Gripið til aðgerða gegn brottfalli úr framhaldsskólum

Ráðist hefur verið í aðgerðir gegn brottfalli úr framhaldsskólum. Formaður Félags framhaldsskólakennara segist vera mjög ánægð með að verið sé að ganga í þessi mál en bendir þó jafnframt á að nauðsynlegt sé að ráðast að rót vandans.

klébergsskóli
Auglýsing

Meðal þeirra aðgerða sem ráð­ist hefur verið í gegn brott­námi í fram­halds­skólum eru nán­ari kort­lagn­ing brott­hvarfs­hópanna og reglu­legri mæl­ingar á brott­hvarf­i. Brott­hvarf nem­enda úr skóla­kerf­inu var til umfjöll­unar á fundi Vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar, sam­ráðs­vett­vangi á sviði vel­ferð­ar­mála þann 20. mars síð­ast­lið­inn. Að Vel­ferð­ar­vakt­inni standa ýmis sam­tök, aðilar vinnu­mark­að­ar­ins, ráðu­neyti, rík­is­stofn­anir og sveit­ar­fé­lög­in. Fram kom á fund­inum að lyk­il­at­riði í því að minnka brott­hvarf nem­enda væri snemmtæk íhlutun á grunn­skóla­stigi og því væri mik­il­vægt að for­gangs­raða í þágu þess. 

Þetta kemur fram í frétt mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins. 

Guðríður Arnardóttir„Vel­ferð­ar­vaktin er svo sann­ar­lega á réttri leið. Snemm­bær íhlutun er helst það sem kenn­ara­sam­tökin hafa bent á varð­andi það að draga úr brott­falli. Stuðn­ingur við nem­endur í fram­halds­skól­an­um, bæði sál­fræði­þjón­usta og svo auð­vitað náms og starfs­ráð­gjöf munu hafa gríð­ar­lega jákvæð áhrif á líðan nem­enda og vænt­an­lega draga úr brott­fall­i,“ seg­ir Guð­ríður Arn­ar­dótt­ir, for­maður Félags fram­halds­skóla­kenn­ara. 

Auglýsing

Nauð­syn­legt að grípa til aðgerða strax í grunn­skóla

Guð­ríður segir jafn­framt að löngu sé orðið tíma­bært að stjórn­völd ráð­ist í aðgerðir gegn brott­falli í fram­halds­skól­um. Hún segir að mik­il­vægt sé að bregð­ast fljótt við og að nauð­syn­legt sé að grípa til aðgerða strax í grunn­skóla. Til að mynda sé mik­il­vægt að efla náms- og starfs­ráð­gjöf. „Ís­lensk ung­menni þjást af kvíða og þung­lyndi og eru þetta mjög hamlandi þætt­ir. Þess vegna er gott að hafa sál­fræði­þjón­ustu. En það er líka allt of lítið af náms- og starfs­ráð­gjöfum í grunn- og fram­halds­skól­um. Úr þessu þarf að bæta,“ segir hún.

Þrátt fyrir að vera jákvæð gagn­vart aðgerðum og yfir­lýs­ingu mennta­mála­ráð­herra, þá bendir Guð­ríður á að ekki megi missa sjónar af hvað veld­ur. „Það þarf að komst fyrir lek­ann, ekki bara þurrka upp eftir á,“ segir hún.

Sam­starf við heil­brigð­is­ráð­herra

Lilja Dögg AlfreðsdóttirMennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilja Alfreðs­dótt­ir, fór á fundi Vel­ferð­ar­vakt­ar­inn­ar yfir þróun brott­hvarfs úr skóla­kerf­inu síð­ustu árin og upp­lýsti um þá vinnu sem stendur yfir í ráðu­neyt­inu til að mæta þeim vanda. „Þrátt fyrir þær góðu fréttir að hlut­fall braut­skráðra nem­enda hafi hækkað og hlut­fall þjóð­ar­innar sem ekki hefur lokið meira en tveggja ára menntun úr fram­halds­skóla hafi lækkað er það mikil áskorun að vinna að því minnka það brott­hvarf sem sann­ar­lega á sér stað,“ segir Lilja.

Sam­kæmt frétt ráðu­neyt­is­ins hefur Lilja fundað með Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra um sam­starf um aukið aðgengi fram­halds­skóla­nem­enda að geð­heil­brigð­is­þjón­ustu og er sú vinna í fullum gangi. Segir jafn­framt í frétt­inni að auknu fjár­magni hafi líka verið úthlutað til fram­halds­skóla til þess að mæta betur þörfum nem­enda sem lík­legir eru til að hverfa frá námi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent