Vilja auka fiskneyslu ungs fólks

Stjórnvöld í Noregi ráðast í herferð til að auka fiskneyslu fólks, sérstaklega yngstu kynslóðanna.

ýsa fiskur sjór
Auglýsing

Fiskneysla í Nor­egi hefur minnkað á síð­ustu árum og munar fimmtán pró­sentum á milli ára. Stjórn­völd þar í landi hafa af þessu það miklar áhyggjur að her­ferð hefur verið hleypt af stokk­unum þar sem mark­miðið er að fá fólk til að borða þrjár mál­tíðir á viku.

Frá þessu er greint í frétt á vef­síðu Fiski­frétta.

Í frétt­inni segir að sér­stakt lógó hafi verið hannað og því komi fyrir þar sem von er á ungu fólki. Skila­boðin „þrisvar í viku“ séu skreytt hvers kyns skila­boðum um hversu heilsu­bæt­andi fiskátið er, auk þess sem upp­skriftir að spenn­andi réttum og hús­ráð séu látin fylgja. Mark­hóp­ur­inn sé ungt fólk eða ald­urs­hóp­ur­inn átján til 40 ára en þessi hópur er sagður síst lík­legur til að borða fisk. 

Auglýsing

Fiskneysla mest á Íslandi

Emb­ætti land­læknis stóð fyrir nor­rænni könnun á matar­æði, hreyf­ingu og holda­fari hér á landi í sam­starfi við rann­sak­endur frá Dan­mörku, Nor­egi, Finn­landi og Sví­þjóð og voru nið­ur­stöð­urnar birtar í jan­úar á síð­asta ári. Önnur umferð rann­sókn­ar­innar fór fram haustið 2014 en sú fyrri haustið 2011. 

Í könn­un­inni kom fram að á Íslandi var meira borðað af syk­ur­ríkum mat­vörum á borð við súkkulaði, sæl­gæti, kökum og gos­drykkj­um, en á hinum Norð­ur­lönd­unum og hafði neyslan ekki minnkað frá árinu 2011 líkt og gerst hafði á hinum Norð­ur­lönd­unum að Sví­þjóð und­an­skil­inni þar sem neyslan stóð í stað. Íslend­ingar borða minnst af græn­meti og ávöxtum miðað við hin Norð­ur­lönd­in, sam­kvæmt könn­un­inni, og breytt­ist neyslan hér á landi ekki á tíma­bil­inu. Sömu­leiðis borð­uðu Íslend­ingar minnst af heil­korna­brauði og hafði neyslan minnkað milli ára. Fiskneysla var aftur á móti mest á Íslandi og óbreytt milli kann­ana.

Nýta sam­fé­lags­miðla

Í frétt Fiski­frétta segir að stjórn­völd von­ist til að hægt sé að vekja norska neyt­endur til vit­undar um gæði og kosti fisk­metis á árinu sem framundan er. Í þeim anda hafi verið lagt í sér­staka rann­sókn hvernig auð­veld­ast sé að ná athygli unga fólks­ins í gegnum þá miðla sem þau nota hel­st, sam­fé­lags­miðla og aðra. Slík nálgun sé helst talin lík­leg til að ná árangri, að kynn­ing á fisk­meti nái augum þeirra og eyrum á nefndum miðl­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent