Sjálfstæðismenn vilja RÚV af auglýsingamarkaði og afnema VSK á fjölmiðla

Í ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins, á 43. landsfundi flokksins, kemur fram að flokkurinn vilji meiri áherslu RÚV á innlent efni og að virðisaukaskattur verði afnuminn á fjölmiðla.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Í ályktun alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar Sjálf­stæð­is­flokks­ins kemur fram að flokk­ur­inn vilji afnema virð­is­auka­skatt á fjöl­miðla, til að treysta stoðir rekst­urs þeirra. 

Þegar kemur að Rík­is­út­varp­inu (RÚV) segir að það eigi að hverfa af aug­lýs­inga­mark­aði. Í dag koma tekjur RÚV af fjár­lögum með útvarps­gjald­inu og síðan af aug­lýs­inga­mark­aði, en sú upp­hæð nemur rúm­lega tveimur millj­örðum króna árlega. 

Í álykt­un­inni segir að rekstur fjöl­miðla sé mik­il­vægur lýð­ræð­inu, gagn­sæi og trú­verð­ug­leika í sam­fé­lag­inu. „End­ur­skoða þarf hlut­verk rík­is­út­varps­ins með það að ­mark­miði að þrengja verk­svið þess í ljósi breyt­inga sem orðið hafa á fjöl­miðla­mark­að­i. ­Rekstur rík­is­ins á fjöl­miðlum má ekki hamla frjálsri sam­keppni og raska ­rekstr­ar­grund­velli ann­arra fjöl­miðla. RÚV á að fara af aug­lýs­inga­mark­að­i. Horfa þarf m.a. til ýmissa til­lagna sem koma fram í nýlegri fjöl­miðla­skýrslu og hrinda þeim í fram­kvæmd. Afnema ber virð­is­auka­skatt af fjöl­miðl­um, bæði til að styrkja ­rekstur þeirra og sam­ræma skattaum­hverfi. Auka þarf almennt gegn­sæi í eign­ar­hald­i ­fjöl­miðla og tryggja áreið­an­leika skrán­ing­ar. RÚV þarf að leggja aukna áherslu á sér­stöðu sína, m.a. gagn­vart öðrum miðl­um. Það end­ur­spegl­ast m.a. í því að leggja aukna áherslu á inn­lent efni á kostnað erlends af­þrey­ing­ar­efn­is. ­Styðja þarf við fram­leiðslu á vönd­uðu íslensku sjón­varps­efni á íslenskri tung­u, ­sér­stak­lega því sem er miðað að börnum og ung­menn­um,“ segir í ályktun nefnd­ar­inn­ar.

AuglýsingSegir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent