Vilja auka fiskneyslu ungs fólks

Stjórnvöld í Noregi ráðast í herferð til að auka fiskneyslu fólks, sérstaklega yngstu kynslóðanna.

ýsa fiskur sjór
Auglýsing

Fiskneysla í Noregi hefur minnkað á síðustu árum og munar fimmtán prósentum á milli ára. Stjórnvöld þar í landi hafa af þessu það miklar áhyggjur að herferð hefur verið hleypt af stokkunum þar sem markmiðið er að fá fólk til að borða þrjár máltíðir á viku.

Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu Fiskifrétta.

Í fréttinni segir að sérstakt lógó hafi verið hannað og því komi fyrir þar sem von er á ungu fólki. Skilaboðin „þrisvar í viku“ séu skreytt hvers kyns skilaboðum um hversu heilsubætandi fiskátið er, auk þess sem uppskriftir að spennandi réttum og húsráð séu látin fylgja. Markhópurinn sé ungt fólk eða aldurshópurinn átján til 40 ára en þessi hópur er sagður síst líklegur til að borða fisk. 

Auglýsing

Fiskneysla mest á Íslandi

Embætti landlæknis stóð fyrir norrænni könnun á mataræði, hreyfingu og holdafari hér á landi í samstarfi við rannsakendur frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð og voru niðurstöðurnar birtar í janúar á síðasta ári. Önnur umferð rannsóknarinnar fór fram haustið 2014 en sú fyrri haustið 2011. 

Í könnuninni kom fram að á Íslandi var meira borðað af sykurríkum matvörum á borð við súkkulaði, sælgæti, kökum og gosdrykkjum, en á hinum Norðurlöndunum og hafði neyslan ekki minnkað frá árinu 2011 líkt og gerst hafði á hinum Norðurlöndunum að Svíþjóð undanskilinni þar sem neyslan stóð í stað. Íslendingar borða minnst af grænmeti og ávöxtum miðað við hin Norðurlöndin, samkvæmt könnuninni, og breyttist neyslan hér á landi ekki á tímabilinu. Sömuleiðis borðuðu Íslendingar minnst af heilkornabrauði og hafði neyslan minnkað milli ára. Fiskneysla var aftur á móti mest á Íslandi og óbreytt milli kannana.

Nýta samfélagsmiðla

Í frétt Fiskifrétta segir að stjórnvöld vonist til að hægt sé að vekja norska neytendur til vitundar um gæði og kosti fiskmetis á árinu sem framundan er. Í þeim anda hafi verið lagt í sérstaka rannsókn hvernig auðveldast sé að ná athygli unga fólksins í gegnum þá miðla sem þau nota helst, samfélagsmiðla og aðra. Slík nálgun sé helst talin líkleg til að ná árangri, að kynning á fiskmeti nái augum þeirra og eyrum á nefndum miðlum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent