Vilja auka fiskneyslu ungs fólks

Stjórnvöld í Noregi ráðast í herferð til að auka fiskneyslu fólks, sérstaklega yngstu kynslóðanna.

ýsa fiskur sjór
Auglýsing

Fiskneysla í Nor­egi hefur minnkað á síð­ustu árum og munar fimmtán pró­sentum á milli ára. Stjórn­völd þar í landi hafa af þessu það miklar áhyggjur að her­ferð hefur verið hleypt af stokk­unum þar sem mark­miðið er að fá fólk til að borða þrjár mál­tíðir á viku.

Frá þessu er greint í frétt á vef­síðu Fiski­frétta.

Í frétt­inni segir að sér­stakt lógó hafi verið hannað og því komi fyrir þar sem von er á ungu fólki. Skila­boðin „þrisvar í viku“ séu skreytt hvers kyns skila­boðum um hversu heilsu­bæt­andi fiskátið er, auk þess sem upp­skriftir að spenn­andi réttum og hús­ráð séu látin fylgja. Mark­hóp­ur­inn sé ungt fólk eða ald­urs­hóp­ur­inn átján til 40 ára en þessi hópur er sagður síst lík­legur til að borða fisk. 

Auglýsing

Fiskneysla mest á Íslandi

Emb­ætti land­læknis stóð fyrir nor­rænni könnun á matar­æði, hreyf­ingu og holda­fari hér á landi í sam­starfi við rann­sak­endur frá Dan­mörku, Nor­egi, Finn­landi og Sví­þjóð og voru nið­ur­stöð­urnar birtar í jan­úar á síð­asta ári. Önnur umferð rann­sókn­ar­innar fór fram haustið 2014 en sú fyrri haustið 2011. 

Í könn­un­inni kom fram að á Íslandi var meira borðað af syk­ur­ríkum mat­vörum á borð við súkkulaði, sæl­gæti, kökum og gos­drykkj­um, en á hinum Norð­ur­lönd­unum og hafði neyslan ekki minnkað frá árinu 2011 líkt og gerst hafði á hinum Norð­ur­lönd­unum að Sví­þjóð und­an­skil­inni þar sem neyslan stóð í stað. Íslend­ingar borða minnst af græn­meti og ávöxtum miðað við hin Norð­ur­lönd­in, sam­kvæmt könn­un­inni, og breytt­ist neyslan hér á landi ekki á tíma­bil­inu. Sömu­leiðis borð­uðu Íslend­ingar minnst af heil­korna­brauði og hafði neyslan minnkað milli ára. Fiskneysla var aftur á móti mest á Íslandi og óbreytt milli kann­ana.

Nýta sam­fé­lags­miðla

Í frétt Fiski­frétta segir að stjórn­völd von­ist til að hægt sé að vekja norska neyt­endur til vit­undar um gæði og kosti fisk­metis á árinu sem framundan er. Í þeim anda hafi verið lagt í sér­staka rann­sókn hvernig auð­veld­ast sé að ná athygli unga fólks­ins í gegnum þá miðla sem þau nota hel­st, sam­fé­lags­miðla og aðra. Slík nálgun sé helst talin lík­leg til að ná árangri, að kynn­ing á fisk­meti nái augum þeirra og eyrum á nefndum miðl­um.Meira úr sama flokkiErlent