Gjá orðin til milli launafólks og stjórnenda

Mikill þrýstingur hefur verið settur á stærstu hluthafa N1 um að koma í veg fyrir þær launahækkanir sem hafa komið fram hjá stjórnendum félagsins.

n1_bensinsto-25_9954050634_o.jpg
Auglýsing

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, segir að þær launa­hækk­anir sem hafa átt sér stað hjá N1, og einnig hjá stjórn­endum hjá hinu opin­bera, sýni þá miklu gjá sem sé komin milli launa­fólks og síðan stjórn­enda.

Hann segir verka­lýðs­hreyf­ing­una hafa beitt sér fyrir því að und­an­förnu að líf­eyr­is­sjóð­irnir setji sér stefnu í launa­mál­un­um, meðal ann­ars til að koma í veg fyrir að það mynd­ist gjá milli fólks­ins á gólf­inu og síðan stjórn­enda.

Á Face­book síðu sinni hvetur Gylfi hlut­hafa N1, þar helst líf­eyr­is­sjóði, til að draga launa­hækk­anir stjórn­enda hjá félag­inu til baka á aðal­fundi félags­ins sem fer fram á mánu­dag­inn.

Auglýsing

Hluthafar N1.Eins og greint var frá fyrr í dag þá hafa líf­eyr­is­sjóðir sem eru í hlut­hafa­hópi félags­ins lýst sig undr­andi á því launa­skriði sem verið hefur hjá félag­inu. „Í starfs­kjara­­stefnu N1 hf. kemur fram að kjör for­­stjóra skuli vera sam­keppn­is­hæf og taka mið af hæfni, ábyrgð og umfangi starfans. Líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn telur það orka mjög tví­­­mælist hvort fjár­­hæð launa for­­stjóra og hækkun þeirra sam­ræm­ist þessum við­miðum og þeim sjón­­­ar­miðum sem hlut­hafa­­stefna sjóðs­ins byggir á,“ segir í yfir­lýs­ingu frá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna, sem er stærsti eig­andi félags­ins með 13,3 pró­sent hlut.

Egg­ert Þór Krist­ó­­­fer­s­­­son, for­­­stjóri N1, var með tæpar 5,9 millj­­­ónir króna á mán­uði í laun á síð­­­asta ári. Heild­­­ar­­­laun hans á því ári námu 70,5 millj­­­ónum króna og hækk­­­uðu um rúm­­­lega 12 millj­­­ónir króna á árinu, eða um eina milljón króna á mán­uði.

Gylfi hvetur til þess að skattar séu hækk­aðir á há laun, og það sé séð til þess að svona miklar launa­hækk­anir þeirra sem eru að stjórna fyr­ir­tækjum séu ekki fram­kvæmdar þannig, að skatta­af­slættir getur leitt til þess, að í raun sé það almenn­ingur sem borgi fyrir þær með því að veita skatta­af­slætti. „Ann­ars vegar á að setja 65% hátekju­skatt á ofur­tekjur með það að mark­miði að ef stjórnir taki svona ákvörðun eigi lung­inn af þeim að renna í rík­is­sjóð. Hins vegar þarf að setja skýr ákvæði um að fyr­ir­tæki geti ekki dregið slík ofur­laun frá tekjum þegar kemur að útreikn­ingi á tekju­skatti fyr­ir­tæk­is­ins. Hlut­hafa verði ein­fald­lega að greiða þennan reikn­ing sjálfir en ekki senda lands­mönnum hluta hans með lækkun skatt­stofna!“ segir Gylfi.Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent