Gjá orðin til milli launafólks og stjórnenda

Mikill þrýstingur hefur verið settur á stærstu hluthafa N1 um að koma í veg fyrir þær launahækkanir sem hafa komið fram hjá stjórnendum félagsins.

n1_bensinsto-25_9954050634_o.jpg
Auglýsing

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, segir að þær launa­hækk­anir sem hafa átt sér stað hjá N1, og einnig hjá stjórn­endum hjá hinu opin­bera, sýni þá miklu gjá sem sé komin milli launa­fólks og síðan stjórn­enda.

Hann segir verka­lýðs­hreyf­ing­una hafa beitt sér fyrir því að und­an­förnu að líf­eyr­is­sjóð­irnir setji sér stefnu í launa­mál­un­um, meðal ann­ars til að koma í veg fyrir að það mynd­ist gjá milli fólks­ins á gólf­inu og síðan stjórn­enda.

Á Face­book síðu sinni hvetur Gylfi hlut­hafa N1, þar helst líf­eyr­is­sjóði, til að draga launa­hækk­anir stjórn­enda hjá félag­inu til baka á aðal­fundi félags­ins sem fer fram á mánu­dag­inn.

Auglýsing

Hluthafar N1.Eins og greint var frá fyrr í dag þá hafa líf­eyr­is­sjóðir sem eru í hlut­hafa­hópi félags­ins lýst sig undr­andi á því launa­skriði sem verið hefur hjá félag­inu. „Í starfs­kjara­­stefnu N1 hf. kemur fram að kjör for­­stjóra skuli vera sam­keppn­is­hæf og taka mið af hæfni, ábyrgð og umfangi starfans. Líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn telur það orka mjög tví­­­mælist hvort fjár­­hæð launa for­­stjóra og hækkun þeirra sam­ræm­ist þessum við­miðum og þeim sjón­­­ar­miðum sem hlut­hafa­­stefna sjóðs­ins byggir á,“ segir í yfir­lýs­ingu frá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna, sem er stærsti eig­andi félags­ins með 13,3 pró­sent hlut.

Egg­ert Þór Krist­ó­­­fer­s­­­son, for­­­stjóri N1, var með tæpar 5,9 millj­­­ónir króna á mán­uði í laun á síð­­­asta ári. Heild­­­ar­­­laun hans á því ári námu 70,5 millj­­­ónum króna og hækk­­­uðu um rúm­­­lega 12 millj­­­ónir króna á árinu, eða um eina milljón króna á mán­uði.

Gylfi hvetur til þess að skattar séu hækk­aðir á há laun, og það sé séð til þess að svona miklar launa­hækk­anir þeirra sem eru að stjórna fyr­ir­tækjum séu ekki fram­kvæmdar þannig, að skatta­af­slættir getur leitt til þess, að í raun sé það almenn­ingur sem borgi fyrir þær með því að veita skatta­af­slætti. „Ann­ars vegar á að setja 65% hátekju­skatt á ofur­tekjur með það að mark­miði að ef stjórnir taki svona ákvörðun eigi lung­inn af þeim að renna í rík­is­sjóð. Hins vegar þarf að setja skýr ákvæði um að fyr­ir­tæki geti ekki dregið slík ofur­laun frá tekjum þegar kemur að útreikn­ingi á tekju­skatti fyr­ir­tæk­is­ins. Hlut­hafa verði ein­fald­lega að greiða þennan reikn­ing sjálfir en ekki senda lands­mönnum hluta hans með lækkun skatt­stofna!“ segir Gylfi.Ari Trausti Guðmundsson
Lagabreyting er varðar fiskeldi
Kjarninn 21. október 2018
Glæpamenn í jakkafötum
„Þeir ganga um í jakkafötum en eru glæpamenn“. Þetta er lýsing danska forsætisráðherrans á mönnum sem hafa orðið uppvísir að einhverju stærsta skattsvikamáli sem sögur fara af. Um er að ræða jafngildi um það bil tíu þúsund milljarða íslenskra króna.
Kjarninn 21. október 2018
Íslendingar borga þriðjung af því sem Danir borga fyrir kalda vatnið
Ódýrast er að nota kalt vatn á Íslandi af Norðurlöndunum.
Kjarninn 20. október 2018
María Pétursdóttir
Starfsgetumat – Upp á líf og dauða
Kjarninn 20. október 2018
Árni Finnsson
Verndarhagsmunir og sjálfbærni hvalveiða
Kjarninn 20. október 2018
Erfitt fyrir Íslendinga að hugsa langt fram í tímann og byggja innviði
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að stundum þurfi einfaldlega að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á hverjum tíma. Það virðist erfitt fyrir Íslendinga og við þurfum að taka okkur á í þeim efnum.
Kjarninn 20. október 2018
„Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal“
Stjórnendur síðunnar Karlar gera merkilega hluti hafa sent frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 20. október 2018
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Ekki farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar
Það tók borgarlögmann 14 mánuði að vinna álit sem kallað var eftir í ágúst 2017. Samkvæmt því var endurbygging braggans við Nauthólsveg 100 ekki útboðsskylt en aftur á móti hafi ekki verið farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 20. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent