggja útskriftir sjúk­linga sem lokið hafa með­ferð en ný hjúkr­un­ar­rými á höf­uð­borg­ar­svæð­inu munu opna í lok árs 2018 og á árinu 2019. Gerir ráðu­neytið ráð fyrir að ætla megi að dragi þá úr útskrift­ar­vanda spít­al­ans.

Það er mat spít­al­ans að einnig sé nauð­syn­legt að huga að því hvort hluti þeirra sjúk­linga sem leita á bráð­mót­töku geti fengið vanda sinn leystan ann­ars stað­ar, þannig að inn­flæði sjúk­linga á spít­al­ann verði minna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent